Færsluflokkur: Bloggar

Kvikmyndin (FL)AUSTUR. Lítilsháttar gagnrýni

Fór í Háskólabíó í fyrradag og sá verulega minnistæða íslenska kvikmynd sem heitir annaðhvort Austur eða Flaustur. Man það ekki. Mikið verk, aðallega í karlkyni. Erfitt að framkalla svona verk. Sum atriðanna voru stórgóð, sérstaklega þau sem voru í fókus. Þau voru bæði mjög eftirminnileg, að mig minnir.

 

Sumir leikararnir þvældust svolítið fyrirhnakki tökumanninum þannig að oft sást aðeins í hnakkann eða skallann á einhverjum kalli meðan aðalatriðið átti sér stað fyrir framan hann. Tökumaðurinn átti í nokkru basli með halda rétta fólkinu innan rammans, kannski vegna þess að farsíminn (sem myndin hlýtur að hafa vera tekin á) bauð ekki uppá að súmma frá og taka víðari mynd.

 

Þessi bíómynd er soldið einsog selfie þar sem einhverselfie allt annar er á myndinni en maður sjálfur.

Maður sá og heyrði í rauninni mjög lítið af því sem átti að vera í myndinni og reynt var að koma til skila, en þetta kom ekki að sök. Því minna sem maður sér í sumum bíómyndum því betra - því meira reynir á ímyndunaraflið.

 

Af þessum sökum hætti ég vitaskuld að horfa á myndinaíslensk spennumynd þegar fór að líða á hana og lygndi þess í stað aftur augunum og fór að ímynda mér hvað væri að gerast í henni út frá tónlist og því muldri sem skildist. Það kom mun betur út vegna þess að það þreytir augun minna að horfa á hugarmyndir því þær eru jú alltaf í fókus og svo getur maður líka alltaf fengið víðara sjónarhorn ef maður kærir sig um, sem er greinilega ekki hægt á öllum farsímum. Þetta var því ekki beint bíómynd í mínum huga heldur frekar ímynd.

                                                     

Það var samt frekar erfitt að ímynda sérfucking shit atburðarrásina því maður greindi illa orðaskil. Maður heyrði jú einstaka merkingarík orð einsog t.d. "fuck" og "shit" og kvalaóp einsog  "æ-æ-æ" og "ó-ó-ó" en ekki mikið meira enda höfðu leikararnir ekki mikið meira að segja í fréttum.

 

Hljóðið var engu að síður mjög gott, eða þau óhljóðhljóðupptökumenn að störfum sem maður heyrði. Míkrófónarnir í farsímum eru orðnir það góðir í dag. Kannski smá dolluhljóð, svona einsog myndin hafi verið tekin ofan í öskutunnu en það vandist. Eða þannig. Þó að maður hafi kannski ekki heyrt það sem leikararnir voru að muldra þá er það aukaatriði því þeir sögðu lítið sem ekkert út alla myndina, enda höfðu þeir ekkert handrit að styðjast við. En maður heyrði kvalaópin greinilega og þau sánduðu alveg hreint ljómandi vel: Æ-æ-æ, ó-ó-ó, úps.

 

Einsog allir vita þá er handrit alveg fullkominn óþarfi þegar kemur að því að gera íslenska bíómynd, enda veitti Eddan ekki verðlaun fyrir handritagerð fyrstu árin. Er tiltölulega ný tekin uppá því.

Þetta er einfalt: Ef leikurunum liggur ekkert ápynting hjarta meðan á tökum stendur þá náttúrulega eiga þeir ekki að segja neitt. Það á ekki að pína leikara til að tjá sig í kvikmynd ef þeir hafa ekkert að segja, þó það hafi reyndar verið gert í þessari mynd trekk í trekk. Aðalleikarinn var píndur út alla myndina en hann mælti samt ekki orð af vörum, enda var hann greinilega ekki í neinu kjaftastuði og hafði þar að auki ekkert handrit til að lesa uppúr. En hann hlýtur samt að hugsa sig tvisvar um áður en hann tekur aftur að sér að koma fram í handritslausri bíómynd. Þvílík meðferð á einum þöglum leikara.

 

Klippingin var alveg til fyrirmyndar, t.d. atriðiðSniglamaraþon þar sem gæarnir eru að keyra þögulir til Keflavíkur. (Þessi mynd tilheyrir þöglu myndunum). Það atriði tók ca jafn langan tíma og að það tekur að keyra til Keflavíkur. Óhemju spennandi. Þeir sem hafa horft á sniglakapphlaup eða á tré vaxa vita hvernig þessi óbærilega spennutilfinning er.

 

Það er því rétt sem sagt er í kynningu myndarinnar aðíslensk kvikmyndagerð hún er ekki fyrir viðkvæma, og allsekki fyrir þá sem eru lausir við ímyndunarafl. En vissulega er þetta ofbeldismynd. Margir áhorfendur kvöldust svo mikið undir henni að þeir hröðuðu sér út.

Sem ég segi: Það er erfitt að framkalla svona verk. Kannski hafa þessir áhorfendur bara verið einhverjir smekklausir ólistrænir asnar sem kunnu ekki að meta nýjustu týpuna af Nokia snjallsímum. Veit það ekki.

 

Meðan ég man. Tvö atriði myndarinnar fannst mér öðrum atriðum skrítnari. Annarsvegar þegar krimmarnir, með blóðugt fórnarlamb í aftursætinu, stoppa bílinn um miðja nótt við hliðina á einhverjum bláókunnum karli á víðavangi með hund í bandi. Þeir höfðu ekkert við hann að talaMaður mígur í hundakofa enda sögðu þeir ekkert við hann. Hefðu kannski gert það ef þeir hefðu verið með handrit. Aldrei að vita. Einn krimminn fór útúr bílnum að muldra eitthvað við hundinn, eitthvað sem maður heyrði ekki, enda var hann í meira en meters fjarlægð frá farsímamæknum. Af einhverjum ástæðum beindist öll athyglin alltíeinu að hundinum í langan tíma, hundi sem skipti síðan engu máli og hvarf úr myndinni í öllum skilningi. Þar fór korter í hundskjaft.

 

Og svo hinsvegar atriðið þegar persónurnar ákváðu aðEkið austur til Keflavíkur keyra burt úr Reykjavík og beint í austur en enduðu samt suður í Keflavík. Hvernig er hægt að keyra austur úr Reykjavík og enda suður í Keflavík? Eða hefur einhver heyrt talað um að fara austur til Keflavíkur? Eee...nei.

Mín tillaga er að nafni myndarinnar verði breytt úr Austur í Suður. Eða í Suð-suð-austur til málamynda. Eða kannski frekar í Alveg út og suður. Nú eða bara í Flaustur, ef hún heitir það ekki nú þegar. Man það ekki.

En máski var ég að ímynda mér þetta. Þetta var jú meira svona ímynd en kvikmynd.


Hemmi Gunn

Hemmi GunnÞetta er í annað eða þriðja sinn á fáeinum árum sem ég frétti af andláti Hemma Gunn. Síðast andaðist hann hér heima fyrir nokkrum árum eftir langa dvöl í Tælandi en reis þá upp á þriðju mínútu eftir smá lífgunartilraunir og varð ekki meint af. Það eru ekki allir sem komast lifandi frá dauðanum. En núna held ég að þetta sé endanlega búið.

 

Það var einmitt Hemmi sem kynnti Tæland fyrir mér fyrir tæpum áratug. Ég var þá á leið til Kína og hann sagði að ég yrði að koma við í Tæ, þó ekki væri nema bara í viku. Þessi vika varð mjög löng. Svo gaman er að lifa lífinu lifandi í Tælandinu góða að það eru ekki allir sem lifa það af. Mikið gaman, mikið grín, mikið djammað, mikið vín, alltaf sólin, alltaf jólin. Það er auðvelt að deyja þar sem gaman er að lifa. Við getum allavega huggað okkur við að hann dó hjá góðu og jákvæðu og hláturmildu fólki.

 

Sjálfum fannst Hemma verulega gaman að hlæja einsog allir vita. Flestir fara að hlæja þegar þeir heyra eitthvað fyndið en Hemmi þurfti enga ástæðu til. Hann bara byrjaði að hlæja og þá varð allt voðalega fyndið. Yfirleitt hló hann og talaði samtímis.

 

Þegar hann fór með mér í júróvisjónferðina til Dublin hér um árið þá var hann eitt sinn nálægt því að kafna úr hlátri, í orðsins fyllstu. Við sátum tveir á hótelbarnum (hvar annarsstaðar?) og hann var með fullan túllann af rækjusamloku og bjórfroðu þegar hann fór að skellihlæja. Hann reyndi að halda munninum lokuðum og við það varð hann einsog útþaninn hamstur í framan, og svo kom að innsoginu og þá festust einhverjar ótuggnar rækjur í kokinu á honum þannig að hann stóð á öndinni. Ég var farinn að sjá fyrir mér fyrirsagnir blaðanna: „Hemmi Gunn kafnaði úr hlátri í Dublin." En þetta reddaðist og hann hélt lífi. Í bili.

 

Þar sem Hemmi var með ofurhressustu sprelligosum í bænum þá hélt maður að hann yrði alveg svakalega langlífur, en hláturinn lengir greinilega ekki lífið. Lengir kannski munninn meðan á hlátrinum stendur en ekki mikið meir. Kannski er bara best að vera alltaf í fýlu til að tryggja að maður verði eins langlífur og Jóhanna Sig. Mér skilst að hún sé frá bronsöld. Allavega ekki brosöld. Til eru manneskjur sem hafa orðið á annað hundrað ára gamlar og jafnvel eldri án þess að þeim hafi nokkurntíma stokkið bros á allri sinni gríðarlega löngu ævi. En nóg um Jóhönnu.

 

Fólk er misjafnt. Hemmi hló og hló og hló þar til hann dó, á besta aldri. Aðrir flissa aldrei svo mikið sem eitt fliss en ná samt „versta" aldri. Ég held það sé nú betra að taka Hemma á þetta og reyna að hafa soldið gaman af öllum þessum íslensku leiðindum, og það er alveg hægt - ef maður býr í Tælandi. Þó að hláturinn lengi kannski ekki lífið þá er aldrei að vita nema menn geti lengt hláturinn alveg frammá tíræðisaldur.

 

Við hæfi að Hemmi skyldi hafa dáið í "The land of smiles," einsog Tæland er jafnan kallað. Kæmi ekki á óvart að hann hafi drepist úr hlátri. Í „banastuði."

Þó að hann hafi verið spaugsamur og hláturmildur þá var hann alvöru gæi, í víðum skilningi.

 

Jæja Hemmi minn. Að lokum, ef þú ert þarna einhversstaðar: Vertu hress, ekkert stress, ekkert mess, keep it fresh, play your chess with happiness, njóttu þess, yes yes yes. Bæ.

 

 

 

(Þessi minningargrein birtist í Morgunblaðinu 29. júní 2013).


mbl.is Útför Hemma: Ekkert stress, bless bless
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskalag sjómanna

Ég hef alltaf verið veikur fyrir sjómannalögum en stundum hef ég orðið ennþá veikari eftir að hafa hlustað á þau sum hver. Þau eru semsé misjöfn einsog gengur. Einsog allir vita fjalla flest íslensku gömlu góðu sjómannalögin um brjóstumloðna gaylorda sem hafa meiri lyst á brennivíni og félögunum en kjellingum, sbr textinn frægi um Þórð sjóara, en þar stendur (og honum líka):

 

Hann kærði sig ekkert um konur

en kunni að glingra við Knút,

og tæki hann rispu með töffurum grönnum

þá tók´ann hann hvíldarlaust út.

 

Og þá var hann vanur að segja si svona:

“Já sódómskan er ekkert grín.

Þó skyldi ég sigla um eilífan aldur

ef öldurnar breyttust í queen.”

 

Sjómannatextarnir gömlu fjalla semsé flestir um pempíulega bossadillandi rassista og sólbrúna sæhomma sem tipla berir að ofan um þilfarið í aðskornum latexstuttbuxum með litríka regnhlýfakokteila og Mercury-yfirvaraskegg og kyrja Y.M.C.A með Village People og borða sushi með naglalökkuðum fingrunum í einni kös í kojunni og skríkja uppyfir sig hvað hitt og þetta sé “gasalega lekkert.” Og allir taka þeir það að sjálfsögðu full bókstaflega þegar þeir eru beðnir um að koma í sjómann. Nú eða þeim sagt að fara í rassgat.

 

Þessari rótgrónu staðalímynd íslenskra sjómanna vildi ég breyta örlítið og þessvegna samdi ég nýtt sjómannalag og sendi það í Sjómannalagakeppnina á Rás 2 fyrir stuttu. Þar er ég að fjalla um alvöru sægarpa dagsins í dag sem kyrkja tindabykkjur með berum höndum og háma í sig krossfiska og sæbjúgu í öll mál og landa að lágmarki 10 blöðrum í hverri höfn. Fólk getur farið inná  http://www.ruv.is/sjomannalagakeppni (síðasti dagur er í dag held ég) og hlustað þar á þau 10 lög sem komust í úrslit, þar á meðal mitt, og valið svo það lag sem því hugnast skárst.

 

Lagið syng ég með hreystimenninu og sjóræningjanum Gylfa Ægissyni en einsog allir vita er hann sægarpur í húð og hár, Kolbeinn kafteinn Íslands, maður sem hefur drekkt ófáum ýsum og blöðruselum í gegnum tíðina og steinrotað ennþá fleiri berserki á drulluskítugum hafnarkrám víðsvegar um heiminn. Hann hefur semsé ekki bara mígið í baðvatnið heima hjá sér, heldur líka í saltan sjó, og það er nú meira en margur getur sagt.

 

Hér er textinn:

 

 ÓSKALAG SJÓMANNA

(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

 

Söngur: Gylfi Ægisson og Sverrir Stormsker.

Hljóðfæraleikur: Sverrir Stormsker.

 

Á hafi vinna hetjurnar,

þær híma þar á veturna

í byljum sér til betrunnar.

Þeim snúning enginn stenst.

Oft í hafið hendast þær,

í sjóinn endursendast þær.

Ekki er gott að enda þar,

en auðvitað það venst.

 

Já hetjurnar á hafinu

þær heimta úr sjónum auð,

koma uppúr kafinu

með kryddsíld oná brauð.

 

Sægarparnir sigla um höf

og sumir hljóta vota gröf.

Þeir lifa í ógn á ystu nöf

því aldan hún er rök.

Fiskibollur fanga þeir,

á froskalöppum ganga þeir

á ísilögðum leginum

í leit að góðri vök.

 

Þeir fyrir landið fórna sér

og fá að launum snafs.

Ekki neitt úr bítum ber

hver brotinn garpur hafs.

 

Við hroðaleg sæskrímsli berjast þeir blóðugir

dag eftir dag,

berjast við þorskhausa, mannætuhákarla

og fyrir þjóðarhag.

 

Svo ráðast þeir gegn rauðmögum

og rauðsprettum og saumsprettum,

marhnútum og mörgæsum

og færa björg í bú.

Þeir takast á við ísbirni

og einbirni og tvíbirni,

redda öllu Íslandi,

að auki L.Í.Ú.

 

Þeir drekkja stærðar steinbítum

og stúta harðfiskum,

snúa hákarla´úr hálsliðnum

og hafna arðgreiðslum.

 

Þeir berjast við sækýr og rándýr og fokdýr

og sæhestastóð,

limlesta ýsur og kaffæra hnísur

og bjarg´okkar þjóð.

 

Sægreifar sig sveipa krans

í sérþjónustu andskotans.

Sjóræningjar samtímans

með sanni eru þeir.

En sjóararnir síkátu

þeir sigla landsins freygátu

gegnum eymd og armæðu

uns alheimurinn deyr,

og ekki orð um það meir.

Nú endar þessi leir.

Framstæða stjórnin að myndast...

Framstæðu mennirnirÞað hefði nú verið ansi glatað hefði Framsókn farið að mynda ríkisstjórn með VG og Samfó, flokkunum sem komu bönkunum í klær hrægammanna sem Framsókn vill nú fara að vængstýfa. Eiginlega hlæjilegt. Að auki hefði það verið fokkmerki framan í þjóðina sem sýndi það í kosningunum að hún treystir greinilega flestum betur en þessum tveimur "velferðarstjórnarflokkum" til að gæta hagsmuna sinna og stjórna Klakanum. Hún skolaði þeim niður. Þeir höfðu sín fjögur ár og skitu á sig. Ekki flóknara en það. Þeirra tími kom og nú er kominn tími á þá. Það var aldrei inní myndinni að Sigmundur færi að skeina þessum fálkum. Nógu leiðinlegt fyrir hann að eiga við hrægammana svo ekki bætist nú við að fara að reyna að sansa til algjörða fálka í ofanálag. Svosem allt í lagi fyrir kallinn að hafa spjallað aðeins við þessa furðufugla í ríkisstjórninni, haldandi fyrir nefið, og fá viðbrögð við grunnhugmyndunum og heyra í þeim fúleggjahljóðið (og gera í leiðinni Bjarna Ben kófsveittan og viðráðanlegri) - en að fara að taka þá inní ríkisstjórn - ekki að ræða það.

Ég held það sé mikill vilji hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum að láta hendur standa frammúr skálmum til hagsbóta fyrir land og lýð og láta þessi margfrægu hjól atvinnulífsins fara að snúast. Held þeir munu gera allt til að blása lífi í þjóðarlíkamann sem núverandi "velferðarstjórn" var á góðri leið með að kyrkja. Þeir þurfa nefnilega ekki annað en horfa á myrkraverk fráfarandi ríkisstjórnar og hroðaleg mistök eigin flokka í gegnum tíðina til að fatta að þeir verði að vanda sig einsog almennilegir motherfokkerar og hafa einhverja vitglóru í forgangsröðuninni og stjórnuninni allri, því það er ekki bara þjóðin sem er í húfi heldur pólitískt líf þeirra sjálfra. Held að Sigmundur sé mjög meðvitaður um þetta, einsog reyndar margt annað. Vonandi Bjarni líka. Einhverjar málamiðlanir munu þeir að sjálfsögðu gera, en heildarmyndin mun haldast í fókus. Þeir vita að ef þeir rísa ekki undir því trausti sem þeim hefur verið sýnt og standa ekki við gefin loforð þá mun fara eins fyrir þeim og "velferðarflokkunum." Þeim verður sturtað niður. Til þess eru vítin að varast þau. Á íþróttamáli: Til þess eru vítin að skora úr þeim.


mbl.is Byggja viðræður á stefnu Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formenn flokkanna og frammíkallar fjölmiðlanna

Jóhanna Sig var kvödd í dag og ríkisstjórn hennar verður bráðkvödd á morgun. Jóhönnu voru færðar rósir í tilefni hátíðarhaldanna. Líklega þyrnirósir. Í hennar sporum hefði ég sagt: "Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir."

En nóg um fögnuð, flugelda og dýrðarstundir. Við skulum ekki alveg tapa okkur í fagnaðarlátunum. Ég horfði á formenn 6 stærstu flokkanna á Stöð 2 í gærkvöld. (Verður ekkert spjallað við hina 200 formennina?) Þar kom margt skrítið fram. Guðmundur Steingrímsson, formaður Smáfylkingarinnar, líkti vogunarsjóðunum við góða og fróma fjárfesta og sagði að það væri óábyrgt af íslenskum stjórnmálamönnum að tala um þá sem hrægamma. (Allur heimurinn kallar þá sínu rétta nafni: Hrægamma). Slíkt tal gæti fælt frá aðra heiðarlega fjárfesta. Jájájájá.

Þarna var sterkur samhljómur með Scamfylkingunni (einsog í öðrum málum), sem hefur lengi talað um að ekki megi styggja þessa stálheiðarlegu snillinga því ímynd okkar gæti beðið hnekki útávið. Á svipaðan hátt talaði okkar ástkæra norræna velferðarstjórn í Icesave-málinu; við yrðum að borga þessa ólögvörðu kröfu því annað gæti eyðilagt orðspor landsins og allt færi hér í rauðglóandi hurðarlaust helvíti. Og svo er ennþá verið að tala um Sigmund Davíð sem lýðskrumara nr. 1 og gefið í skyn að hann hafi tekið þessa einörðu afstöðu gegn Icesave-ánauðarsamningunum sem sannfæringarlaus tækifærissinni til að skapa sér betri stöðu á svelli stjórnmálanna. Það getur varla talist málefnaleg og heiðarleg gagnrýni. Er það?

Katrín Jakobsdóttir var flott og lagði áherslu á að viðhalda skattastefnu ríkisstjórnarinnar, en eins og allir vita felst hún í því að skattpína almenning og fyrirtæki útúr kreppunni. Og útúr landinu. Og útúr heiminum, ef vel á að vera. Þetta er reyndar hagfræði sem enginn skilur nema íslenska velferðarstjórnin, en það er viss kostur.

VG og Scamfylkingin ætla að gera gasalega margt gott og göfugt eftir kosningar: Hjálpa eldri borgurum (oní líkkisturnar), fylla veski öryrkja (af reikningum), bjarga heimilum landsins (frá skuldaleiðréttingum), flæma óþurftarlið einsog lækna og hjúkrunarfólk úr landi og byggja svo hátæknisjúkrahús að því loknu. O.s.fr. Semsé halda áfram þaðan sem frá var horfið. Þarft verk og þrifalegt. Þau eru jú öll í hreingerningunum.

Þau ætla að sanna það EFTIR kosningar að hjarta þeirra slái með heimilum landsins en ekki bönkunum og fjármagnsöflunum. Við trúum því að sjálfsögðu. Gott mál.

Sigmundur og Bjarni voru ansi málefnalegir og svöruðu samviskusamlega, í þau fáu skipti sem þeir fengu að svara. Yfirleitt spurði fréttadúettinn þá einnar aðalspurningar og dembdi síðan á þá tíu aukaspurningum meðan þeir voru að svara aðalspurningunni. Það var frekar þreytandi, idjótískt, ófaglegt og ekki beint upplýsandi fyrir fróðleiksþyrsta áhorfendur. Tilhvers var þá leikurinn gerður ef ekki til að upplýsa fólk? Koma í veg fyrir að rök þeirra heyrðust?

Birgitta var fín. Með annan vinkil á hlutina. Svolítið öðruvísi, en þannig langar Guðmund Steingrímsson einmitt að vera. Stefna hans flokks í fjármálum, fyrir utan að ganga um borð í Titanic (ESB) og taka upp evru, virðist aðallega fólgin í því að gaumgæfa hugmyndir hinna flokkanna og pikka svo úr þær skárstu, því sjálfir hafa þeir engar. Stefnu flokksins má orða í tveimur orðum: Þeir ætla að "skoða málin."

Einsog venjulega fékk Sigmundur Davíð aldrei að klára svör sín og stöðugt var gripið frammí fyrir honum, aðallega af fréttakonunni og Árna Páli. Það sem uppúr stendur í þessari kosningabaráttu er hve stór hluti íslensks fjölmiðlafólks er svakalega hlutdrægur, óheiðarlegur í vinnubrögðum, illa að sér og asskoti dasaður.


mbl.is Jóhanna kvödd með rósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben ætlar ekki að segja af sér

Þegar stjórnmálamenn fá dasað fylgi í skoðanakönnunum segja þeir gjarnan eitthvað á þessa leið:

Við förum ekki eftir skoðanakönnunum heldur niðurstöðum kosninga. Tvær vikur eru langur tími í pólitík. Þó við séum með kúkinn í buxunum þá skulum vera alveg róleg og bíða og sjá hvað kemur uppúr kjörkössunum.

Núna er Bjarni að pæla í að segja af sér út af slæmu gengi í skoðanakönnunum, einkum og sérílagi út af niðurstöðu vafasamrar sérpantaðrar skoðunarkönnunar. Það er ansi galið, sérstaklega í ljósi þess að Hanna Birna hefur aðspurð líst sig hæstánægða með þessa bakstungukönnun. Alvöru gæar láta ekki fjósa sig svo glatt.

Vera má að þjóðin beri ekki mikið traust til Bjarna en ég býst við að þjóðin og Bjarni sjálfur beri enn minna traust til Hönnu Birnu eftir það sem á undan er gengið. Bakstungusár gróa ekki svo glatt.

 

Þegar maður leggur hnetuna í bleyti og raðar saman öllum brotunum í þessu ókræsilega púsluspili þá getur niðurstaðan aðeins orðið ein, þvert ofaní spár hinna mætustu manna:

Bjarni mun ekki segja af sér.

Nema náttúrulega að maðurinn sé bara eitthvert snarvankað sirkusnöttkeis, en þá á hann bara að fá sér einhjól og lúður og rauða krulluhárkollu og ganga í VG.


mbl.is Óvissa um framtíð Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfseyðingarflokkurinn

geir_haarde.jpgForysta Sjálfstæðisflokksins hefur verið í frekar miklu hakki eftir að Don lét af störfum. Ætti eiginlega að kallast Sjálfseyðingarflokkurinn. Geir Haarde var ekki alveg sá sprækasti í bransanum og átti það til að skjálfa einsog lauf í vindi þegar honum voru sagðar fréttir af þessu svokallaða “hruni.” Var einhvernveginn fæddur til að grillast. Var kastað frá völdum og dreginn á strýinu fyrir Landsdóm, vel pungsparkaður og bakstunginn af andstæðingum sínum. Var grillaður alveg innað beini og snæddur af “sorgmæddu” samverjunum í VG og “samherjunum” í Samfó.

 

Og nú er farið að kynda undir Bjarna Ben. Andstæðingar hans hafa verið að kasta í hann logandi eldspýtum einsog hverja aðra áramótabrennu frá því hann tók við þessu eldfima leiðindadjobbi en að þessu sinni eru það sjálfir samflokksmenn hans, nánir samstarfsmenn Hönnu Birnu, sem sjá um að reka formann sinn í bakið og þræða hann uppá tein og heilgrilla hann með epli í kjaftinum einsog hvern annan drullugölt. Frekar ódrengileg og ókræsileg kokkamennska. Kallinn verður líklega orðinn well done um miðnætti. Það er nefnilega siður sómakærra Sjálfstæðismanna að græða á daginn og grilla á kvöldin.

 

Feillinn sem Hanna Birna gerði í aðdraganda Landsfundarins, sem hún bauð sig fram til formanns á, var að segjast myndu hreinsa til í þingflokknum næði hún kjöri. Maður heillar ekki kafskítugar klóakrottur með grænsápu. Maður boðar ekki líf í grafhvelfingu. Auðvitað var hún ekki kosin af landsfundarmönnum. Það var hinsvegar þeirra feill. Þeir kusu sér hinn umdeilda og miður vinsæla en vansæla Bjarna Ben, með vafning sér um háls, – góðan gæa en ekki beint líklegasta aflakónginn á míglekum dallinum. Það hefur komið á daginn að fiskarnir flýja undan honum einsog fætur toga.

 

bjarni_ben.jpgNú er Bjarni kominn með nokkra vel brýnda kjöthnífa í bakið frá flokksfélögum sínum, stuðningsmönnum Hönnu Birnu, m.a. fyrrum kosningastjóra hennar, algerlega án hennar vitneskju, að sjálfsögðu. Einmitt. Maður talar aldrei um alvarlega hluti við kosningastjórann sinn.

 

Hanna Birna er hinsvegar ekki alls ókunnug hnífum því ég man að samstarfsmaður hennar og fyrrum borgarstjóri, Ólafur F. Magnússon, kvartaði sáran undan þrálátum eymslum í baki í hvert skipti sem hann snéri í hana bakinu. Loks snéri hann endanlega við henni baki en þá var hann líka kominn með heilu hnífasettin og kjötsöxin og keðjusagirnar í bakið og sagðist hafa verið plataður og svikinn af henni, í bak og fyrir. (Sjá t.d. HÉR)  Það má vera að kallinn hafi eitthvað verið að misskilja hlutina en þetta vildi hann nú meina. Núna vinnur Ólafur sem læknir á einhverri heilsugæslustöð, baki brotnu.

 

Á morgun vinnur Bjarni Ben kannski á Grillinu á Hótel Sögu, og þá meina ég ofan á grillinu, nú eða sem bíldælingur á einhverri bensínstöð, hugsanlega N1, þó það sé áreiðanlega ekki mjög heilsusamlegt fyrir svona logandi hræddan mann að vinna nærri bensínstöð. Ef aðförin virkar og hann er svældur burt með þessum hætti þá má reikna með að það reki fleyg í gegnum flokkinn, sem þýðir að þó að aðförin "virki" þá getur hún ekki virkað. Hönnu Birnu verður skiljanlega kennt um og varla verða stuðningsmenn Bjarna innan flokksins sælir með hana og þessar lyktir mála. Þetta lúalega athæfi mun gera flokknum meiri óleik en leik þegar upp er staðið.

 

Það getur verið skammvinn sigurvíma að kljúfa flokk í herðar niður og mikill Bjarna(r)greiði við flokkinn og kjósendur og sjálfan eftirmanninn (konuna), jafnvel þótt tilgangurinn sé gasalega góður og göfugur. Maður getur óvart rotað drukknandi mann (og flokk) með því að henda til hans björgunarhring. Ef maður rekur hníf í bak einhvers þá getur það komið í bakið á manni. Ég tek undir með Oscar Wilde: “A true friend stabs you in the front.”     


mbl.is „Ég útiloka ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímajól

Sveinki á eyrunumJólasveinninn er furðuleg fitubolla. Ekki ýkja góð fyrirmynd, hvorki börnum né fullorðnum.  Ekki nóg með að hann klifri niður strompinn heldur reykir hann líka eins og strompur. Afar ódannaður asni. Hef aldrei séð óreyktan jólasvein í verslunarkeðjum. Alltaf alveg freðinn. Hann slagar þarna um verslunarkeðjureykjandi, illa rakaður en samt angandi af rakspíra og einhverju ennþá sterkara. Svo vaggar þetta helvíti í spikinu eins og sæljón og klæðir sig eins og fífl. Afhverju er verið að hafa þetta fyrir fólki? Og ekki er nú orðaforðanum fyrir að fara hjá þessum leiðinda lúsablesa. Eina sem hann getur rumið útúr sér er HO HO HÓÓÓÓÓ! Algjörlega hélaður fæðingarhálfviti. Þó þetta sé vel steiktur gæi eftir allar þessar strompferðir þá veit hann vel að HO þýðir hóra á ensku. Þetta er bara óforbetranlegur klámkjaftur og drulluböllur.

typpikal jólasveinnOg þetta sem hann er með í pokanum er alveg örugglega þýfi. Það er svona einhver útrásarglæpamannafnykur af honum. Hefur örugglega óhreint mjöl í pokahorninu. Og svo annað: Úr því að hann þarf að vera svona fljótur í förum á milli húsþaka afhverju byrjar hann þá ekki á því að grenna sig um svona 200 kíló? Hvernig kemst þetta flykki yfirleitt úr sporunum? Þessi fýsibelgur er ímynd óhollustu, óheilbrigðis, sóðaskapar og vafasamra viðskiptahátta. Maður fer að missa alla trú á þessum bjána. Ég ætla nú samt að gefa honum annan séns og halda áfram að eiga viðskipti við hann og jafnvel kjósa hann á þing. Hann hefur gert það mikið fyrir heimili landsins...eða þannig.

 

 

Hvað um það. Rás 2 efndi til jólalagakeppni fyrir skemmstu. Um fimmtíu lög bárust. Ég á þarna tvö lög af þeim sex sem voru valin í úrslit. Annað lagið heitir Tvö fögur ljós og er sungið af Sigríði Guðnadóttur. Ef fólk kveikir ekki þá söng hún t.d. í óperunni Ommolettó eftir Pussuíní í Þjóðleikhúsinu hér um árið. Ég lýg því náttúrulega. Það sem ég vildi sagt hafa er að hún söng t.d. lagið Freedom með Jet Black Joe. Það er satt. Og gerði það vel. Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.

 

msxmas.jpgHitt lagið mitt í þessari keppni heitir Nútímajól og er sungið af mér og Öldu Björk Ólafsdóttur. Við Alda höfum gaulað mikið saman í gegnum tíðina, kannski af því að hún er alltaf með svo gott viskí í röddinni, jafnvel þó hún sé ekki prófessjonal fyllibytta.

Þetta lag fjallar um það hvað tímarnir hafa breyst. Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: "Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna." Svona "kynjaðar" jólagjafir þóttu ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta að sjálfsögðu hinn viðurstyggilegasti glæpur. Feministar spyrja í forundran: "Afhverju er endilega verið að raða bókum í strákasnann og þröngva greyið stelpufórnarlambinu útí púðaútsaum og stoppa í drulluskítuga sokka af helvítis karlpungaveldinu? Þetta er ekkert annað en kynbundið ofbeldi!"

 

boy_in_dress.jpgÞar sem ég er einn mesti hardcore feministi landsins þá færði ég þetta náttúrulega allt til betri vegar í textanum mínum. Ég breytti þessari staðalímynd og mismunun og snéri henni við þannig að nú er strákurinn orðinn "fórnarlambið" og allir geta tekið gleði sína á ný. Í textanum fær stelpan i-pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballetdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg obbosleg sáttir og hamingjusamir, nema kannski grey börnin sem skilja ekkert í þessari kynjaútfletjun fullorðna fólksins. Sem betur fer er ríkið farið að niðurgreiða kynskiptiaðgerðir því annars gætu heimili landsins átt það á hættu að fara á hausinn. Ríkisstjórnin er búin að redda vanda heimilanna. Svona er textinn:

 

 

 

 

Nútímajól

 

Blessuð jólin bresta á,

börnin hlakka til.

Nú er öldin önnur, já,

ég ekkert lengur skil.

Lítinn dreng og litla snót

lít ég á og hlæ.

Þau horfa á gjafir hugfangin.

Hátíð er í bæ.

 

Hún fær bók en hann fær nál og tvinna,

hún fær tindáta en hann fær meik.

Hann er látinn hekla, sauma og spinna,

henni er sagt að fara í bílaleik.

 

Hún fær dökkblá herraföt,

hann fær bleikan kjól.

Hann fær blúnduballetdress,

hún boxhanska og rjól.

Hann fær barbí og hausverk með,

hún fær byssutól.

Börnin horfa hissa á

og halda nútímajól.

 

Hún fær i-pad, hann fær nál og tvinna,

hún fær keðjusög en hann fær meik.

Hann er látinn hekla, sauma og spinna,

henni er att í sjóræningjaleik.

 

Hún fær slaufu og hálsbindi

og haglabyssurit.

Hann fær dúkku og dömubindi

og dragt í bleikum lit.

Hún fær bláan bartskera,

hann bleikan dúkkustól.

Börnin horfa hissa á

og halda nútímajól.

 

Hún fær sleggju, hann fær nál og tvinna.

Hún fær tjakk og felgulyklasett.

Hann fær rokk og hann er látinn spinna.

Hún fær rakstur, hann fær permanett.

 

Hún fær fínan bláan bíl,

bor og lóðbolta,

hann fær bleikan brúðufíl,

bikin'og straubolta.

Hún fær torfæruhjól og skegg, 

hann fær spunahjól.

Bæði horfa hissa á

og halda feminísk jól.

 

Hann fær prjóna, nál og nýjan tvinna.

Í nútímanum er jú skrúfa laus.

Neyðin kennir nöktum strák að spinna.

Nútíminn er haus sem snýr á haus.

 

 

Fólk getur farið inná ruv.is/jolalagakeppni og hlustað þar á lögin og kosið það lag sem því líst best á.

 

 


mbl.is Lét jólasveininn drepa í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórubragur

Þóra meyÞórudagur - Þjóðarhagur.

Þóra bjargar deginum.

Hún fylkir sér saman um sannleikann,

er samtvinnuð lífin´og veginum.

 

Þórupulsur, Þóruflokkur,

Þóruplaköt á hverjum stað.

Þóra hún mun hugga okkur

er harmur mikill steðjar að

 

því Þóra er móðir lýðs og lands,

linar þrautir sérhvers manns,

María meyer eina lífsvon almúgans,

einkadóttir Skaparans.

 

Þórustyrkir, Þórubasar.

Þóru drottningu samgleðjumst.

Þóruslagorð, Þórufrasar.

Um Þóru öll við sameinumst.

 

Þóruskyrtur, Þórumeik,

Þórupönnsur, Þórufeik.

Með Þóru mey í hug og hjarta

skal halda inní framtíð bjarta.

 

illvíg langammaÞarflegt mjög er Þórusmink,

það er gott við höggum vina.

Er Svavar gefur svaka vink

skal sminka yfir marblettina.

 

Ég margar illvígar ömmur þekki,

erfitt að færa þær til í böndunum.

Svavar heilsaði Ástþóri ekki

afþví hann var þreyttur í höndunum.

 

Við þurfum mjög á Þóru að halda

þó hún gefi óljós svör.

Þokum henni Þoku til valda

þó hún sé í engri spjör.

 

Þóra og börninÞórudúkkur, Þórubrúður,

Þóra fær myrkri í dagsljós breytt.

Þóruskötur, Þokulúður,

Þóru sameinumst öll sem eitt.

 

Um Þóru dýrðarsálma syngjum,

virgin_mary.jpgsöfnumst öll nú hana í kringum,

hefjum Þóru hátt á stall

og henni kyrjum Þóruskjall.

 

Ef að þú ert fallegt fés

og fræg úr TV þá ber þér lotning

og verður sjálfkrafa Sókrates

og sjálfkjörin sem Íslandsdrottning.

 

Þórudagur, Þóruhagur,

Þóruslagur, Þórubragur.

Þórumerki, Þórubolir,

_ora_me_bornin.jpgÞórufrasar að innan holir.

  

Þóruvöfflur, Þórublöðrur,

Þórusamfylkingarnöðrur,

Þórumusteri, Þórukirkja.

Þóra mun lýðræðið styrkja og virkja.

 

Þórubjórar, Þórubökur,

Þórusnúðar – snittur – kökur,

Þóruskilti, Þórutrú.

Þóruvæðum landið nú.

 

thorudagur_bordi.jpgHeiðarleiki og hreinskilni,

hófsemi og gagnsæi

eru hennar ær og kýr,

um það eru dæmin “skýr.”

 

Þóruhógværð, Þóru-gum,

Þóruauglýsingaskrum.

thorubolur.jpgPælum eingöngu´í umbúðum

því innihald tilheyrir frumstæðum.

 

Þrykktu á þig Þórumeiki,

það mun dylja innrætið.

“Hæverska og heiðarleiki

og hógværð” – það er mottóið.

 

 

Blessuð sé minning þessa framboðs. Votta Samfylkingunni og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blöðrur og bolir vinsamlegast afþakkaðir.

SS


mbl.is Afgerandi forysta Ólafs Ragnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geiri á Goldfinger. Minningargrein

Stormsker og Geiri GoldÞað eru orðin um 25 ár síðan ég kynntist Geira. Hann rak þá Næturgrillið í Kópavogi og þar pantaði maður sér oft staðgóðan morgunverð um helgar þegar maður var að vakna á kvöldin. Kjúkling og vodka. Skömmu síðar fór Geiri í útrás og flutti starfsemi sína alla leið til Reykjavíkur. Þar opnaði hann hámenningarmiðstöðina Skipperinn og svo 5 stjörnu restaurantinn Hafnarkrána sem sérhæfði sig í ristabrauði og landa í kók.

Geiri var ekki bara góður vinur minn heldur líka vinur litla mannsins, og þá er ég ekki að tala um Þór Saari, heldur þá sem minna máttu sín. Ég býst við að það hafi verið sælt að vera miðbæjarróni þegar Geiri átti Hafnarkrána því á hverjum degi í hádeginu gaf hann ógæfumönnum súpu sem hann mallaði í myndarlegum mannætupotti. Árið 1996 sat hann sjálfur í þessari súpu þegar staðurinn fór á hvínandi hausinn og hann með. Hann var með tvær hendur tómar og einn haus fullan af hugmyndum. Þessar tvær tómu hendur dönsuðu eftir höfðinu og hann lét þær standa fram úr ermum og opnaði skömmu síðar Maxim´s í Hafnarstræti sem hann kjaftfyllti af peningum og súludansandi englakroppum. Hinn siðavandi kappklæddi R-listi sem þá var við völd mátti ekki til þess hugsa að líf væri í borginni, hvorki fjármálalíf, skemmtanalíf, mannlíf né móðurlíf, og flæmdi þetta fyrirtæki eins og önnur vel rekin fyrirtæki uppí Kópavog hvar Geiri opnaði Goldfinger. Eftir það varð kallinn draumur allra tengdamæðra og átrúnaðargoð allra feminista.

Jón Ólafs, Geiri og StormskerMér þótti afar vænt um þennan sællega síkáta vin minn. Hann var óneitanlega mikill vinur vina sinna. Bjallaði oft í mig aðeins til að spyrja hvort allt væri ekki í orden og hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir mig. Við áttum saman ótal stundir hér heima og erlendis sem voru hver annarri skemmtilegri og óprenthæfari í virðulegt blað einsog Moggann.

Geiri byrjaði jafnan setningar sínar á: “Ég skal segja þér það...” Fyrir um mánuði sagði hann við mig: “Ég skal segja þér það að ef einhver skrifar ævisögu mína þá verður það þú. Það versta er að þú veist alltof mikið um mig. Það gengur ekki.” Og svo skellihló hann.

Hneykslunargirni og tepruskapur eru orð sem lýsa Geira ekki mjög vel. Honum leiddist ekki að vera innanum góða glæpamenn og fagrar dömur, jafnvel þótt þær væru í fötum. Hann fór aldrei í manngreinarálit og vinahópur hans samanstóð af háum og lágum, allt frá lögfræðingum og alþingismönnum uppí heiðarlega sómamenn.

geiri_erpur_og_stormsker_03_08_10.jpgÞað er seint hægt að saka Geira um að hafa verið venjulegur, flatur, smáborgaralegur persónuleiki, enda “normal” fólk það alleiðinlegasta stóð sem þrífst undir sólinni. Af einhverjum ástæðum virðist ég draga að mér manngerðir sem fólk almennt kallar “furðufugla.” Geiri Gold var einn skrautlegasti páfuglinn í prumphænsnakofanum Íslandi. Gull af manni. Hafði stórt og mikið gullhjarta sem maður hefði haldið að gæti ekki slegið feilpúst, en svo bresta gullhjörtu sem önnur hjörtu.

Blessuð sé minning þessa litríka skemmtilega góða vinar. Börnum hans og allri hans stórfjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð.

 

(Þessi minningargrein birtist í Morgunblaðinu í morgun).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband