Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Litli grísinn

 

Davíð hittir í markÍ bókinni Stormskerið eftir Björgvin G. Sigurðsson fyrrv. bankaránsmálaráðherra lýsir hann því þegar Davíð Oddsson, þá seðlabankastjóri, kom askvaðandi á fund ríkisstjórnarinnar í aðdraganda bankahrunsins og tilkynnti að þetta land okkar á norðurhjara veraldar væri farið norður og niður, - semsé ennþá norðar og neðar og gjörsamlega veg allrar veraldar. Grípum niður í skruddunni:

"Nú hafa útrásarvíkingarnir skuldsett landið þannig að landráðum líkist, sagði Davíð og gaf Ólafi Ragnari Grímssyni vænt olnbogaskot í leiðinni - uppklappaðir af forsetanum og fleiri fínum mönnum, bætti hann við. Skerum á landfestar og skuldirnar við útlönd, sagði hann. Skiljum víkingana og þeirra brask eftir. Þá losnar þjóðin við erlendu skuldirnar og við getum haldið áfram betur sett en nokkru sinni fyrr."

Að þessari tölu lokinni barði hann í ríkisstjórnarborðið af svo miklu afli að borðbúnaðurinn tókst á loft og kaffið skvettist í frosin andlit fundargesta. Því næst reif hann í krullurnar á sér og öskraði einsog ljón: "Og reyniði svo að láta hendur standa fram úr ermum helvítis amlóðarnir ykkar! Djöfulsins dusilmenni og leppalúðar sem þið getið verið! Hálfvitar! Láttu græða eistu í punginn á þér þú þarna Geir gunga eða Gay gauð eða hvað þú nú heitir örlagaræfillinn þinn! Þú titrar einsog lauf í vindi! Þú ert meiri kellingartuska en Imba Solla erkiapi! Og vakna þú þarna Jóhanna ráðherfa, you bloody motherfucker! Rífið ykkur upp á rassgatinu andskotans prumphænsnin ykkar og látið verkin tala!"

Svona á náttúrulega að taka á þessu. Í alvöru. Af festu, ákveðni og röggsemi. Ef Dabbi Don hefði verið við stjórnvöldinn á þessum tíma þá hengju útrásarhlandaularnir núna roðflettir á skreiðarhjalli og allar þeirra eigur væru djúpfrystar.

SteingleyminnSteingrímur J. raðlygari sagði í kosningabaráttunni að kæmist hann til valda þá yrði hans fyrsta verk að hafa hendur í hári bankaræningjanna og láta kyrrsetja eigur þeirra, en auðvitað var það ómarktækt vinsældahjal einsog hans var von og vísa. Eftir kosningar sneri hann öllu á haus: Almenningi var látið blæða út og ríkisstjórnin hélt hlífiskildi yfir útrásardólgum og öðrum kúluvömbum bankanna, enda ófáir stjórnmálamenn innvinklaðir í dýpsta sorann. Skylt er skeggið hökkunni. Og staðan er eins í dag.

Núna fyrst, tveimur árum eftir hrun, er gerð húsleit hjá meintum bankaræningjum, sem er líklega heimsmet í vitleysu á sviði stórglæparannsókna. Allir eru yfirheyrðir í fyrirtækjum þeirra, hver einasti starfsmaður; alveg frá pappírstætarameisturum uppí skúringakellingar, - allir nema hinir "grunuðu." Það borgar sig ekki að vera að ónáða þá. Þeir gætu orðið tens og misst legvatnið. Sérstakur saksóknari gæti að auki þurft að blæða á þá fari með limmósínu eins og hann þurfti að gera með Sigurð Einarsson.

SkitnirHvað ætti Sérstakur saksóknari svosem að finna í skúffum hinna grunuðu bankaræningja heilum tveimur árum eftir glæpinn annað en klámblöð, afrifna miða á Bubbatónleika og svo kannski notaða smokka undir rúmi eftir veislur með útrásarmellum og öðrum stjórnmálamönnum? Ef einhver markverð tölvugögn finnast þá er það kraftaverk. Hvaða almennilegi innanbúðarbankaræningi lætur ekki endurnýja tölvuflota sinn eftir vel heppnað heimsklassa rán?

 

Læt hér fljóta með texta við lag af nýju plötunni minni "Látum verkinN tala," sem kemur út næsta mánudag. Lagið, sem heitir Litli grísinn, má finna í tónlistarspilaranum hér til vinstri á síðunni. Kalli Bjarni syngur og ég er á öllum hljóðfærum einsog venjulega:

 

ÚtrásarvíkingurLITLI GRÍSINN

(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

 

Þegar ég var ungur var ég ólýsanlegt frat,

átti´ei nærbuxur til skiptanna,

raðaði í Bónushillur dósadrullumat

og dreymdi um að vinna á lyftara.

 

En veldið jókst og pyngjan óx er Kaupþing kynntist mér,

með komu þeirra breyttist mín tilvera.

Áður en ég vissi var ég orðinn billjóner

sem alsæll skuldaði 1000 milljarða.

 

Sagan hún flaug, ég setti´upp geislaBaug,

sá var sko þyngri´en blý.

Hringurinn minn, hann horfinn er um sinn,

- hann mun samt birtast á ný.

 

Ég lán tók fyrir öllu, já ég þurrjós mína þjóð,

það er ljóst að ég var "lánsamur."

Mínum löngu Baugfingrum ég tróð í sérhvern sjóð

því að sama skapi var ég ránsamur.

 

Ég keypti félög, mergsaug þau, ég átti bara allt,

allt er hægt að fá með pyngjunni.

Skjótt ég komst að raun um það að fólk er líka falt,

fyrir slikk ég keypti þingmenni.

 

Ég lánalínur tók í nefið, gerðist Glitnisblók,

lét greipar sópa´um allt uns Klakinn sökk.

Þá fór ég úr hreinu kóki yfir í dollu-diat kók,

en duldi´á vísum stöðum seðlamökk.

 

Að strjúka lubba´um höfuð frjálst það núna erfitt er,

að eiga falda sjóði er mikil raun.

GeislaBaugurinn herðist mjög að höfðinu á mér,

en hvað með það? Ég kaupi Litla Hraun.

 

Sjá hér er ÉG, Íslendingurinn,

útrásin guðdómleg.

Þjófur er hver? Hann þrengist hringurinn.

Það er ljóst að ekki´er það ég.

 

Ég mun um síðir í vasa mína flytja fjársjóðinn,

fúlgur eru enn til skiptanna,

svo eflaust mun að lokum rætast æskudraumur minn

sem er að fara að vinna á lyftara.

 

 


mbl.is Ekki boðaður til yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 kg af fiskislori sturtað niður við heimili Steingríms J.

 

Stormsker og Helga Guðrún á Austurvelli (04.10.2010)Í stóru mótmælunum í fyrrakvöld hitti ég gamlan félaga sem sagði mér að nokkrir kunningjar sínir hefðu um helgina fleygt 100 kílóum af dragúldnu fiskislori við útidyr heimilis Steingríms J. Sigfússonar. Þarna er hugsanlega komin skýringin á því hversvegna Steingrímur lét þessi ógleymanlegu orð falla í fyrradag: "Látum heimili fólks í friði." Þetta verður að teljast setning ársins. Hann var að sjálfsögðu ekki að tala um heimili alþýðufólks sem ríkisstjórnin er að vinna baki brotnu við að splundra með dyggri aðstoð bankanna og AGS, heldur friðhelg heimili stjórnmála-elítunnar. "Háttvirtir" stjórnmálamenn verða nefnilega að fá frið inná sínum heimilum við að rústa heimilum alþýðunnar.   

 

lygararÞað væri gaman ef einhver fréttamaður myndi spyrja hann aðeins út í fiskislorið, t.d. hvort það hafi lyktað verr en ríkisstjórnin, og hvort hann ætli að færa það Mæðrastyrksnefnd að gjöf. Allavega er það frétt í sjálfu sér ef ástkær alþýðuleiðtogi einsog Steingrímur fær svona "gott" í skóinn löngu fyrir jól. Tek það fram að heimildirnar sem ég hef þetta eftir eru mun áreiðanlegri en allt sem hefur gengið fram af munni Steingríms frá hruni.

Þeir sem hafa gaman af hringlandahætti, ósamkvæmni, viðsnúningi, óheiðarleika, lygaáráttu, tækifærismennsku og valdafíkn, ættu endilega að skoða þetta óborganlega myndbrot með Steingrími J.


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannaráðningar Besta og Samfó á "faglegum forsendum"

Í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar stendur: “Öll störf hjá Reykjavíkurborg verði auglýst og ráðningar ákveðnar á faglegum forsendum.

Handrukkari lánafyrirtækisÁ þessum faglegu forsendum ákveður Besti og Samfó að ráða handrukkara hjá ræningjabælinu Lýsingu í fullt starf sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur með um milljón á mánuði. Þegar þessi ráðning var ákveðin þá var náttúrulega horft til þess að maðurinn setti Viðskiptablaðið á hausinn með glæsibrag og tók svo til starfa sem yfirokrari og innheimtuböðull hjá Lýsingu en það fyrirtæki sérhæfir sig í að veita glæpsamleg gengistryggð okurlán og stela bílum fólks í skjóli nætur. Þeir hafa gengið svo hart fram í innheimtum á okurlánum að fólk hefur flúið undan þeim í gröfina.  

Besti og Samfó segjast ráða í störf Reykjavíkurborgar á “faglegum forsendum” og það þýðir að þeir telji að maður með þennan feril og einbeitta brotavilja sé akkúrat rétti maðurinn sem stjórnarformaður aðal fyrirtækis Reykjavíkurborgar. Hverjar eru þessar "faglegu forsendur?"

Jón Gnarr segir á Feisinu að hann efist stanslaust um eigin dómgreind. Það myndi ég líka gera ef ég myndi byrja minn “öðruvísi” borgarstjóraferil á hefðbundinni stórlaxaveiði og pólitískum mannaráðningum í þessum dúr. Ef þetta á að vera einn liðurinn í því að gera Reykjavík rosalega skemmtilega þá er það mjög leiðinlegur misskilningur.

Okrari

Jón segist þurfa að sturta í sig panódíl til að höndla borgarráðsfundi. Kjósendur hans og aðrir borgarbúar munu líklega einnig þurfa fara að dæla í sig hausverkjapillum til að þola það sem kemur út úr þessum borgarráðsfundum.ef það á að vera eitthvað í líkingu við þetta bullshit.

Mér fannst sjálfsagt af fólki að gefa Besta flokknum tækifæri til að spreyta sig en þeir hafa kolfallið á fyrsta prófinu með mínus 4,9. Einföld staðreynd. Besti og Samfó ættu að fá ráðningu fyrir að standa að þessari ráðningu. Þeir skulda borgarbúum skýringu á því hversvegna þeir vilja ólmir ráða og verðlauna fyrrv. yfirlögfræðing og yfirlögbrjót Lýsingar sem tók þátt í því að svipta fólk aleigunni með glæpsamlegum hætti. Ekki þýðir að láta nýráðinn handrukkarann rukka inn þá skýringaskuld. Svo mikið er víst. Það þurfa borgarbúar sjálfir að gera, en þeir eru líklegast stjarfir af hrifningu.


mbl.is Ný stjórn tekin við OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafleg hátíðarræða Jóhönnu Sig.

 

Ég hef komist yfir upphaflegu 17da júní-hátíðarræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, einsog hún skrifaði hana, áður en aðstoðarmenn hennar kyngreindu hana og krukkuðu í hana og færðu til verri vegar. Hér er hún:

Jóka að mjálma á Austurvelli 17.júní 2010Góðir Íslendingar, fjær og þeir sem eftir eru. Sá sem ekki þekkir fortíðina getur ekki skilið sína samtíð og hvað þá skapað bjarta framtíð. Í því sambandi vil ég leyfa mér að vitna í skáldið Jónas Hallgrímsson frá Litla-Hrauni í Skandal: "Hæ hó jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn 17. júní."

Við, sem erum hér saman komin á Austurvelli fyrir framan styttuna af Jóni Ásgeiri Sigurðarsyni forseta frá Högum í Syðri Fésýslu, hugsum til hans með söknuði og virðingu. Ég er mjög stolt af því að hafa kynnst honum persónulega. Á næsta ári munum við minnast þess að 600 ár eru liðin frá fæðingu þessa merka rithöfundar og brautryðjanda. Maður þarf ekki að blaða lengi í æviverki hans, Nonnabókunum frægu, til að sjá að þar fór einlægur Evrópusinni. Það er honum að þakka að Brussel verður höfuðborg Reykjavíkur innan skamms. 

 

Árangur stjórnarinnar lyginni líkastur - Enda lygi.

GegnsæiðGóðir hálsar. Samleikurinn mun gera yður frjálsa. Við í ríkisstjórninni vinnum saman sem einn köttur. (H)efndir fylgja orðum okkar. Við höfum svo sannarlega látið hendur standa fram úr skálmum. Gríðarlega mikið hefur áunnist frá því hreina vinstri helferðarstjórnin komst á laggirnar í kjölfar búsarabyltingarinnar: Atvinnuleysi þekkist ekki, eða allavega þekki ég það ekki. Hjól atvinnulífsins eru farin að snúast á fullu - í sama farinu í leðjunni.

Seðlabankastjóri er á góðum launum, þó þau mættu vera hærri. Það má fixa það einhvernveginn. Gegnsæið er orðið algert. Það getið þið sannfærst um með því að horfa inn í eyrun á mér. Sést í gegn. Allt er uppá borðum, sérstaklega möppurnar sem merktar eru Top Secret. Þær eru allar uppá borðum okkar Steingríms J.

Skattpíningarstefna okkar hefur gefist vel í kreppunni og mun gefast enn betur þegar fleiri hafa flúið land. Því færra fólk, því meiri hagsæld. Þegar fólk á ekki lengur til hnífs og skeiðar þá er skynsamlegast að taka af því hnífapörin. Þjóðarskútan marar ekki lengur í hálfu kafi. Ríkisstjórnin hefur sökkt henni til botns, sem þýðir að nú höfum við loksins fast land undir fótum. Mjög gott mál.

 

Bankarnir - Af hávöxtunum skuluð þér þekkja þá

íslenskur þrællGóðir landsmenn og konur. Bankarnir standa traustum fótum - ofan á alþýðunni. Skuldir stóreignamanna hafa verið afskrifaðar og þeim verið afhent fyrirtæki sín hvítþvegin og flott svo þeir geti byrjað að nýju að bæta hag almennings. Bónus - ekkert bruðl.

Einungis um 20.000 óreiðufjölskyldur verða bornar út úr húsum sínum og út á götu þegar nær dregur fæðingardegi frelsarans, sem er 24. október. Só? Þetta er seinni tíma vandamál, sem er ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að leysa heldur sveitarstjórnanna, aðallega Reykjavíkurborgar. Þetta óreiðufólk mun segja sig til sveitar og fá sínar bæjarblokkir í einhverju gettói. Reykjavíkurborg er skjaldborgin sem ég lofaði ykkur. Við í ríkisstjórninni stöndum traustan vörð um velferðina í þessu óþol-landi.

Það verður aldrei sagt að ég hafi dregið hendurnar í mínu fórnfúsa starfi - í þágu Breta og Hollendinga. Ég og Steingrímur J. höfum grenjað linnulaust í þessum gæum fyrir hönd þjóðarinnar að fá að borga Icesave-skuldir Björgólfs Thors og við munum hafa sigur að endingu. Og inn í ESB skulum við fara, lifandi eða dauð. Mér og Steingrími í Kattholti skal takast að smala öllum köttum landsins inn í himnaríkið. Við Steingrímur erum einsog eineggja síamskettir í þessu máli.  

 

Nektarlaust Ísland árið 2011

Þú ert bannaðurÞað sem hæst ber þegar litið er yfir afrek ráðríkisstjórnar minnar er óneitanlega sú staðreynd að okkur tókst að banna unglingum innan 40 ára að stunda ljósabekki. Fólk sem vill fá súkkuðlaðilit á að baða sig uppúr brúnkukremi einsog félagsmálaráðherra. Okkur tókst einnig að banna nekt á nektarstöðum. Þetta eru þau tvö mál sem okkur þótti brýnast að einbeita okkur að í kreppunni. Nú skulu allir vera kappklæddir inn á nektarstöðunum og líka í ljósabekkjunum.

Við erum um þessar mundir að íhuga hvað við getum bannað næst. Ríkisstjórnin veit hvað sjálfráða fólki er fyrir bestu.  Ég hef t.d. lagt fram frumvarp í samráði við femínistana í VG sem kveður á um blátt bann við því að fólk, 25 ára og eldra, sofi nakið. Því beri að sofa í náttfötum. Ríkisnáttfötum. Karlar skulu jafnframt sofa með bindi og konurnar með dömubindi. Helst vera í 20 bindum einsog ritsafn Davíðs Stefánssonar frá Skírisskógi.

Étiði skítGóðir Íslendingar og annað sláturfé. Ég, sem forsætisráðherfa, vil að endingu gera orð Jóns Ásgeirs Sigurðarsonar frelsishetju að mínum: "Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég á fyrir diet kók." Ef við náum að temja okkur nægjusemi Jóns Ásgeirs Sigurðarsonar frá Högum í Syðri Fésýslu, þá munum við farast vel. Landið er gjöfult og gott og enginn þarf að svelta. Sá sem á ekkert til í ísskápnum getur alltaf étið það sem úti frýs. Hvað sagði ekki Jésús frá Nagasaki: "Ekki hugsa um mat og drykk því að eftir þessu sækjast heiðingjarnir. Sælir eru hungraðir því að þeir munu sveltir verða. Sælir eru fátækir því að þeir munu gjaldþrota verða."

Ég óska ykkur öllum til hamingju með daginn og ríkisstjórnina. Ekki láta deigið síga. Skál í botn! Lifi fjórflokkurinn! Húrra! Húrra! Húrra! Húrra niður brekkuna til helsældar!

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í morgun) 


Fjórflokkurinn bjó til Besta flokkinn

 

sofandi nautSlagorð Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum er: Vekjum Reykjavík! Broslegt að flokkur sem svaf á verðinum í aðdraganda hrunsins skuli velja sér þetta slagorð. Samfó er stærsta svefnherbergi landsins. Þeir mættu nú alveg byrja á því að rumska sjálfir. Svo eru þeir með svæfingalækni í forsvari. Sá gæi er svo fær í sínu fagi að hann gæti talað naut í svefn og jafnvel svæft það svefninum langa. Þetta eru svefnpillurnar sem ætla að "vekja Reykjavík." Einmitt. Þeir tala einsog flokkur þeirra sé ekki í ríkisstjórn. Þetta lið er ennþá allt steinsofandi á sínu vinstra græna eyra. Þeir skilja ekki að Reykjavík er vöknuð. Hroturnar í Fjórflokknum hafa vakið okkur. Stór hluti borgarbúa hefur opnað augun og er búinn að fá uppí kok af svefndrukknum Fjórflokknum og öllum hans innantómu svæfandi froðufrösum og er tilbúinn að sýna það í verki í dag. Þeir sem þurfa virkilega að vakna og rífa sig upp á rassgatinu eru atvinnustjórnmálamennirnir.

 

Glens er ekkert grín

Íslenskt dýralíf.Þegar ég heyrði fyrst um framboð Jóns Gnarrs og hans ísbjarnarblús hugsaði ég: "Enn ein þvælan. Ekki meiri dellu takkfyrir. Ætlar þetta rugl í Íslendingum engan endi að taka? Það ætti að læsa alla þjóðina inní búri í húsdýragarðinum með hinum svínunum."

En svo fór ég að skoða dæmið galopnum huga. Á heimasíðu Besta flokksins er að finna fjölmargt skynsamlegt og skemmtilegt, einsog t.d. hugmynd Hrafns Gunnlaugssonar um að flytja húsin í Árbæjarsafni í Hljómskólagarðinn og lífga hann við, gera listir að grunnþætti í skólastarfi, o.s.fr., og svo er alvaran krydduð með dágóðu spaugi, t.d. skotum á femínistajafnrétti: "Við erum eini flokkurinn á Íslandi sem er með þá kröfu að næsti forseti Íslands verði einhver þroskaheft kelling."

Margt gott fólk er á lista Besta flokksins, t.d. Einar Örn Benediktsson og ég veit að þar fer ljónklár og hugmyndaríkur framkvæmdamaður, þó hann sé tónlistarmaður. Enginn þarf að efast um að þetta fólk muni ekki gera sitt besta til að koma mynd á borgarómyndina. Eitt er víst að ljótari og leiðinlegri getur hún varla orðið. Ég vil mun frekar sjá spaugsamar ráðdeildarsamar húsmæður og húskarla í borgarstjórn með brjóstvitið í lagi en háalvarlega bannaglaða félagsvísindamenntaða talíbana og hélaðar skýrslukynjagreinandi femínistabullur. Og hver segir að greindur skapandi grínisti þurfi endilega að verða verri borgarstjóri en t.d. svæfingalæknir eða geimréttarhagfræðingur?

 

Fjórflokkurinn er kominn til að fara

deaf_blind_dumbFólk er búið að horfa uppá VG og Samfó í landsmálunum svíkja kosningaloforðin á færibandi og klúðra öllu sem hægt er að klúðra eftir hrun með fádæma klunnaskap, óheiðarleika, heimsku, vanhæfni og landráðatilburðum og fólk er búið að horfa uppá bakhnífasirkus og óheilindi Fjórflokksins í borginni og er skiljanlega búið að fá æluna út um báðar nasir. Hroki atvinnupólitíkusanna bætir ekki úr skák: "Við erum ábyrgir fagmenn. Látið okkur alvöru  proffana um að losa ykkur úr ógöngunum sem við komum ykkur í."

Fjórflokkurinn er í fílabeinsturni og hlustar ekki á fólk. Hann er blindur og heyrnarlaus. Fjölfatlaður. Neitar að breyta vinnubrögðum sínum og reita arfann í eiginn garði. Hann vinnur á móti fólkinu og hefur gert sig að óvini þess númer 1. Þessvegna varð Besti flokkurinn til. Besti flokkurinn er í raun alfarið í boði Fjórflokksins. Þetta er faktískt eini valkostur þeirra sem vilja gefa Fjórflokknum langt frí og ennþá lengra nef. Fólk kýs tvíhöfðagæa til að snýta fjórhöfða.

 

Lifi leiðindin!

formadurinnEf alvarlega þenkjandi fólk gæti reynt að gleyma því eitt augnablik að Jón Gnarr hafi húmor, sem virðist stórhættulegt að hafa í dag, og myndi lesa aðgerðaráætlun Besta flokksins fordómalaust, þá sæi það bestu og skemmtilegustu stefnuskrána sem boðið er uppá fyrir þessar kosningar. Þó að stefnuskrár stjórnmálaflokka séu þau plögg í þessum heimi sem minnst er farið eftir þá gefa þær engu að síður vísbendingu um það hvernig landið liggur í viðkomandi flokki og á hvaða nótum hann hugsar.

Jón Gnarr er frumlegur og frjór og vonandi kjarkaður og kann að hugsa út fyrir pappakassann, og því fyrirtaks borgarstjóraefni í alla staði, þrátt fyrir að hafa þann hræðilega galla að vera fyndinn. Georg Bjarnfreðarson er nú orðinn George Best. Það er alveg ástæðulaust fyrir fólk að vera hrætt við nýtt blóð og nýja vendi í borgarstjórn. Fjórflokkurinn þarf ráðningu. Nýir vendir sópa ekki bara best. Þeir flengja líka best.

 

 (Þessi grein birtist í Morgunblaðinu í morgun)


Femínistinn

femmur.jpgFemínistar hafa barist fyrir mörgu merkilegu á undanförnum árum. T.d. hafa þeir (þær) viljað finna kvenkynsorð yfir ráðherra. Ég græjaði málið í snarhasti fyrir þá (þær) og kom með orðið “ráðherfa.” Það orð sló strax í gegn og nú kallast allir kvenkyns ráðherrar “ráðherfur” og allir geta tekið gleði sína á ný.

 

Smáralindarbæklingurinn frægi fór mikið fyrir bæði brjóstin á femínistum því þar sást ung stúlka beygja sig eftir dóti. Málið var sett í nefnd og komist að þeirri niðurstöðu að það væri klámfengið og glæpsamlegt að ungar stúlkur væru að beygja sig eftir dóti í auglýsingabæklingum.

 

 

feminism3_940218.jpgÁ femínistasíðunni smugan.is hafa femínistar verið að telja typpin á RÚV. Þar verði að koma á  kynjakvóta sem og í öðrum fyrirtækjum. Fyrirsögnin er mjög greindarleg: “Hæst bylur í eintómum typpum.

Á sömu síðu er barist fyrir því að á Grundarfirði verði ekki talað um “gulir, rauðir, grænir og bláir,” heldur verði þetta haft í kvenkyni: “Gular, rauðar, grænar og bláar.” Þau eru stór og merkileg málin sem femínistar eru að berjast fyrir.

 

 

 

 

Biblíuna sjálfa er búið að femínisera. Þegar Kristur segir: “Bræður,” þá ber honum að segja: “Bræður og systur,” jafnvel þótt engar kellingar hafi verið á staðnum. Engu að síður er kristið fólk ekki velkomið í raðir femínista eftir því sem trúaður maður segir mér og má það undrun sæta.

 

blondewishingwell.jpgStrax eftir hrunið fannst femínistum mikilvægast að berjast fyrir því að hvítvoðungar klæddust fötum í kynlausum litum á fæðingardeildum því það gæti haft alveg gríðarleg áhrif á launakjör þeirra í framtíðinni. Einmitt. Greindarlegt alltsaman. Listinn er óendanlegur.

 

Á nýju plötu Serðis Monsters “Tekið stærst uppí sig” er lag eftir mig sem kallast Femínistinn. Lagið má finna í tónlistarspilaranum hér til vinstri á síðunni. Hér er textinn:

 

 

 

Femínistinn

 

th_feminism_1_940229.jpgÉg er forljótur femínisti,

er fylgjandi Stalín og Kristi.

Ég er kvenrembukommúnisti

og kynjakvóta ég styð.

Ég er ófullnægð, bæld og bitur,

bráðum ég kafna úr fitu.

Ég varla get talist vitur,

en það venst einsog útlitið.

 

Ég láta vil loka stöðum

með léttklæddum stelpum gröðum.

feminism-demotivational-poster.jpgÉg hlynnt er höftum og kvöðum

og hindrunum út í eitt.

Ég kála vil karlrembunöðrum

sem káfa á viljugum blöðrum.

Ég vil hafa vit fyrir öðrum

þó viti ég sjálf ekki neitt.

 

Ég er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Helvítis rassinn á mér

hann þarf sér

póstnúmer.

 

Það hyski´ætti´að hengja og brenna

sem hlutgerir líkama kvenna.

feminism5.jpgEkki skal gantast og glenna

neitt grínklám í feisið á mér.

Mér líður svo ill´yfir öllum

ánægðum drulluböllum.

Ég vil´ekki vita af köllum

vera að skemmta sér.

 

Ég er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Fer kannski´að fíla djók

fái ég fílalók.

 

Ég banna vil klám og bölvun,

ég banna vil kynlífsölvun,

ég banna vil blowjob í tölvum,

ég banna vil ljóskugrín.

Ég banna vil frjálslyndi´og frelsi,

ég fagna hér hverskonar helsi.

normal_feminism.jpgÞeim grýta´á í rammgirt fangelsi

sem grínast með kvenrembusvín.

 

Ég er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Fer kannski´að flissa dátt

fái ég góðan drátt. 

 

Ef að ég gæti þá myndi

ég afnema mannréttindi.

Vil eingöngu kvenréttindi,

allsekkert karllægt shit.

Ég´er hluti´af þeim gaggandi hænum

sem hýrast í Vinstri grænum.

Í guðanna guðanna bænum

gefðu mér atkvæði þitt.

 

femolution_940233.jpgÉg er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Flýg upp til skýjanna

fái ég í´ana.

 

Ég er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Spái´ekki´í spillingu

fái ég fyllingu.

 

th_feminazi_1.jpgÉg er svo beisk og bæld,

ég er svo breið og spæld.

Helvítis rassinn á mér

hann þarf sér

póstnúmer.

 

 

Bryndís Ásmundsdóttir: Söngur og bakraddir.

Serðir Monster: Kassagítarar, rafmagnsgítarar, píanó,

trommur, bassagítar, hljómborð.

 

Útsetning og stjórn upptöku: Sverrir Stormsker.

Stúdíó: Fjarupptökur.is

Upptakari: Snorri Snorrason.

Hljóðblöndungar: Snorri Snorrason, Sverrir Stormsker

og Vilhjálmur Guðjónsson.

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinum í gær)


Andlegir dvergar í smáríki

íslenskt viðskiptasiðferði.jpgAð undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um þetta kunningja- og klíkusamfélag sem okkur finnst svo ægilega gaman að búa í. Það er einhvernveginn einsog fólk sé að átta sig á því fyrst núna hvað nálægðin og klíkutengslin eru þjóðfélagslega eyðileggjandi. Fyrirlestrar hafa verið haldnir og nú nýverið kom út góð bók eftir Styrmi Gunnarsson þar sem hann m.a. fjallar ítarlega um kunningjasamfélagið og nálægðina sem er hér allt að drepa.

Árið 1997, fyrir heilum 12 árum síðan, tóku nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð langt og ítarlegt viðtal við mig sem birtist í skólablaði þeirra þá um haustið. Þegar ég les viðtalið núna þá finnst mér einsog það hafi verið tekið í dag. Ætla að birta hér brot úr þessu viðtali, orðrétt:  

Spyrill: "Hvernig finnst þér Ísland miðað við önnur lönd? Hvað mætti betur fara?"

islenskir_fagmenn.jpgStormsker: "Klakinn er ágætur í rauninni og að mörgu leiti betri en mörg önnur lönd, þ.e.a.s. landið sem slíkt, en ekki fólkið. Geta og hæfileikar skipta hér engu máli þegar kemur að því að fá sér embætti. Menntun og gráður virðast ekki skipta hér nokkru einasta máli heldur fyrst og fremst það að eiga frænku í hirðinni, vera sonur forstjórans, þekkja deildarstjórann, hafa farið á fyllerí með vini eigandans, vera tengdasonur ritarans eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er ástæðan fyrir amatörmennskunni hér á flestum sviðum. Þótt þú sért menntaðasta séní veraldarinnar þá skiptir það akkúrat engu máli hér á þessu axlarklappslandi ef þú ert ekki kunningi kunningja forstjórans. Það er náttúrulega fámennið sem gerir þetta af verkum. Allir eru skyldir en sumir eru skyldari en aðrir. Fámennið gerir það semsé af verkum að þjóðfélagið getur ekki kallast þjóðfélag án gæsalappa og sviga. Þetta er bananalýðveldi einsog ég hef ítrekað í það óendanlega. Afskaplega úrkynjað og óinteresant.

En einsog ég segi, landið sem slíkt er gott og veðurfarið er að mörgu leiti ágætt, ef maður vill leggjast í þrúgandi þunglyndi, en það má hinsvegar segja margt misjafnt um kerfið og fólkið einsog gengur. Þó íslendingar séu kannski ekki manna skemmtilegastir, heiðarlegastir og klárastir þá mættu þeir samt vera tveimur milljónum fleiri, hversu einkennilegt sem það kann nú að hljóma."

 

Flokkapólitík og kreddur

 

Spyrill: "Ertu hlynntur einhverri stefnu í stjórnmálum?"

scratch_my_back.gifStormsker: "Nei, ég er ekki einstefnumaður, hvorki í pólitík né öðru. Ég held að menn sem vilja draga sjálfa sig í litla og þrönga dilka séu afskaplega lítils virði sem hugsandi verur. Ég get svosem sagt að ég sé afar frjálslyndur jafnaðarmaður, hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, en ég held að enginn myndi vita hvað ég ætti við. Blind trú á stefnur og isma er fyrir idjóta. Flokkapólitíkin hérna er sömuleiðis fyrir idjóta, eða sýnist þér margir á Alþingi vera með snjalla hausa á hálsinum? Ég spurði einu sinni frekar þunna þingkonu hvað hún væri stór. Hún sagði: "Ég er 1,70." Ég sagði þá við hana að ég væri að spyrja um hæð, ekki greindarvísitölu. Flokkakerfið og kjördæmaskipanin gerir það að verkum að það er ekki hægt að tala um neina alvöru pólitík hér á landi. Hérna er ekki nein önnur pólitík en valdapólitík; að sitja sem fastast á sínum breiða rassi á valdastóli og maka krókinn og sökkva sér á kaf oní kjötkatlana.

Uppistaðan í öllum flokkum er hin landlæga tröllheimska seigdrepandi afturhaldssemi, þ.e.a.s. framsóknarmennska. Ef snefill af hinni annars ágætu frjálshyggju kemst inní landið, þá breytist hún á stundinni í einokun, samkeppnisleysi, einkavinavæðingu og dellu. Hér komum við aftur að þessu skelfilega fámenni."

Svo mörg voru þau orð sem ég lét falla fyrir 12 árum síðan. Ekkert hefur breyst og ekkert mun breytast því fólkið vill ekki raunverulegar breytingar. Það vill sama gamla eitraða grautinn í sömu gömlu skálinni.

 

 

(Þessi grein birtist í Mogganum í morgun)


Friðarsúlan kom og friðurinn hvarf

frygðarsúlan.jpgÞó að flestir líti eflaust á friðarsúluna hennar Yoko Mono sem stærsta reðurtákn sem sést hefur á byggðu bóli, einskonar frygðarsúlu, þá eru samt sumir sem sjá í henni mannlega reisn í öðrum skilningi. Líta á hana sem tákn friðar, en einsog allir vita þá verður friðar best gætt með loftvarnarljóskösturum einsog þessum. Þessi súla hennar Yoko er semsé ekki bara óráð gamallar atvinnuekkju sem veit ekki hvað hún á við tímann að gera, heldur líka óráð gamallar listaspíru sem veit ekki hvað hún á við tímann að gera. Sjálfur hallast ég að því að þessum loftvarnarljóskastara hljóti að fylgja álög og bölvun. Dæmi:

Aðeins örfáum dögum eftir að Yoko kveikti fyrst á “friðar”súlunni, eða hvað þetta nú er, þá sprakk borgarstjórn Reykjavíkur í loft upp. Gamla góða Villa var sturtað niður og Ólafi F. lækni troðið með læknisvottorði í borgarstjórastólinn. Ráðhúsið logaði í óeirðum og ófriði.

 

 

 

bankaeyjan-frimerki_934787.jpgLengi getur vont versnað

 

Þegar “friðar”súlan var tendruð í annað sinn þá hrundi bankakerfið til grunna og allt fór rakleitt til helvítis. Í kjölfarið rak hvert áfallið annað: Gjaldþrot heimila, fólksflótti, Borgarahreyfingin, atvinnuleysi, botnfall krónunnar. Fólk þurfti að fara úr 12 ára viskíi í landa og útrásarhetjur úr kóki í diet kók. Helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms komst á koppinn og hellti svo úr honum yfir þjóðina. Þessi hreina vinstri stjórn réð hreina öfgafrjálshyggjudúdda í AGS sem yfirstjórnendur peningamála. Hún skuldbatt þjóðina á höndum og fótum. Ekkert mátti verða til að losa tungu hennar af botni ESB.

Aldrei fyrr í sögu íslensku þjóðarinnar hefur annar eins ófriður ríkt á Íslandi og eftir að kveikt var á friðarsúlunni hennar Yoko.

 

 

yoko_mono.jpgYoko og Jóka eru ekki að djóka

 

Svo þegar maður hélt að verra gæti það ekki orðið, tæpu ári eftir hrun, hvað gerðist þá? Jú, mætti ekki kellingarálfurinn enn einu sinni með öll sín sólgleraugu og allt sitt rugl, í sínu kolsvarta galdradressi með stromphatt einsog páfinn og fór að kyrja eitthvað akabradabra nonsens í Hafnarhúsinu og kveikti svo í ofanálag enn eina ferðina á þessum hörmungar ófriðardrjóla sínum.

Og viti menn: Í sömu andrá dundu hörmungar yfir okkur sem aldrei fyrr: Félagsmálaráðherra fór að kynna áætlanir sínar til “bjargar” heimilum landsins, Davíð ráðinn ritstjóri Moggans, Jóhanna Sig. lét sjá sig í dagsbirtu og ítrekaði ábyrgð barnabarnanna á einkabankanum sem fixaði Icesave-snilldina, Ögmundur stökk ælandi frá borði, Serðir Monster gaf út plötu, Stormsker fór að skrifa pistla í Moggann, og til að bæta gráu ofaná svart þá fór Steingrímur J. að hugsa, – upphugsa skattpíningarstefnu til að koma þjóðinni alveg endanlega undir vinstri græna torfu. Það er nefnilega ekki nóg að varpa skuldum bankakrimma á breitt bak þjóðarinnar, það verður að skattpína hana útúr kreppunni og alveg útúr heiminum ef að stefna “velferðarstjórnarinnar” á að ganga upp.  

Allt virðist springa í loft upp sem japanska galdranornin kemur nálægt; Bítlarnir, Lennon, Hiroshima, Nagazaki, World Trade Center og núna Klakinn. Ef að stjórnin springur líka þá eigum við henni þó allavega eitthvað að þakka.

 

 

(Þessi grein birtist í Mogganum í morgun)


Ingibjörg Sólrún reið þjóðinni

geir_og_imba.jpgÉg veit ekki alveg hvor ummæli Imbu Sollu eru óheppilegri; þau sem hún viðhafði á Borgarafundinum í fyrra - að fólkið í salnum væri ekki þjóðin, eða þegar hún afsakaði þessi orð sín í þætti Sölva á Skjá 1 fyrir stuttu: "Mér fannst fólkið reitt og það gerði mig líka reiða."

Reiði hennar var þó af allt öðrum toga en reiði fólksins sem var að missa aleiguna. Fólkið var reitt útí hana vegna getuleysis ríkisstjórnar hennar en Imba var auðvitað ekki reið útí sjálfa sig heldur var hún reið fólkinu fyrir að vera reitt henni og hennar handónýtu ríkisstjórn. Skilningsleysi Imbu er greinilega ennþá alveg í algleymingi. Hún virðist ekki ennþá ná því, ári eftir hrunið, hversvegna fólkið var og er reitt. Menn virðast missa allt jarðsamband um leið og þeir komast á þing. Fara strax uppí 40 þúsund fetin, - sumir í boði útrásardólganna.

 

geir_og_imba_dumb_and_dumber.jpgEr reiði fólks virkilega óskiljanleg?

 

Í þætti Sölva á Skjá 1 sagði Imba Solla spekingslega:

"Ég held að reiðin sé mjög vont afl. Eitt af því, sem ég ásaka sjálfa mig fyrir og á kannski erfiðast með að fyrirgefa sjálfri mér í kringum hrunið, það er það að hafa átt þátt í því að kalla fram alla þá reiði sem varð í samfélaginu. Ég get ásakað sjálfa mig fyrir að hafa ekki stuðlað að því að draga meira úr þeim skelli sem að þetta varð fyrir samfélagið og draga úr þeirri reiði sem þetta kallaði fram í samfélaginu, vegna þess einsog ég segi: Reiðin er svo vont afl."

Hún semsagt framkallaði reiði og reiddist svo fólkinu fyrir að reiðast. Hún skilur ekki að fólk fylltist réttlátri reiði. Reiði getur nefnilega verið réttlát og undanfari breytinga til batnaðar þó að Imba skilji það auðvitað ekki.

 

stjórnmálamenn í boði Bónus.jpgImba leggur réttláta reiði og græðgi að jöfnu

 

Og áfram hélt samspillingarskörungurinn að ausa úr viskubrunni sínum:

"Ég er þeirrar skoðunnar að þeir sem eru hugmyndafræðingar eða talsmenn reiðinnar þeir gera samfélaginu jafn mikið ógagn og hugmyndafræðingar og talsmenn græðginnar gerðu á sínum tíma."

Imba og Óli.jpgVá hvað þetta er djúpt. Einstein bara mættur á svæðið. Hún hlýtur að fá Nóbelinn fyrir þessa speki. Hún leggur að jöfnu fólk sem er reitt yfir því að hafa misst aleiguna og fólk sem mærði græðgina, Baugsveldið og útrásina í hástert. Þar er hún líklega að tala um sjálfa sig, Ólaf Grí(m)s og fleiri slíka lírukassaapa útrásarinnar. Henni virðist fyrirmunað að skilja reiði fólks enda lítur hún ekki á almenning sem þjóðina. Þjóðin er í hennar huga þotuliðið; stjórnmálamenn, útrásarviðrini og kúluvambir bankanna.

imba_haekkar_skattana.jpgHún og hennar vankaða ríkisstjórn framkölluðu reiði með aðgerðaleysi sínu og aulaskap og svo furðar hún sig núna á reiði fólks. Ég veit ekki hvað þetta er sem hún er með í höfðinu, en ég óska henni góðs bata þó hann sé ekki beint sýnilegur. Mitt síðasta verk væri að gera grín að veikindum fólks, en þegar einhver sagði mér að Imba Solla væri með eitthvað í hausnum þá sagði ég að það gæti bara ekki verið. Ég tryði nú ekki hverju sem væri. Hún væri jafn tóm og vasar almennings. Það eru greinilega engin batamerki á lofti. Bara manneskja full af lofti.

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 14. nóvember 2009)


Nor-rænulausa helferðarstjórnin

sæti í vinstristjórninni.jpgÞað fer að verða soldið erfitt að botna í illa þefjandi ríkisstjórninni. Ögmundur stekkur í ofboði úr henni haldandi fyrir nefið en styður hana hinsvegar heilshugar. Hann er svo hrifinn af þessari ríkisstjórn að hann getur ekki fengið af sér að sitja í henni mínútunni lengur. Guðfríður Lilja vill sömuleiðis ekki sjá að taka sæti í þessari ríkisstjórn og kúgast við tilhugsunina en styður hana hinsvegar alveg af alefli. Hugsunin er einhvernveginn svona: "Ég vil engan þátt eiga í ykkar heimskulega glæpapukri og vil ekki bendla mig við ykkar rugl, en ég styð ykkur hinsvegar af heilum hug því frekar vil ég hreina vinstri óstjórn en óhreina hægri óstjórn." Ég veit ekki hver nennir að reyna að skilja þetta. Það er einsog hvert sæti í þessari ríkisstjórn sé rafmagnsstóll sem enginn vill tylla sér í nema fársjúkir valdafíklar.  

Steingrímur J. er löðursveittur á harðahlaupum útum allan heim til að redda snúrum og drasli í öndunarvél þessarar ríkisstjórnar sinnar og snýst einsog vindhani í ofsaroki og sturtar niður hverju kosningaloforðinu á fætur öðru enda hefur hann sagt að stefna flokks síns samræmist ekki raunveruleikanum.

 

Ráðríkið, það er ég

djóka.jpgJóhanna Skjaldborg Sigurðardóttir forsætisráðherfa er líklega illskiljanlegust þeirra sem nenna að sitja í þessari nor-rænulausu helferðarstjórn. Henni finnst best að stjórna með kúgunum og hótunum einsog yndislegi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hennar og hún heimtar samstillta samvillta samspillta ríkisstjórn sem er til í að láta ALLT yfir sig og þjóðina ganga til að tryggja inngöngu í ESB sem fyrst. Einkunnarorð Jóhönnu eru: Ráðríkið, það er ég. Þetta er ráðríkisstjórn Jóhönnu. Hún flæmdi Ögmund burt afþví hann hafði sjálfstæða hugsun og vildi halda í þann mikilvæga fyrirvara að við gætum leitað réttar okkar fyrir dómstólum varðandi Icesave ruglið. Skömmu eftir að hafa sparkað Ögmundi út á götu snerist hún 180 gráður og sagði að "það væri auðvitað ekki ásættanlegt ef okkur væri bannað að leita rétta okkar síðar meir, ef í ljós kemur að okkur hafi ekki borið þessi greiðsluskylda á icesave láninu."

Og núna snýst hún aftur 180 gráður og vill ásamt villta spillta vinstrinu samþykkja að ákvæðið um dómstóla verði gert marklaust og einskisvert! Hvað er að? Ég er ekki alveg nógu þroskaheftur til að skilja þennan hringlandahátt. Fyrir örfáum mánuðum vildi hún troða þessum ánauðarsamningi ólesnum í gegnum þingið án ALLRA fyrirvara. Hún hendir Ögmundi út og tekur síðan undir allt sem hann sagði sem var orsök þess að hún henti honum út. Og núna snýr hún aftur við blaðinu og samþykkir að ef málið fari fyrir dómstóla þá töpum við því jafnvel þótt við vinnum. Eru ekki til einhver lyf við þessu?

 

Hring eftir hring eftir hring eftir hring fer flokkurinn

Með buxurnar á hælunum.gifAfhverju ganga ekki allir úr þessari ríkisstjórn úr því að verið er að framkvæma þar hluti sem allir virðast vera ósammála? Meiraðsegja Jóhanna er ósammála sjálfri sér. Steingrím J. væri að vísu ekki hægt að losa úr stólnum með járnkarli og kúbeini og 50.000 volta rafstuði því hann er jú hugsjónamaður. Hugsjón hans er að sitja sem fastast. Hann er einsog farþegi í strætisvagni sem fer með honum hring eftir hring mánuðum saman án þess að vita hvert hann er að fara og hvort hann sé yfirleitt í réttum vagni, en vill ekki standa upp og fara úr á næstu stoppustöð af ótta við að sjálfstæðismaður setjist í sætið hans. Jóhanna situr rammvillt og samvillt við stýrið í vagúmpökkuðum stjórnklefa. "Viðræður bannaðar við vagnstjóra í akstri." Kleppur - Hraðferð.

 

Óskastjórn pottaglamraranna

icesave_samningurinn_undirritaður.pngEndurtek: Fyrir örfáum mánuðum reyndu dýrðlingarnir gegnsæu þau Jóhanna Skjaldborg og Steingrímur Gjaldborg að lauma Icesave ánauðarsamningnum ólesnum í gegnum Alþingi, án allra fyrirvara, og töluðu um "frábæran samning" sem Svavar-ég-nenni-þessu-ekki-Gestsson og einhver Mr. Bean krotuðu annarshugar undir í útlandinu að beiðni Steingríms, góðvinar þeirra. Samfylkingarforkólfarnir töluðu þá um að þeir myndu samþykkja hann blindandi einsog kettlingar og voru skýjum ofar í einfeldni sinni, fákunnáttu og ábyrgðarleysi.

Þetta er óskastjórnin sem búsáhaldabyltingin vildi sjóða saman í pottunum sínum. Hér er hún komin: "Hrein" vinstristjórn. Hreinn viðbjóður. Þessi nor-rænulausa helferðarstjórn veit samt ekki hvort hún er að koma eða fara en hún mætti gjarnan fara, - fara ein og óstudd til heljar án þess að draga þjóðina með sér í fallinu.

baugsfylkingin.jpgVið þurfum að fá hér utanþingsstjórn, - neyðarstjórn skipaða óklíkutengdum, klárum, heiðarlegum, frjálsum og óháðum fagmönnum. Ef engir slíkir innlendir fagmenn finnast þá mega þeir allir vera erlendir mín vegna. Jafnvel helst erlendir. Allavega kæri ég mig ekki um fleiri gjörspillta, vanhæfa, vankaða, eiginhagsmunapotandi, keypta og illa þefjandi stjórnmálaviðvaninga í boði Baugs, kúluvambabankanna og FL-Group, hvar í flokki sem þeir hanga.

 

 

(Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 7. nóvember 2009)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband