Sofandi forseti og rotaðir fjölmiðlar

101_hotel_jpg_550x400_q95.jpg

 

Þessi fræga mynd birtist fyrir stuttu í breska blaðinu Daily Mail og þar var fjallað um Jón Ásgeir og co undir fyrirsögninni: „Djöflarnir að njóta síðustu daganna í helvíti."

Í greininni sagði að milljarðamæringurinn Jón Ásgeir, ljóshærða konan hans og vinir þeirra sem komu Íslandi á kaldan klaka, flissi og skemmti sér konunglega á eigin hóteli yfir rándýrum vínum, ósnortin af hrikalegu ástandinu í kringum þau. Gjaldþrota banki hans Glitnir skuldi breskum hlutabréfaeigendum milljónir punda, svo og fyrirtækjum og góðgerðarstofnunum. Meðan Ísland brenni og eignir séu frystar sé hr. Johannesson hinsvegar greinilega ekki á vonarvöl, um það vitni 85 punda flaska af hvítvíni á borðinu.

 

Hið skemmtilega Baugsblað DV (eru annars ekki öll blöð á landinu í dag í eigu Baugs?) kom að sjálfsögðu með leiðréttingu á þessari Daily Mail grein í gær og vitnaði í nýjasta Baugsblaðið Séð og heyrt en þar er viðtal við óþekktu ljóskuna á myndinni, Sybil Grétu Kristinsdóttur vinkonu Ingibjargar eiginkonu Jóns Náskers. „Sybil segir að þetta hafi ekki verið neitt svall, fólk hafi drukkið vatn og hún ekið öllum heim á eftir."

Afhverju þurfti hún að keyra alla heim á eftir ef allir voru í vatni? Fólk er náttúrulega yfirleitt ekki í ökuhæfu ástandi eftir taumlausa vatnsdrykku. Auðvitað voru þau öll bara í vatni einsog sést á myndinni. Fólk fer yfirleitt á 101 barinn á kvöldin með félögunum til að þamba vatn. Segir sig sjálft. Og hvað er betra en vatn úr bjórflöskum og 17.000 króna hvítvínsflöskum? Þessu vatni hefði þurft að breyta í vín, en kannski var búið að breyta víninu í vatn og það hefur þá verið í fyrsta skipti.

 

Áður en þessi hugulsama og dagsanna leiðrétting birtist í Dagblaðinu þá hafði Jón Trausti ritstjóri skrifað mjög heiðarlegan og góðan leiðara í DV (10. okt.) undir fyrirsögninni „Við brugðumst ykkur" þar sem hann segir m.a:

„Þjóðfélagið hefði aldrei farið á fullri ferð fram af brúninni ef það hefði ekki verið gegnsýrt af blekkingu í áraraðir. Blekkingin kom frá stjórnmálamönnum, viðskiptamönnum og líka þeim sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni, fjölmiðlamönnum....Það eru ekki lygasjúkir stjórnmála- og viðskiptamenn sem eru rót vandræða okkar, heldur fjölmiðlarnir sem endurómuðu lygina gagnrýnislaust....Íslenskt efnahagslíf verður aldrei heilbrigt ef fjölmiðlarnir rækja ekki skyldur sínar. Þeir eru allt of mjúkhentir í samanburði við erlenda fjölmiðla. (Hvernig skyldi nú standa á því?!!). Skylda þeirra snýr að almenningi en ekki stjórnmálamönnum og viðskiptamönnum....DV brást þjóðinni, eins og aðrir fjölmiðlar....Þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli."

 

DV ætlar semsé að snúa frá villu síns vegar og gerir það með þessari blekkingarlausu frétt um vatnsdrykkju og iðrun útrásarsnillinganna. Einmitt. Að öðru leiti er ég alveg hjartanlega sammála Jóni Trausta, enda var ég einn af örfáum í þessu þjóðfélagi sem studdi fjölmiðlafrumvarpið opinberlega á sínum tíma sem Ólafur Ragnar, forsöngvari og klappstýra útrásardólganna, neitaði að skrifa undir. Heilaþveginni þjóðinni fannst best og eðlilegast að allir fjölmiðlar væru á einni og sömu höndinni, - lófaloðinni krumlu sem jafnframt héldi utan um flesta aðra markaði landsins og heilan banka í ofanálag. Ef einhver annar en Davíð hefði lagt frumvarpið fram þá hefði það kannski farið í gegn, en annars efast ég um það því forsetinn var svo gríðarlega önnum kafinn við að mæra og verðlauna Baugshetjurnar og „útrásarvíkingana" einsog hann kallaði þá, og flakka með þeim um heimsbyggðina og kynna þá sem mennina sem myndu "auka hróður Íslands um ókomin ár." (Væri þjóðin ekki til í að kjósa yfir sig aðeins glámskyggnari forseta?) Ólafur Ragnar hefði sennilega alltaf neitað að skrifa undir frumvarp sem kæmi í veg fyrir að nábleik hönd Bónusgríssins hefði kverkatak á þjóðfélagsumræðunni.

 

BónusgrísinnÓli Bónusgrís

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                            (Ólafur Ragnar Grísson og Bónusgrísinn. Ólafur til hægri).

 

Nú er Bleika Höndin búinn að stinga Mogganum í vasann líka svo fólk hlýtur að vera afskaplega hamingjusamt og sátt. Og nú er forsetinn farinn að labba í skóla og fyrirtæki til að hugga fólkið sem útrásarfurstarnir og fjölmiðlaeigendurnir tóku svo kröftuglega í rassgatið að undan mun svíða næstu áratugina, - sömu mennirnir og hann studdi og styður dyggilega og þeir hann.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort snobbarinn Óli og spúsan skilji á næstunni... kella nennir varla að vera með forseta hataðasta og blankasta lands í heimi ha

DoctorE (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

væri kanski réttast að "handtaka" Dorrrrrit

Jón Snæbjörnsson, 17.10.2008 kl. 10:43

3 Smámynd: Sverrir Stormsker

Dorrit mun láta sig hafa þetta. Sem gimsteinasali kemst hún í kynni við svo margt flott lið í gegnum embættið . Annars fíla ég Dorrit helvíti vel.

Sverrir Stormsker, 17.10.2008 kl. 10:54

4 identicon

Ég elska Ólaf Ragnar Grímsson. Þó einhvernvegin vafðist fyrir mér hvor væri hvað á meðfylgjandi mynd. Takk fyrir ábendinguna. Deili ekki með þér fílunni þinn á Dorrit.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHA

Snillingur ertu SS

Ómar Ingi, 17.10.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Alvaran er ánægð með þig Sverrir !

Í Alvöru talað!

Ólafur Þór Gunnarsson, 17.10.2008 kl. 12:31

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona, svona Sverrir minn.

Magnús Sigurðsson, 17.10.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Heidi Strand

Að breyta vatn í vin eða vin í vatn?

Bleikt og blátt verður komin undir sömu sæng?

Heidi Strand, 17.10.2008 kl. 21:01

9 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Dorrit er bestust. Thú líka. ;-)

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Meðan vatnið rennur hef ég vinnu

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 17.10.2008 kl. 23:12

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er óhætt að segja að þú lífgar uppá kreppuleiðindin sem svífa yfir allstaðar.  Hvað segirðu um að koma með verulega góðan kreppuslagara í Júravísuna í ár.  Allir tárfella og greiða okkur atkvæði.  Við þurfum að halda stóra partíið og Ísland fer endanlega undir.  Þá ertu allavega búin að bjarga Davíð...........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þú ert sbnillingur! Poppuð útgáfa af bláu höndinni!

Jón Halldór Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 00:51

13 identicon

Æi þau eru svo mikil krútt Ólafur og Dorrit!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 08:43

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Hæ Lísa og takk fyrir síðast, (20 ár síðan held ég). Fínn dráttur . Held við fáum ekki mörg "samúðaratkvæði" í blessuðu Júróinu. Líklegast verður meira um egg og tómata. Meiraðsegja Gleðibankinn er farinn á hausinn.

Og Heidi gjörsamlega Strand: Eftir að Árvakur og Baugur (365) hnýttust saman þá væri ekki galið að kalla að endurskýra Fréttablaðið og Moggann: Bleikt og Blátt. Alveg hreint bráðnauðsynlegur hlutur. 

Var að tala við Kolfinnu Baldvins vinkonu mína. Hún var á fullu við að búa til mótmælaspjöld gegn Dabba og spurði hvort ég ætti snæri. Ég spurði hana hvort það stæði virkilega  til að hengja kallinn en það var ekki svo. Hún þurfti víst bara að binda saman eitthvað mótmælaspjaldadót. Ég bað hana að skila kærri kveðju til Helga Hósea.   

Gleðileg jól.

Sverrir Stormsker, 18.10.2008 kl. 13:30

15 Smámynd: Ómar Ingi

Þarna var ekki skálað í Vatni Siggi minn þrátt fyrir að slíkar yfirlyisingar

Rétt skal jú vera rétt dýrt Hvítvín var haft um hönd.

Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 20:40

16 Smámynd: Dante

Þessi vísa gekk um Óla "bónus"grís hér um árið en hún var svona ef einhver hefur gleymt henni:

Hann vanhæfur kemur að verkinu.
Vigdís plantaði lerkinu.
Hvert barn má það sjá
að Bónus hann á.
Það er mynd af honum í merkinu.
 

Dante, 20.10.2008 kl. 08:25

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég má til með að smella þessi inn hérna, ég var að pika þetta inn hjá mér í morgun og vonandi er mér það fyrirgefið

Hlutskipting launa bankastjóra skal gerð eins og með sjómenn !

Las það hjá kermit að nú hafi einhver banki þar í landi (Þýskalandi) óskað eftir því að eitt skilyrðanna er að bankastjórar mega ekki fá meira en 75 milljónir í árslaun. En það eru enginn smá laun fyrir að bera ábyrgðina á öllu verð ég að segja. Bankastjórar bera sömu ábyrgð og sem dæmi skipstjórar, þeir eru ábyrgir fyrir afkomunni, ef skipstjóri fiskar vel fá allir vel borgað, bæði hann og hans undirmenn og þá meina ég allir, ef það fiskast illa þá fá þeir minna í sinn hlut og oftar en ekki er skipt um skipstjóra sem fiskar illa, þeir eru látnir taka pokann sinn. Ef bankinn græðir vel fá bankastjórar feita bónusa, kaupréttasamninga og millistjórnendur eitthvað minna, en Lalli húsvörður og Gunna gjaldkeri fá ekki neitt ef það "fiskast" vel hjá bankanum, þetta þarf að skoða betur að mínu mati og hætta að gera svona ofurlaunasamninga við bankastjóra. Svo hefur þetta líka jákvæð áhrif hjá undirmönnum þeirra, ef bankinn "fiskar" vel þá sjá allir í bankanum að þeim verði umbunað svo gulrótaráhrifin virka frá efstu stöðu í neðstu stöður og allir græða.

Sævar Einarsson, 20.10.2008 kl. 08:32

18 Smámynd: Agný

Hvernig væri að hin vina sæla Dorrit reddaði peningamálum þjóðarinnar...er hún ekki með þeim ríkari sem á þessari jarðarkúlu búa.....hana ætti ekki að muna um að hjálpa Óla sínum....svo að hann fái ekki kryppu af kreppunni....

Agný, 21.10.2008 kl. 03:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband