Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
27.11.2007 | 13:13
Kærleikurinn
Kristur sagði: "Sannur kærleikurinn
sálunni lyftir.
Án kærleika eruð þér útskúfaðir delar,
eilífð sviptir.
Án kærleika eruð þér vítis furðufuglar
fjaðraklipptir."
Hví skapaði drottinn minnst af því sem mestu
máli skiptir?
(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," 1997)
Trúmál og siðferði | Breytt 29.11.2007 kl. 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
21.11.2007 | 10:34
Homo Aliens
um lítið veit hann mest.
Blóðugur upp að öxlum
um allar jarðir hann berst
og friði - einsog sést.
Verður fráleitt fullnægt
fyrren veröldin ferst.
Að fjölyrð´um frelsarans boðskap
fer´onum allra verst.
Hnefi er merki mannsins,
merkið sem þekkir hann gerst.
Framtíðin felst í dauða,
sú fjárfesting þykir best.
minniháttar pest.
Þá-fyrst reynir á þroskann
þegar í odda skerst.
Bróðurþelið þrýtur
þegar á reynir mest.
lítinn gálgafrest.
Börnin fæðast blóðug
og blóðug deyja þau flest.
(Úr ljóðabók minni Með ósk um bjarta framtíð, 1997)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.10.2007 | 18:47
Oft byrjar homminn á öfugum enda, enda öfugur
Þeir eru margir sem halda að ég hafi eitthvað á móti hommum og lessum, líklegast vegna þess að ég bjó til og birti í málsháttabók minni Stormur á skeri nokkra djókmálshætti um þennan frýnilega hóp fólks, rétt einsog dverga, svertingja, alþingismenn, bankaræningja, olíusamráðsfursta, blindingja, gáfumenn, góðmenni og aðra minnihlutahópa. Ég tók það fram í formálanum að margir minnihlutahópar þjóðfélagsins lægju það vel við höggi að það væri glæpur að láta undir höfuð leggjast að gefa þeim gott vink. Orðrétt sagði ég: Maður má ekki mismuna fólki á þann hátt að sparka eingöngu í standandi mann. Hvers eiga hinir liggjandi að gjalda? Skoðanir mínar og innihald bókarinnar eru að mestu tveir ólíkir heimar, líkt og verðlag á Íslandi og heilbrigð skynsemi.
Því fer semsé víðsfjarri að ég hafi nokkuð á móti rassmussum og lessumussum. Sumir minna allra bestu vina eru eins þrælöfugir og hægt er að vera og það er bara hið allra besta mál. Allavega ekki mitt mál. Drullupumpur eru líka fólk. Maður á að bera virðingu fyrir saurþjöppum rétt einsog venjulegu fólki. Einn skársti vinur minn sem er kúkalabbi af guðs náð kynnir sig stundum í síma sem kynvillinginn: Blessaður, það er kynvillingurinn hér. Hvað segja menn?
Kynvillingar njóta í dag allra þeirra réttinda sem aðrir borgarar hafa í þessu landi, sem betur fer, nema hvað þeir fá ekki að gifta sig í kirkju. Og er það eitthvað skrítið? Hvernig skyldi nú standa á þessu?
Skrifað stendur í heilagri Ritningu, þriðju Mósebók:
Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.
Og leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.
Hversu heimskulegt sem mönnum kann að þykja þetta þá stendur þetta engu að síður í biblíunni og það er sá leiðarvísir sem kirkjunnar menn eiga að fara eftir, eigi þeir ekki að kallast hentustefnumenn og hræsnarar.
Biblían, orð guðs, einsog kristnir menn kalla þessa bók, er afdráttarlaus í þessum efnum. Drottinn allsherjar getur hér varla kveðið fastar að orði. Hann hefur greinilega algert antípat á hommum (sköpunarverki sínu) og vill láta hakka þá alla í spað. Stúta þeim. Þeir skulu líflátnir verða, einsog hann orðar það svo fallega af föðurlegri umhyggju og umburðarlyndi. Kallinn er haldinn meiri hommafobíu en Árni Johnsen og vill láta moka öllum þessum helvítis bakpokum og skítseiðum út í hafsauga.
En hvað vilja kynvillingarnir sjálfir? Jú þeir vilja ólmir og uppvægir fá rétt til þess að gifta sig í kirkju, húsi guðs, þess guðs sem hefur ímugust á þeim og vill láta hengja þá í hæsta gálga. Hvar er sjálfsvirðingin? Stoltið? Þeir kalla hátíð sína Gay Pride, en hverskonar stolt er það að sleikja sig upp við harðstjóra sem vill láta lífláta þá? Hefur sá klár eitthvert stolt sem leitar þangað sem hann er kvaldastur? Þetta er einfaldlega aulaháttur. Í besta falli rugl.
Karl Sigurbjörnsson biskup er ekki sammála guði sínum og vill taka fram fyrir hendurnar á honum með því að leggja til að prestar, sem svo kjósa, verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra í húsi drottins. Hann heldur vonandi djobbinu fyrir vikið þó hann haldi líklegast ekki andlitinu í augum guðs.
Gunnar í Krossinum vill hinsvegar standa vörð um ritninguna, orð guðs, og framfylgja því af fremsta megni þó hann hafi reyndar ekki ennþá lagt til að kynvillingar skulu skotnir með Colt 45 milli augnanna á Austurvelli, en þá tillögu ætti hann náttúrulega að bera fram sem einarður kristinn maður ef hann ætlar að vera samkvæmur sjálfum sér.
Annaðhvort trúir maður því að biblían eins og hún leggur sig sé innblásin af guði eða ekki. Sá sem tínir þægilegustu og áferðarfallegustu molana úr biblíunni og sleppir hinum sem hann er ekki sammála og samsamar sig ekki við, sá maður þykist einfaldlega vita betur en guð og er að setja sig skör hærra en sá ágæti einræðisherra. (Guð vill vera einráður á markaðinum og þolir enga samkeppni, samanber: Þú skalt ekki aðra guði hafa, sem er óbein yfirlýsing um það að aðrir guðir séu til, en þá beri hinsvegar að ignorera því Hann einn sé langflottastur og hann einan beri að tilbiðja og dýrka í skriðdýrslegri auðmýkt og undirgefni, einsog hann sé soldið óöruggur með sjálfan sig og sé haldinn djúpstæðri minnimáttarkennd í bland við all svakalegt mikilmennskubrjálæði. Man ekki í svipinn hvað þetta er kallað í geðlæknisfræðinni).
Gefum okkur að guð sé skapari mannkyns og að við séum sköpuð í hans mynd einsog stendur skýrum stöfum í biblíunni. Óljúgfróðir öldungar og vísindamenn hafa áætlað að samkynhneigðir séu um 10% mannkyns og að önnur 10% séu bisexual. Sjálfur held ég reyndar að tala bisexuala sé mun mun hærri því það hefur hingaðtil ekki reynst ýkja erfitt að fá konur í þríkant. Yfir 80% þeirra hafa verið til í tuskið. Guð skapaði allt þetta lið, allt mannkynið, og það yrkir enginn öðruvísi en hann er. Og hvað þýðir þetta, í ljósi þess að við erum sköpuð í guðs mynd? Jú, þetta þýðir það að guð er um 10% hommi og meira og minna bisexual ofan í kaupið. Hann fyrirverður sig hinsvegar fyrir hommann í sér og vill afmá þessa viðurstyggð sem hann kallar svo. Kannski er þetta ástæðan fyrir minnimáttarkenndinni sem lýsir sér í því að hann vill vera dýrkaður og dáður og tilbeðinn í það óendanlega með öllum sínum földu göllum. Hann gengur meira að segja svo langt að hleypa engum inní sitt himnaríki nema að menn trúi á hann (hafi trú á honum) og dýrki hann af alefli og liggi slefandi af hrifningu yfir honum og öllum hans óréttláta ófullkomna heimska heimi.
Það er mitt álit að hommar og lessur eigi ekki að kóa með guði, eigi ekki að falast eftir þeim bjánalega rétti að fá að giftast í húsi þess guðs sem hefur ógeð á þeim og vill láta stúta þeim. Samkynhneigðir verða að hafa eitthvað pride, eitthvað stolt. Þeir mega ekki láta guð taka sig svona í kakóið. Borgaraleg gifting er svarið, þ.e.a.s. ef þetta ágæta fólk er svona hrifið af giftingum á annað borð.
Einsog lýðum er ljóst þá hefur guð ekki komið fram opinberlega í 2000 ár og er löngu hættur að skipta sér af málum mannfólksins sem byggir þessa kúlu. Áður fyrr þegar hann var í framboði fyrir mannkynið þá var hann á snakki við Pétur og Pál (aðallega þá tvo) og dreifandi út auglýsingaPésum og tilskipunum og reglugerðum og boðum og bönnum einsog Vinstri græningi, og svo mynduglega var hann með nefið ofaní hvers manns koppi að fólk gat varla rekið svo við að hann væri ekki mættur hnusandi á svæðið með vísifingurinn á lofti einsog Marteinn Mosdal: Bannað að prumpa hátt. Bannað að pissa utaní garðvegg (það stendur í Gamla Testamentinu). Ég vil Einn ríkisrekinn guð. Ég er hann. Einn ríkisrekinn frelsara. Ég er hann líka. Einn ríkisrekinn heilagan anda. Ég er hann líka. Ég er margskiptur persónuleiki, semsé geðklofi og það er gott mál. Ekki líta á konu með girndarhug. Ekki hommast. Fólk á ekki að vera á Rás 2. Kynlíf er frá djöflinum honum Lúsífer komið sem ég skapaði forðum daga. En uppfyllið helvítis jörðina án þess að hafa gaman af því. Og ekki gleyma að trúa á mig. Því ekki geri ég það. Dýrkið mig andskotans ófétin ykkar. Kjósið Mig. Setjið X við G.
En það er semsé af sem áður var. Nú er guð greyið búinn að sitja svo lengi í embætti að hann er farinn að láta allt reka á reiðanum og er gjörsamlega búinn að missa tengslin við fólkið og raunveruleikann. Algerlega jarðsambandslaus, enda uppí skýjunum. Lætur aldrei ná í sig. Svarar ekki áköllum. Löngu búinn að gefast upp á þessu öllu saman. Liggur marflatur í sínum skáp með leppa fyrir augunum og hrýtur. Alveg búinn á´ðí.
Enda hér á vísum sem ég birti í ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð:"
Við þurfum á drottins hjálp að halda,
hér fer engan vel um,
en guð er hommi allra alda,
ævinlega í felum.
Ég bið um mikið, bið um frið og kærleik,
bið um greind og sálarlegan færleik.
Það er ólán, skelfing, skömm og synd
að sköpuð vorum við í drottins mynd.
Trúmál og siðferði | Breytt 22.10.2007 kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (72)