Æ æ, þarna skar eg aðeins of djúpt. Hausinn af! Gengur bara betur næst

Svona er dæmigerð þingmannsræða um þessar mundir:

 

islenskur_sofandi_thingmadur.jpg"Hæstvirtur forseti. Ég er aumingi og hálfviti og vinn við það að hafa vit fyrir þessari þjóð. Mér þykir ákaflega leitt ad hafa steinsofið á verðinum meðan bankahrunið átti sér stað. Sömuleiðis þykir mér miður að vera hálfviti. Ég geri mér ljóst að ég er ekki starfi mínu vaxinn en hver er það svosem í okkar frændaþjóffélagi þar sem klíka skiptir meira máli en geta, menntun og hæfileikar? Ég hefði mátt vera gagnrýninn í hugsun, en til þess að vera gagnrýninn i hugsun þá þarf maður að geta hugsað Eitthvað og það er ekki beint mín sterkasta hlið frekar en annarra þingmanna einsog frægt er orðið um gjörvalla heimsbyggðina. Þjóðin sjálf á við sama vanda að glíma og þessvegna kýs hún okkur aulana á þing. Aftur og aftur. Við alþingismenn erum þverskurður og spegilmynd þjóðarinnar. Við erum semsagt fífl. Við erum asnar og amatörar en við erum að reyna að gera okkar besta þó það komi náttúrulega ekkert útúr því nema rugl.

 

islenskur_thingmadur_i_vinnunni.jpgBankahrunið kom mér og öðrum þingmönnum alveg gjörsamlega í opna skjöldu þrátt fyrir allar kolsvörtu skýrslurnar og spárnar sem við vorum bókstaflega að drukkna í. Við vorum sjálfumglöð og værukær og gjörsamlega útá túni og veltum okkur uppúr bittlingunum og ferðadagpeningunum og spillingunni einsog svín og reyktum of mikið af sterku stöffi, og ég ætla að vona að þessir yndislegu tímar séu ekki liðnir. En þess ber þó að geta að fólkið í mínum flokki reykti ekki nánda nærri eins mikið og hyskið í hinum flokkunum og við tókum lítið sem ekkert oní okkur. Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað. Við öxlum ábyrgð með því að sitja áfram sem fastast.

 

Ég á minn þátt í þessu andavaraleysi sem við höfum gerst sek um undanfarna klukkutíma og jafnvel undanfarna áratugi. Það er bara eitt orð sem getur strikað út allt mitt rugl og það er: Sorry.  

islenskur_stjornmalamadur_med_augun_opin_fyrir_adalatridinu.jpgÉg hefði mátt vera vakandi og ég hefði mátt sleppa því að eyða tíma mínum og annarra þingmanna í tittlingaskít og bullshit einsog hvort öryrkjar og gamalmenni ættu rétt á að lifa af í þessu landi og hvort það væri réttlætanlegt að fólk gæti lifað af laununum einum saman o.s.fr. o.s.fr. Við hefðum mátt hugsa um það sem skipti máli og vera ekki með hausinn á bólakafi uppí rassgatinu á okkur. Við hefðum t.d. átt að taka nokkur ár í að ræða það alveg oní kjölinn hvort kornabörn ættu að klæðast bleikum fötum eða bláum á fæðingardeildum og hvort ekki mætti finna smekklegt kvenkyns orð yfir ráðherra o.s.fr. En gert er gert. Við erum nú einusinni Íslendingar og elskum aukaatriði og þrætur um nonsens.

 

7762_you-can-t-fix-stupid-posters.jpgMér þykir þykir þetta miður fyrir Sjálfan mig, ekki aðra, og ég hef beðist afsökunar á þessum fávitahætti mínum. Það getur enginn gert að því þótt hann sé hálfviti en það var fólkið í landinu sem kaus mig til að gegna þessu ábyrgðarlausa embætti. Sökin er þessvegna ekki bara mín heldur líka fólksins sem kaus mig, aumingjann. Það eru bara kálfar sem kjósa naut á þing.

 

En hvað um það. Ég segi einsog Saxi læknir þegar hann hafði óvart höggvið sjúkling sinn i herðar niður: "Afhverju horfa allir svona á mig? Manni getur nú mistekist."

 

idiots_at_work_805426.jpgVið þjóðina vil ég segja þetta: Ekki gleyma að kjósa mig og minn flokk aftur i næstu kosningum. Aftur og aftur og aftur og aftur. Það er engin hætta á að við getum klúðrað hlutunum meira en við höfum þegar gert. Við áttum okkar þátt í því að sökkva þjóðarskútunni til botns en nú getur leiðin bara legið uppá við. Við erum rétta fólkið í það björgunarverkefni. Hryðjuverkamaður sem sprengir byggingu í loft upp er akkúrat rétti maðurinn til að endurbyggja hana. Treystið okkur. Við kunnum þetta þó við séum víðáttuvitlausir hlandaular.

 

 

islenskur_framtidarpolitikus.jpgVið eigum ekki alltaf að vera að horfa í baksýnisspegilinn. Við eigum að horfa á allar fögru brunarústirnar sem eru framundan. Það eru mjög spennandi tímar framundan fyrir okkur þingmenn. Við eigum að kjósa flokka, ekki fólk, vegna þess að í skjóli flokkanna hljóta hálfvitar eins og ég brautargengi. Hugsið ykkur bara; ég væri að raða kerrum í Bónus ef ég hefði ekki gengið í minn flokk og sleikt rassgöt og sagt já og amen við öllu sem formaðurinn bullaði. Ég er nefnilega ekki snillingur heldur spillingur.

 

ekki_vanmeta_serislenska_heimsku_805430.jpgJæja. Við játum mistök okkar og öxlum ábyrgð með því að biðjast afsökunar. Sorry og málið dautt. Kæru kjósendur, ég treysti á yfirgripsmikla heimsku ykkar og ósjálfstæði. Hún hefur aldrei brugðist. Sjáumst í kjötklefanum."

 

 

islenskir_kjosendur_a_leid_i_slaturhusid.jpg


mbl.is Sekt og sakleysi á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Meeee

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.3.2009 kl. 14:58

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.3.2009 kl. 18:54

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 4.3.2009 kl. 18:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öllu gamni fylgir einhver alvara, eða allri alvöru fylgir eitthvað gaman. Sennilega er þessi grein meira í ætt við seinni kostinn af því að hún hittir naglann svo gersamlega á höfuðið varðandi alvarlegustu kreppuna nú. Þ.e. leiðtogakreppuna.  Sauðirnir eiga þó vonandi eftir að vitkast og sýna meiri undanvilling. Allavega vona ég það. Fólk hrópar á "meira" lýðræði og opnara lýðræði og beinna lýðræði eins og lýðræði sé eitthvað margskipt fyrirbrigði (oxymoronið fulltrúalýðræði þar með talið) Það heldur að einhverjir eigi að sjá um það fyrir þá og gera sér ekki grein fyrir að þeir eru lýðræðið. Fyrsta skref til lýðræðis er að hætta að bindast flokkum og gera þá að trúarkölti.  Hætta ða gefa þessum költum fyrirfram fylgi, sama hvað stefna þeirra er gegn hagsmunum þess. Hætta að láta flokksbindingu vera eins og erfðasjúkdóm, heldur segja sig úr flokkunum og leyfa þeim að vera í lausu lofti og keppa fyrir traustinu.

Svo þessi andskotans frasi um að axla ábyrgð. Nú er það bara í lagi að segja sorry og ætlast til að fá gömlu vinnuna aftur. Meira að segja sér maður að axlalaus fyrirbrigði eins og nafnorð og hugtök eru sögð eiga að axla ábyrgð. Einn talaði um að Stýrirvextirnir axli ábyrgð á atvinnuleysi og fjarmálastefna axli ábyrgð á hruninu, svo ekki sé minnst á að stofnanir per se eigi að axla ábyrgð. Ég er ekki að ýkja þetta. Lestu sum bloggin hérna. Á þetta lið kannski skilið það sem það kallar yfir sig? Er það ekki blóðugt að þessir froðuhausar skuli þurfa að draga hugsandi manneskjur með sér?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 19:55

5 Smámynd: Sverrir Stormsker

I skjoli flokks getur klepptaekur grasasni flogid inn a thing. Thad er alltaf ad gerast.

Hversu margir myndu kjosa Kolbrunu Halldorsdottur i beinni kosningu? Kannski 300 hardcore feministar. Paeldu i thvi, og hun er radherra!!!!!!

Lydraedi okkar Islendinga felst i thvi ad velja hvort vid viljum dusa i klefa numer 10 eda 11. Thad er ekkert raunverulegt val. Hvort viltu blasyru eda vitissoda kallinn minn?

Og svo er fagmennskan ENGIN. Ekki til. Vid hofum t.d. jardfraeding sem fjarmalaradherra, sjavarutvegsradherra og landbunadarradherra!!!!! Er madurinn snillingur? Hvad tekur hann ad ser naest? Ad styra geimflaug til tunglsins?

Svona er Island i dag og svona var Island i gaer og svona verdur Island um alla eilifd. Hid utopiska alfullkomna grasasnaland.

Klakinn er hlaegilegur i ollu tilliti, hvernig sem a hann er litid, enda er hlegid ad Islendingum ut um allan heim.

Sverrir Stormsker, 5.3.2009 kl. 06:48

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Klakinn er svalur. En ekki nógu svalur þegar þú ert í Tæbekistan. Ég kom í fyrradag - hvenær kemur þú, brósi minn Jarðálfur?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.3.2009 kl. 13:16

7 Smámynd: Heimir Tómasson

:-)

Heimir Tómasson, 5.3.2009 kl. 20:52

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Thegar eg segist vera talibani, einsog eg geri natturulega alltaf thegar eg er erlendis, tha er allavega ekki hlegid hastofum. Tha faer madur allavega sma respect og menn spyrja hvort their megi ekki bjoda manni eld i dynamit tuburnar sem madur hljoti ad vera med innan klaeda o.s.fr.

En ef madur slysast til ad segjast vera Islendingur tha er bara hlegid og sagt > "Ae greyid kallinn. Eg samhryggist. Ma ekki bjoda ther vatnsglas eda eitthvad? Thu hlytur ad vera alveg a sidasta snuningi. Herna eru 50 cent. Leggdu thetta inn i einhvern traustan banka, t.d. Icesave."

Sverrir Stormsker, 6.3.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband