Raddir Harðar og hjarðarinnar

hordur_torfa_i_spjalli.jpgHörður Torfa gengur hnarreistur að ræðupallinum á Austurvelli í passlega alþýðlegum verkamannafrakka sem hann krumpaði vel og vandlega heima hjá sér áður en hann lagði af stað. Hann er nýkominn úr viðtali við DV þar sem hann sagði orðrétt: Það kemur ekki að þessum palli fólk sem hefur unnið fyrir stjórnmálasamtök."  Þessi orð hans klingja ekki í höfðinu á honum þegar hann fer að handvelja úr hópnum fólk sem má tala:

„Nei blessaður Einar Már, ert þú ekki örugglega ennþá í Vinstri grænum? Gott. Þá máttu tala. Nú og þið eruð hérna líka mætt, allt kommagerið: Pétur Tyrfings og Kristín Tóma, systir Sóleyjar og Katrín Odds og Viðar Þorsteins. Flokksbundin og flott. Í rétta flokknum. Glæsilegt. Þið megið tala. Ég vil nefnilega að mikill meirihluti frummælenda sem ég leyfi að tala hérna á pallinum séu í Vinstri grænum eða tengist þeim með einum eða öðrum hætti svo að mótmælin beinist í rétta átt. Við verðum að hagnýta okkur harmleik fólksins og nota þessi mótmæli til að koma Vinstri grænum til valda."

Það er bankað í bakið á Herði og hann snýr sér við og segir undrandi:

-  „Blessaður. Er þetta ekki bara sjálfur Steingrímur J.?"

georg_bjarnfredarson.jpg-  „Nei, ég heiti Georg Bjarnfreðarson. Það er þarna einhver smá miiisskilningur á ferðinni. Okkur er oft ruglað saman. Ég myndi nú gjarnan vilja fá að tala á þessum fundi. Ég er með 5 háskólagráður: Í félagsfræði, sálfræði, kommúnis......"

-  „Og ertu örugglega í Vinstri grænum?"

-  „Já, það er ég. Ég er einsog melóna; grænn að utan en rauður að innan. Ég er meiraðsegja með merki kommúnista hérna í barminum, sigð og kamar."

-  „Nú þá er þetta ekkert mál. Þá færðu að tala. Þið hér sem ég er búinn að velja úr megið öll tala á eftir og á meðan þið talið þá ætla ég að standa beint fyrir aftan ykkur á sviðinu þannig að ég verði örugglega í mynd. Ævisaga mína var nefnilega að koma út, þið skiljið. En fyrst tala ég náttúrulega. Þetta eru nú einusinni mín mótmæli þó þau séu í þágu allra kommúnista."

Leiklistarmenntunin kemur sér vel þegar hann gengur ábúðarmikill uppá pallinn og stillir sér upp fyrir framan míkrafóninn með allan heiminn á herðunum. Hann setur í brýrnar og horfir um stund þjáningarfullu heimsósómaaugnaráði yfir soltinn múginn sem þyrstir í lausnir og æðri visku. Loks hefur hann upp raust sína:   

 

hordur_torfa_thjonar_fyrir_altari.jpgHörður:  „Viljum við ríkisstjórnina BURRRT?!"

Hjörðin:  „JÁÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við spillinguna BURRRT?!"  

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við kapítalismann BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frjálshyggjuna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við einkavæðinguna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frjálsa samkeppni BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við einstaklingsframtakið BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frelsi einstaklingsins BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við mannlegt eðli BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gamla spillta Ísland BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gömlu ónýtu flokkana BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við nýtt og ómengað Ísland?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

frelsarinn_769890.jpg-  „Viljum við Vinstri græna?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við kommúnisma?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við að Ísland verði Kúba norðursins?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við forsjárhyggju og afturhald?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við alla skynsemi BURRRT?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!" 

-  "Viljum við fara að ferðast um í uxakerrum?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við eftirlaunaforréttindi ráðamanna BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem studdi eftirlaunafrumvarpið?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við gjafakvótakerfið BURRRT?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem styður gjafakvótakerfið?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við sérréttindi kvenna og kynjakvóta BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við ofurfemínistann Steingrím J. Sigfússon sem styður sérréttindi kvenna og kynjakvóta?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við frelsi til að drekka bjór eins og aðrar þjóðir?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem studdi bjórbannið og vildi bjórinn BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

netlogregla.gif-  „Skál fyrir því! Viljum við Stóra Bróður BURRRT?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við Steingrím J. Sigfússon sem heimtar netlögreglu!?"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við allt klám BURRRT?!"

 -  "JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við eina lögreglu í hvert svefnherbergi?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við boð og bönn og höft á öllum sviðum mannlegs lífs?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  "Viljum við þindarlaus ríkisafskipti og óbærileg leiðindi? 

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við VINSTRI GRÆNA?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við flokk sem hefur akkúrat ENGAR lausnir á vandanum?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við sama skítinn, bara úr öðru rassgati?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

steingrimur-mosdal.jpg-  „Viljum við Vinstri græna með þá Steingrím J. Sigfússon, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Martein Mosdal og Georg Bjarnfreðarson í broddi fylkingar til að stjórna þessu landi?!"

-  "JÁÁÁÁÁ!"

-  „Vinstri grænir eru núna með 30% fylgi. Viljum við kosningar STRAX?!"

kosningar_strax.jpg-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Ég spyr aftur: Viljum við kosningar STRAX?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

-  „Viljum við fara BURRRT úr öskunni og BEINT í eldinn og það STRAX?!"

-  „JÁÁÁÁÁ!"

„Örvitar allra landa sameinist: HÚRRA! HÚRRA! HÚRRA! HÚRRAAAAA!!!!!!!!!"


mbl.is Hörður: Mótmælin rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 17:41

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úff, fékk krampa í magann....................

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eðlilega, genatízkt & innrætt & sem oftazt, ertu zlæmur ...

En þegar þú ert góður, þá ertu nú verulega góður....

Steingrímur Helgason, 12.1.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Minnir á mynd sem sýnd er í bíó núna "Yes-Man" ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.1.2009 kl. 20:18

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

einhvernveginn hefur þessi áróður VG farið framhjá mér en ég hef mætt á amk 10 af austurvallafundunum hans Harðar.. 

hinsvegar hefur mér þótt hróplega aumt hvað fólk er viljugt til að láta taka sig í þurtt af stjórnvöldum og sitja bara heima atvinnulaust og grenja í stað þess að mæta og sýna það að því sé ekki sama.

Hvernig væri Stormsker að þú mættir og héldir eina ræðu eða svo ? 

Óskar Þorkelsson, 12.1.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef Meistari Stormsker heldur ræðu þá mæti ég.

Baldur Hermannsson, 12.1.2009 kl. 20:22

7 Smámynd: Ómar Ingi

Er þetta textinn við nýjasta raullagið hans ?

Ómar Ingi, 12.1.2009 kl. 20:55

8 identicon

Þetta er tær snilld hjá þér. Endurspeglar algjörlega það sem er að gerast á þessum Komma fundum

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 21:07

9 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sælt veri fólkið. Ég hef haldið ófáar mótmælaræðurnar í útvarpinu og þær ná eyrum um 80.000 manna samkvæmt mælingum, og ég skal halda ræður hvenær sem er á Austurvelli, en það eru akkúrat ENGAR líkur á að ég verði beðinn um það af Stjórnandanum sem handvelur sitt fólk sem má tala þarna og ekki ætla ég að fara að ryðjast uppá svið og trufla kremlólógíuna.

Þar fyrir utan þá held ég nú að það séu ekki ræðuhöld sem veki stjórnmálamenn. Held að það sé fullreynt.

Sverrir Stormsker, 12.1.2009 kl. 22:25

10 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Það má eflaust hafa ýmsar skoðanir á þessum pistli, en þeir sem ekki geta brosað út í annað (eða hlegið þangað til þá verkjar í magann eins og ég gerði) hljóta að heita Steingrímur eða Georg eða Marteinn . . .  og hananú.

Jón Agnar Ólason, 12.1.2009 kl. 22:28

11 Smámynd: Heidi Strand

Sammála Óskari
Ég hef mætt á 13 fundum og þar hefur aldrei verið flokkspólitískur áróður.
Þetta er breiðfylking fólks úr öllum stéttum samfélagsins.

Þeir víta mest um þessir fundir sem aldrei mæta á þá.

Frjálshyggjan er að breyta Ísland í Kúba norðursins.

Sverrir þú skalt bjóða þig fram í að halda ræðu. 

Heidi Strand, 12.1.2009 kl. 23:10

12 Smámynd: Sverrir Stormsker

jamm og jamm og jamm og já. Sjá svar númer 9

Sverrir Stormsker, 12.1.2009 kl. 23:36

13 Smámynd: Jónas Jónasson

Stórkostleg skemmtun um blákaldan raunveruleika þar sem verið er að handrukka valdið svo kúgun geti hafist.

Jónas Jónasson, 13.1.2009 kl. 00:17

14 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó Senda frétt Upplestur á frétt Senda á Facebook Blogga um frétt Bloggað um fréttina Ástþór Magnússon Wium Sjálfstæðismenn óttast að verða bornir út af… Jenný Anna Baldursdóttir Er enginn með snert af eðlilegri siðferðiskennd? Hákon Einar Júlíusson Það þarf ekki að spyrja neitt. Jóna Kolbrún Garðarsdóttir Ég hlakka ti þess að horfa Stefán Friðrik Stefánsson Hrollvekjandi spá hjá Wade - vonin og óttinn Anna Ragna Alexandersdóttir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og D- stóllinn auður… Egill Jóhannsson Lýðveldisbyltingin: Stofnun, þróun og tortíming Hólmdís Hjartardóttir Auður stóll í Háskólabíói /ræðumanni hótað af… Margrét Óskarsdóttir Æðislegt Baldvin Jónsson Kraftmikill fundur í kvöld - stútfullur af… Sigurður Jón Hreinsson Helvítis Fokking Fokk Sylvía Sorglegt að þessu skyldi ekki sjónvarpað beint Heiða B. Heiðars Að fórna sér fyrir málstaðinn. Arnþór Sigurðsson Sófamótmæli. Heimir L Fjeldsted Hvað á Guðlaugur Þór Þórðarson við? Haraldur Hansson Nýársheit og aðrar hótanir Árni B. Steinarsson Norðfjörð Lífskjörin sem við verðskuldum? Ridar T. Falls 6 orða saga #483 (Lögreglan telur) Guðrún Jónína Eiríksdóttir Fullt hús. Vilborg G Hansen Hlustaði á Robert Wade í kvöld - staðan er… Magnús H Traustason Háskólabíó Friðrik Björgvinsson Hvernig sjáum við framtíðina? Víðir Benediktsson "það liggur alveg fyrir" Þór Jóhannesson Wade, Aliber, Pál Skúlason og Njörð P. Njarðvík í… Jón Halldór Guðmundsson Merkileg umræðuefni! Evert S Áskorun á Alþingis vegna styrkja til… Baldur Hermannsson Loksins vitsmunaleg mótmælahreyfing Sigurbjörg Eiríksdóttir Breytt Ísland. Páll Höskuldsson Ríkisstjórn á að segja af sér strax Asdis Sig Endilega lesið þessa færslu "sófamótmæli" Helga R. Einarsdóttir Ef ekki verður brugðist við fer allt í kaldakol Friðrik Þór Guðmundsson Sófamótmæli Andspyrnuhreyfingar alþýðunnar... Fleiri Vel er mætt á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:07

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Vildi bara láta vita að D-sætið var autt í kvöld.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:08

16 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvernig væri að fá eina stóra haugsugu fulla af vel lyktandi svínamykju og úða yfir hið háa Alþingi. Þá fengist lykt sem hæfði vel þeim sem sitja þar inni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.1.2009 kl. 05:28

17 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jónas. Þá fyrst byrjar ballið.

Kreppukarl. Nýir vendir sópa best  http://leynithjonustan.com/wp-content/uploads/2009/01/golftuskufani2.jpg

Fengið af vef Fréttasíðu götunnar

Sverrir Stormsker, 13.1.2009 kl. 08:11

18 Smámynd: Sverrir Stormsker

Anna. Athugasemd nr. 15 er mjög greinargóð skýring á ástandinu. Málið er í skoðun.

Varðandi ath.s. nr. 16 þá er ég viss um að Geir Hornef hefði mætt ef það hefði verið stillt upp rúmi fyrir hann en ekki stól.

Kjartan. Held það sé meira áríðandi að loka öllum gluggum í Alþingishúsinu vel og vandlega svo að ýldustækjan berist ekki út á götu.

Sverrir Stormsker, 13.1.2009 kl. 08:19

19 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú er tími til að endursýna Dýrabæ (Animal Farm) hans Georgs Orwell aftur....og aftur....og aftur......o.s.frv.

Sverrir Stormsker;  Þú gleymdir í upptalningunni um "í broddi fylkingar" Kolbrúnu nokkurri Halldórsdóttur til að tryggja að bæði kynin gengju í eins fötum frá fæðingu til grafar.

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 13.1.2009 kl. 10:54

20 Smámynd: Hulla Dan

Ómg (grenj úr hlátri)

Hulla Dan, 13.1.2009 kl. 11:45

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Já Kolbrún kemur alltaf gríðarlega sterk inn. Hún myndi samt örugglega vilja láta banna orðalagið: "í broddi fylkingar." Allt of dónalegt. Hreint og beint klám. Allt svonalagað þarf að banna í snarhasti.

Sverrir Stormsker, 13.1.2009 kl. 12:02

22 Smámynd: LM

Snilld, góð lýsing á hóprunkinu.

Eina sem ég hef við að bæta er Ömmi sem vill helst láta rúlla yfir allt og alla á valtara svo það standi örugglega enginn upp úr hópnum ...

LM, 13.1.2009 kl. 14:17

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Var þetta samt ekki örugglega allt Dabba að kenna..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.1.2009 kl. 14:32

24 Smámynd: Sverrir Stormsker

LM, (helvíti myndastu vel), það eru sumir hér í bloggheimum alveg sárhneykslaðir yfir því að það skulu ekki mæta fleiri en ca hálf Laugardalshöll niðrá Austurvöll á hverjum laugardegi til að þegja. Þeir halda að himnarnir muni opnast með englasöng og lúðrablæstri og stjórnin hrökklast frá völdum ef að 10.000 manns munu mæta til að þegja og hlusta á rauðþrútnar ræður. Þetta er búið að ganga svona í 14 vikur

Ef það er eitthvað sem stjórnvöld vilja þá eru það nákvæmlega svona kettlingamótmæli. Geieieieieisp.

Helga, hvernig spyrðu? Að sjálfsögðu er þetta allt Dabba djöfli að kenna og engum öðrum. Ekki færu Baugsmiðlarnir að ljúga!!

Sverrir Stormsker, 13.1.2009 kl. 15:48

25 Smámynd: Þórarinn Sigurðsson

Þetta var viðurstyggilega fyndið. Jafnvel ósiðlega fyndið.

Þórarinn Sigurðsson, 13.1.2009 kl. 16:30

26 Smámynd: Frosti Heimisson

Svoooo rétt meistari Sverrir.  Hárrétt!  Með harðsperrur af hlátri yfir bláköldum raunveruleikanum.

Frosti Heimisson, 13.1.2009 kl. 17:22

27 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er tær snilld, takk fyrir skemmtunina stormsker.

Guðmundur Jónsson, 13.1.2009 kl. 17:35

28 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Spot on, silld þessi færsla hjá þér hahaha

Kreppa Alkadóttir., 13.1.2009 kl. 18:01

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ef þessi færsla er ekki tær snilld þá er tær snilld ekki til.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.1.2009 kl. 02:04

30 identicon

Sama snilldin og alltaf Sverrir, ég las pistilinn upp fyrir alla familíuna og mannskapurinn veinaði úr hlátri.

Annars er ekkert skrýtið að þeir skuli handvelja svona á mælendaskrá. Ætla þessir menn ekki í framboð sjálfir?

sandkassi (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 02:15

31 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þakka hugguleg komment gott fólk. Og þá er bara að drífa sig niðrá Austurvöll á laugardaginn og taka þátt í kosningaslag VG.  Það er hægt að fá fjöldaframleidd mótmælaskilti niðrá skrifstofu Vinstri grænna. Held hún sé á Suðurgötu. 

Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 08:15

32 Smámynd: Sverrir Stormsker

Erlingur. Ég hef aldrei orðið var við óbrenglaða FRJÁLSHYGGJU hér á Klakanum. Ég hef orðið var við nauðgun á frjálshyggju en ekki frjálshyggju einsog hún kemur af kúnni.

Sú "frjálshyggja" sem hér hefur verið iðkuð er miklu meira í ætt við kommúnisma en þá frjálshyggju sem ég hef stúderað. Í frjálshyggjubókum stendur að það sé skynsamlegt að einkavæða ríkisbanka en Það stendur hvergi að það eigi að gefa þá útvöldum og einkavinavæða þá og að stjórnmálamenn eigi að vera með klærnar á kafi í þeim. Það er bara séríslenskt rugl og á ekkert skylt við frjálshyggju.

Frjálshyggjan talar um frjálsa samkeppni en minnist ekki orði á það eigi að veita fyrirtæki einsog Decode 20 milljarða ríkisábyrgð einsog gert var hér. Það er kommúnismi. Svona mætti áfram telja.

Ef Steingrímur J. og aðrir slíkir kjósa að kalla allt þetta séríslenska rugl "nýfrjálshyggju" þá er það alveg guðvelkomið.

Stundum, þegar nonsensið hefur keyrt um þverbak,  þá hef ég látið hvarfla að mér að kannski væri ekki svo galið að sameina Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn.

Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 11:09

33 Smámynd: Sverrir Stormsker

Erlingur. Gleymdi einu: Þar sem ég hef stúderað íslenskt mál afar lengi og vann við það á tímabili að yfirfara málfarið á háskólaritgerðum, t.d. fyrir bókmenntafræðinga, hagfræðinga, viðskiptafræðinga, sagnfræðinga o.s.fr. þá vil ég endilega að þú rökstyðjir það nánar hversvegna þú myndir gefa mér lága einkunn fyrir þessa grein "sérstaklega ef íslenskusjónarmið eru tekin inní myndina." Væri gaman að heyra það, sérstaklega út frá "faglegu sjónarmiði."

Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 11:27

34 Smámynd: Sverrir Stormsker

Já já, ekki málið. Skil þig

Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 13:11

35 Smámynd: Jón Gerald Sullenberger

Takk fyrir frábæra grein í Mogganum í dag.  You made my day.

Kv Jón Gerald Sullenberger

Jón Gerald Sullenberger, 14.1.2009 kl. 13:56

36 Smámynd: Sverrir Stormsker

Takk fyrir síðast Jón. Gott að maður skuli geta glatt einhverja á þessum síðustu og allra bestu tímum. Viðtalið er komið inn á:  www.stormsker.net

Var einmitt að horfa á myndböndin sem þú gerðir um Leppalúðana og leynifélögin.

Fræðandi hrollvekja.

Sverrir Stormsker, 14.1.2009 kl. 14:32

37 Smámynd: Karl Birgir Þórðarson

AUMINGJA LITLU LÖMBIN,SUM ÞIKJA GOÐ TIL SLATRUNAR.

Karl Birgir Þórðarson, 14.1.2009 kl. 14:39

38 Smámynd: Ransu

Ef menn vilja leita afturábak að þá standa slagorðin FRELSI, JAFNRÉTTI, BRÆÐRALAG enn fyrir sínu.

Hugmyndin var og er:

ANDLEGT FRELSI

SAMFÉLAGSLEGT JAFNRÉTTI

EFNAHAGSLEGT BRÆÐRALAG

Í einhverri fljótfærni höfum við sleppt þessu ANDLEGA OG BRÆÐRALAGINU og tekið upp EFNAHAGSLEGT FRELSI.  Sitjum nú uppi með afleiðingarnar.

Auðvitað mótmælir fólk og vill fá menn undir fallöxina en getur lítið betra sagt en "Jáaa!" eða "Helvítis fokking fokk"

Ransu, 14.1.2009 kl. 14:55

39 Smámynd: Óðinn Þórisson

Frábært - eitthvað fyndnasta sem ég hef lesið í langan tíma - vg mótmælin tekin í gegn

Óðinn Þórisson, 14.1.2009 kl. 21:01

40 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Frábærlega rituð grein og skemmtileg Sverrir Stormsker

Katrín Linda Óskarsdóttir, 15.1.2009 kl. 01:07

41 identicon

Ég hló og hló og hló.  Frábær færsla!

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband