8.6.2009 | 13:13
Tælenskar "sjálfsmorðs"aðferðir
Leikarinn Carradine fannst allsber þræddur uppá kjötkrók inní læstum kústaskáp með hendur bundnar fyrir aftan bak. Enn eitt sjálfsmorðið í Bangkok. Enn einn skápahomminn. Aðferðirnar sem einstaklingar nota til að útrýma sér í Tælandi eru afar áhugaverðar. Mjög algengt er að menn reyri plastpoka utanum hausinn á sér, reki svo búrhníf á bólakaf í bakið á sér, bindi síðan hendurnar á sér með lampasnúru rækilega fyrir aftan bak og skjóti sig svo í hnakkann með afsagaðri haglabyssu. Þegar þessum fyrsta hluta sjálfsmorðstilraunarinnar er lokið þá fyrst byrjar nú gamanið því þá henda þeir sér gjarnan framaf svölunum í fallegum boga. Helst fyrir vörubíl til að tryggja að þeir komist nú örugglega vel dauðir frá þessari fyrirhöfn. Lögreglunni dettur aldrei í hug að hugsanlega gæti verið um morð að ræða. Nei, þetta eru alltsaman gríðarlegir Húdíníar sem eru að sálga sér.
Vinsælasta "sjálfsmorðs"aðferð þeirra í Tælandi sem vilja yfirgefa táradalinn á sem sársaukaminnstan hátt er að grípa góða keðjusög, sem á nú að vera til á hverju siðmenntuðu heimili, og spæna henni af alefli í mjóhrygginn á sér og sarga svo sem leið liggur alveg uppað haus, svona svipað og kjötiðnaðarmenn gera þegar þeir eru að úrbeina kindaskrokk. Þegar þessu nauðsynjaverki er lokið þá dýfa þeir hausnum á sér ofaní brennisteinssýru til að hressa sig aðeins við og svo hífa þeir sig upp á eyrunum og slengja sér uppá kjötkrók þannig að krókurinn fari vel á kaf í hálsinn aftanverðan. Þarna hanga þeir svo í vinnunni í góðu yfirlæti þangað til gamanið er búið og þeir geispa golunni saddir lífdaga. Þegar lögreglan mætir á svæðið þá strýkur hún hökuna íbyggin og segir: "Hér er greinilega um sjálfsmorð að ræða. Engin spurning. Virkilega faglegt og líflegt sjálfsmorð."
Þeir sem vilja vera verulega grand á´ðí þegar þeir stúta sér í Tælandinu byrja venjulega á því að brjóta á sér hnéskeljarnar með baseballkylfu eða stálröri. Síðan stinga þeir hausnum á sér inní bakarofn við 170 gráðu hita í ca 20 mínútur eða þangað til hausinn er orðinn medium steiktur einsog á stjórnmálamanni. Þá rölta þeir inná baðherbergi og ná sér í rakvélablað og skera sig snyrtilega á háls eyrna á milli.
Þegar þeim rakstri er lokið þá troða þeir oft og tíðum tusku uppí skoltinn á sér og teipa vel og vandlega fyrir. (Ekki veit ég hversvegna. Varla er það vegna þess að það er líf í tuskunum). Síðan taka þeir til við þetta klassíska; að múlbinda lúkurnar á sér fyrir aftan bak, sem virðist alveg ómissandi hluti af sjálfsmorðsleiknum í Tælandi. Þegar því verki er lokið þá reka þeir kjötsax af alefli milli herðablaðanna á sér og hlaupa svo einsog þeir eigi lífið að leysa að stofuglugganum og fleygja sér í gegnum hann með miklum bravör. Þessi tælenska "sjálfsmorðs"aðferð klikkar ekki, nema ef menn búa í kjallara eða á jarðhæð. Svonalagað er reyndar stundum flokkað sem "andlát af slysförum" til að hugga aðstandendur.
Nokkur hundruð manns sálga sér árlega á ofangreindan hátt í Tælandi, þar á meðal túristar í ríkum mæli. Lögreglan kallar þetta að "falla fyrir eigin hendi," nú eða að "látast af slysförum" og finnst ekkert sjálfsagðara og hversdagslegra undir sólinni en múlbundinn sjálfsmorðingi með heykvísl í bakinu.
Því fleiri eldhúshnífa og gaffla og sveðjur og kjötsagir sem menn eru með í bakinu því meiri líkur telur lögreglan á að um sé að ræða dauða af eðlilegum orsökum, t.d. hjartaslagi. Allavega hjartastoppi. Það er því alveg augljóst að David Carradine dó eðlilegum dauðdaga. Eðlilegum tælenskum dauðdaga.
Fjölskylda Carradine í uppnámi vegna ljósmynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Löggæsla | Breytt 10.6.2009 kl. 00:51 | Facebook
Athugasemdir
Kræst, mar, ( þykjast vera 17 ), var það einu sinni!!!
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2009 kl. 13:38
Já liðugur hefur hann verið....að ná að binda sig fastann við slána og reima tippið í hnút......
Já týpískt sjálfsmorð a la Tæland!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:47
taíland..
Óskar Þorkelsson, 8.6.2009 kl. 17:41
Að troða tuskum uppí skoltinn á sér og teipa vel fyrir ætti, að skilda alla stjórnmálamenn til að gera. Ég veit að Geir Harði er sammála mér en fyrir tæpu ári síðan lýsti hann því yfir að viðskiftahallinn og gengið með meiru væri að lagast og þeir hefðu ekki gert neitt, sem bæri vott um að best væri að láta hlutina í friði. Allt var í keii.
Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 18:43
Mér finnst þetta með baseballkylfuna vera frekar Ýkt
Pétur Steinn Sigurðsson, 8.6.2009 kl. 22:55
Helga. Já Kræst mar (ég að þykjast vera 75 ára), var það einu sinni. Ekki tvisvar.
Ragnheiður. Það var ekkert miðað við það sem hann gerði við eistun á sér: Tróð þeim uppí sig og dró þau út um sitthvora nösina. Kattliðugt helvíti.
Óskar. Thailand á útlensku. Tæland á íslensku, - stormskersku.
Sverrir Stormsker, 8.6.2009 kl. 23:24
Hörður. Hef aldrei getað skilið Geir Hordela þó þetta sé eflaust hinn vænsti maður og ágætasti söngvari. Hef ekkert á móti honum persónulega frekar en nokkrum öðrum stjórnmálamanni, en mér finnst að forsætisráðherra eigi ekki að vera með þetta-reddast-einhvernveginn-ef-maður-gerir-ekkert hugsanaháttinn.
Sverrir Stormsker, 8.6.2009 kl. 23:31
Pétur Steinn. Þetta með baseballkylfuna og stálrörið er nefnilega eitt af því fáa í pistlinum sem er akkúrat ekkert ýkt. Í alvöru. Morðingjarnir byrja oft á þessum trakteringum áður en þeir kefla fórnarlambið og fleygja því framaf svölunum eða læsa það inní skáp. Og þetta er jú nokkuð algengt. Oft í fréttum í Tæ. Svo er þetta náttúrulega flokkað sem sjálfsmorð ef fórnarlambið er ekki því meiri hetja heimafyrir.
Sverrir Stormsker, 8.6.2009 kl. 23:41
Sverrir ég er kannski að reyna að segja það sama og þú. Var kannski að reyna að vera fyndinn. Við nánari umhugsun er ekkert fyndið við að hugsa ekki neitt. Reyni sjálfur eftir fremsta megn að REYNA að sjá hlutina fyrir, og koma í veg fyrir slys, en ef ég geri slys þá reyni ég að koma í veg fyrir frekari slys. Þetta er kannski mergurinn málsins, maðurinn kom fram í fjölmiðlum og sagði að best væri að gera ekki neitt. Hélt sjálfur að maðurinn væri vitskertur. Liggur eitthvað að baki þessu nýa nafni Hordela eða var þér bara fótaskortur á lyklaborðinu.
Hörður Valdimarsson, 9.6.2009 kl. 00:19
Já sjaldan verður Stormskerið orðlaust í góðum greinum :)
Er það ekki svona menn sem við þurfum í ríkisstjórnina, menn sem sjá fleiri hliðar á málunum ?
Þvílíkt hugmyndaflug
Riddarinn , 9.6.2009 kl. 08:08
Hörður. Nei, mér varð hvorki handa - né fótaskortur á lyklaborðinu þegar ég kallaði hann Geir Hordela. Geir Haarde vann soldið einsog Gay Hordeli, þ.e.a.s. þegar hann þorði að gera eitthvað.
Hann vissi aldrei hvort hann var að koma eða fara og var greinilega haldinn því sem fyrrverandi vinkona mín kallaði "ákvörðunartökuþrjóskuandstöðuröskun." Þetta er víst eitthvað úr geðlæknisfræðinni og er notað yfir gauð sem vita aldrei í hvorn fótinn þau eiga að stíga og þora ekki að draga andann af ótta við að svelgjast á og kafna.
Riddarinn. Ríkisstjórnin sem er núna er svo hugmyndasnauð að hún myndi deyja úr hungri í matvöruverslun.
Sverrir Stormsker, 9.6.2009 kl. 12:29
Þessu allsendis óskylt...ekki ertu til í það kæri Sverrir að taka að þér að stýra mótmælunum á Austurvelli...kemur í ljós að hægri menn er allsendis vonlausir mótmælendur og þeir þurfa einhvern sem segir þeim til.
Hörður Torfa er upptekinn...Guð má vita við hvað, enda myndi hann aldrei mótmæla gegn sínu ástkæra vinstra fólki.
Þú fengir þarna þína réttborna stöðu uppreisnarforingja...sorry betra að skrifa það með stóru UPPREISNARFORINGJA !
Haraldur Baldursson, 9.6.2009 kl. 16:22
Haraldur. Nei, enganveginn þakka þér fyrir. Ég mun hvorki stýra né afstýra nokkrum mótmælum á Klakanum. Hörður Torfa og félagar eru nú þegar búnir að bjarga þjóðinni frá glötun með því að fá Vinstri græningja og félaga yfir okkur og til þess var nú pottlokabyltingin gerð.
Hreinskilni, sannsögli, gegnsæi og heiðarleiki er í öndvegi í dag, sem sjá má. Þjóðinni er borgið. Draumur Harðar og annarra byltingarmanna hefur ræst.
Ef sama fólkið er að mótmæla í dag sem mótmælti fyrir nokkrum mánuðum þá hlýtur það aðallega að vera að mótmæla eigin trúgirni og einfeldni. Og því trúi ég náttúrulega allsekki!!Sverrir Stormsker, 9.6.2009 kl. 21:56
Sverrir, ég vissi full vel að ekkert myndi draga þig í þennan leik
Þjóðin er í fasa sjálfsofnæmis og án tilheyrandi lyfja, eða lyfin eru orðin ef dýr sökum nýhækkaðra skatta á áfengi og tóbak. Samt vona ég að örlögin bjóði upp á mildari dauðdaga en Taílensku-sjálfsmorðin.
Haraldur Baldursson, 10.6.2009 kl. 00:58
Þetta var "skemmtileg" grein. Já, hmm, jú ég hafði gaman að henni (þótt umfjöllunarefnið sé.....)
Mikið líkar mér vel hvað þú skrifar rétta og fallega íslensku. Nei, þetta er hvorki háð né spott. Þú gætir (getur) skrifað um ruslaraefni á fallegu máli, rétt eins og sumir sem fjalla um "virðuleg" efni geta breyta þeim í óhroða með ömurlegu málfari og -notkun.
Ævinlega takk, fyrir að senda færslu sem er ekki um það sama og hátt í 100% bloggara skrifa; kreppu, Ísleif, Evu, Adam, vömb, kepp, laka, vinstur, hægra, komma, punkta og punkteringar. Komist hefur nefnilega upp að hér á landi eru a.m.k. 200.000 hagfræðingar sem þá að sjálfsögðu vita um allt sem gerist, gerist ekki, á að gera, á ekki að gera og hvað allir séu miklir nefapar og fæðingarhálfvitar.
Takk fyrir það
YLHÝRA
Eygló, 11.6.2009 kl. 01:52
Haraldur. Líklega rétt hjá þér að þjóðin sé í fasa sjálfsofnæmis. Fyrir hrun þá sá ég aldrei þann ræstitækni eða sjoppuafgreiðara að hann væri ekki akandi um á 10 milljón króna, 10 metra háum körfulánajeppa. Frumstæðir villimenn tryllast þegar þeir sjá sjálfa sig í spegli.
En þetta er ansi þungur skellur. Stærsta gjaldþrot heimsins óviðkomandi stríði. Við kunnum þetta Íslendingar.
Vona einsog þú að örlögin bjóði uppá mildara andlát en tælensku "sjálfsmorðin." Annars ku víst vera betra að vera snögghengdur en hægkyrktur. Þegar Krissi var negldur uppá kross þá tók það fljótt af. Við þurfum hinsvegar að burðast með þennan þunga kross næstu áratugina.
Sverrir Stormsker, 11.6.2009 kl. 10:47
Maíja. Þakka þér fyrir það. Já, það eru umþaðbil 200 þúsund hagfræðingar á Íslandi sem vita alveg uppá hár hvað eigi að gera til að koma þjóðarskútunni frá hafsbotni og uppá yfirborðið.
Verst að þeir skulu ekki hafa komið fram fyrr. Fyrir hrun mátti telja þá hagfræðinga á fingrum annarrar handar sem vissu að við værum á leiðinni í hyldýpið og vöruðu við því.
Ég er því miður ekki einn af þessum 200 þúsund hagfræðiprófessorum sem við eigum í dag. Það eina sem ég veit er að ég treysti ekki Íslendingum til að leysa málin skynsamlega og treysti þeim allsekki til að stjórna rannsókninni á hruninu og útrásardelunum og ennþá síður til að dæma í þeim málum.
Þjóffélagið er það gerspillt og maðkétið og samansúrrað af frændum og frænkum að við verðum að fá óvilhalla útlendinga að borðinu.
Við hljótum nú að geta verið sammála um að við Íslendingar séum nefapar og fæðingarhálfvitarSverrir Stormsker, 11.6.2009 kl. 11:25
algerlega sammála síðustu athugasemd þinni Sverrir
Óskar Þorkelsson, 11.6.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.