Alræmt dulargervi Báru

 

NærmyndForvitinn kalkúnn fór á Klaustur

með farsímann svo tens,

dulbjó sig með hörku herkjum

sem Homo sapiens.

 

Ég var alveg búinn að gleyma að það er stranglega bannað að gantast með alla þessa minnihlutahópa sem „maður ársins“ tilheyrir þannig að sem pólitískt rétthugsandi maður þá biðst ég innilegrar afsökunar á þessari vísu og tek hana til baka.

 

Fyrst ætlaði ég að hafa þetta svona: "Fylltur kalkúnn fór á Klaustur" en áttaði mig strax á því sem PC-maður að þá væri ég að fitusmána kalkúninn þannig að ég sleppti því. Ég má þó eiga það. Ég er greinilega allur að koma til.

 

Maður ársinsÉg myndi ekki beint segja að ég væri "korter í downs," því þá væri ég að móðga einhverja, en ég myndi segja að ég væri svona korter í Samfó. Kemur útá eitt. Batnandi flónum er best að lifa.

 

Þar sem ég þykist vita að afsökunar- og fyrirgefningarbeiðni er aldrei tekin gild á Íslandi því auðmýktin virðist aldrei vera nógu mikil þá mun ég sýna sára iðrun mína í verki:

Ég mun segja af mér sem tónlistarmaður og rithöfundur og melludólgur og skríða einsog lúbarinn rakki eftir götum borgarinnar og lepja drullupolla og sleikja sérhverjar tær sem á vegi mínum verða og húðstrýkja sjálfan mig með hrísvendi og hnútasvipu á bert bakið kvölds og morgna það sem eftir er ævinnar.

 

 


Bloggfærslur 6. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband