Viðtal mitt við Júrótröllið Johnny Logan

Enginn hefur oftar unnið Eurovision en írski söngvarinn Johnny Logan. Alls þrisvar sinnum. Það met verður seint slegið. Ég tók fyrst almennilega eftir því hvað kallinn var helvíti góður söngvari þegar hann bauð okkur Júróförunum í lítið partý ´88 og tók þar nokkur lög. Brilleraði gjörsamlega.

 

stormsker_og_logan_23_05_08_b.jpgÞann 23. maí í fyrra hitaði ég upp fyrir Johnny á Hótel Íslandi. Hann hafði óskað sérstaklega eftir því við tónleikahaldarann Daníel Birgisson. Ég átti stutt viðtal við Johnny niðrí búningsherbergi áður en ég fór á sviðið og eftir spjallið var smellt af okkur þessum ágætu hryllingsmyndum. Ég ætlaði að birta þetta viðtal í einhverju blaði í fyrra en það varð ekkert úr því. Læt það flakka núna þar sem Júróið er nú í algleymingi. Þó þetta hafi kannski verið soldið skrítið viðtal þá fór það mjög friðsamlega fram. Svona er viðtalið orðrétt:

 

Hefur þér aldrei dottið í hug að nútímavæða nafnið þitt á tölvuöld og kalla þig  Johnny Login?

„Nei en ég hef kallað sjálfan mig mörgum öðrum nöfnum."

En Johnny Low-Gang?

„Nei, en ég hef kallað sjálfan mig Jenny Loganawitch."

Það myndi ég líka gera ef ég væri kynskiptingur. Ef þú þyrftir að breyta nafni hljómsveitarinnar hvort myndir þú þá velja nafnið Johnny and the Silver Beatles eða Johnny and the Golden Shower, nú eða Johnny and the Low-Gang?

„Myndi ekki hvarfla að mér að breyta nafninu."

Ef þú sæir Heather Mills (fyrrum eiginkonu McCartney´s) á götu hvort myndir þú ganga að henni og hvísla í eyrað á henni: „Hold me now," eða saga af henni heila fótinn og berja hana með honum?

„Spyrja hana „Why?"

Samdirðu lagið „What´s Another Air" til uppblásinnar dúkku?

„Það heitir reyndar "What´s Another Year" og Shay Healy samdi það."

Nú ert þú gagnkynhneigður held ég og mikið fyrir fallegar heilvita stelpur, en hvernig kanntu hinsvegar við femínista?

„Ekkert vandamál."

Jú, þeir eru reyndar vandamál, en finnst þér Eurovisionkeppnin vera hommalegri núna en hún var þegar þú tókst þátt í henni síðast fyrir rúmum 20 árum?

„Nei."

Finnst þér að hún mætti vera ennþá hommalegri en hún er núna?

„Nei, ég sá hana aldrei í þessu ljósi."

Finnst þér að það eigi að gera það að skilyrði fyrir þátttöku í keppninni að allir karlkyns flytjendur séu saurþjöppur?

„Nei, bara að þeir séu færir um að syngja."

Hvað heitir félagsmálaráðherra Albaníu?

„Ekki minnstu hugmynd."

Hvort heldur þú að skipti meira máli í dag í Eurovision, gott lag eða flott show?

„Gott lag."

Grætirðu af hrifningu þegar þú heyrir nýja íslenska lagið með Eurobandinu eða missirðu trúna á mannkynið?

„Bara ánægður með að þau skyldu hafa komist upp úr forkeppninni."

Afhverju ertu viss um að íslenska lagið muni hafna á botninum? Er það vegna þess að söngvarinn vill vera í botnunum?

„Hef ekki hugsað út í það."

Hvort myndir þú vilja að Osama bin Laden héldist á lífi í 4 ár í viðbót eða að George W. Bush sæti enn eitt kjörtímabilið?

„Drepa þá báða og láta hyldýpið leysa málið."

stormsker_og_logan_23_05_08_a_847700.jpgHeldurðu að þjóðríki einsog Vestmannaeyjar gæti einhverntíma átt smugu á að vinna Eurovision?

„Veit ekki alveg um hvað þú ert að tala."

Þú hefur greinilega fengið 10 í landafræði. Með kommu á milli. Hvað hefurðu lært í mörg ár á munnhörpu og túbu?

„Ég spila í rauninni á hörpu, ekki á túbu."

Finnst þér að dvergar ættu að hafa sömu mannréttindi (human rights) og fullvaxta fólk?

„Nei, meiri, og ekki bara rights heldur lefts."

Kemur það oft fyrir að kellingar hendi nærbrókunum sínum og hótellyklinum uppá svið þegar þú ert að skemmta?

„Ekki nógu oft."

En þegar það gerist hvort þefar þú þá af nærbrókunum og kastar þeim með hryllingi út í sal aftur, eða stingur þeim innan á þig og þefar af þeim þegar þú kemur upp á hótelherbergi?

„Hvorugt."

Hefur það komið fyrir að gamlir sveittir feitir og fúlskeggjaðir vörubílstjórar hafi fleygt nærbuxunum sínum upp á svið?

„Ekki beinlínis."

En þegar það gerist hvort hefur þú þá þefað af bremsuförunum á sviðinu og stungið nærbrókunum inn á þig eða bara stungið þeim strax inná þig og þefað af þeim þegar þú hefur verið kominn uppá hótelherbergi?

„Hvorugt svo ég muni."

Svo þú munir? Einmitt. Hvort semur þú lögin þín á sekkjapípu eða hermannalúður?

„Á píanó."

Hefurðu einhverntíma fengið svo mörg egg og tómata í hausinn á tónleikum að þú hafir pælt alvarlega í því að opna matvöruverslun?

"Ég hef aldrei fengið neitt svona í hausinn."

En múrsteina?

"Nei, aldrei." 

Hvað hefurðu þá fengið í hausinn?

"Ég hef aldrei fengið neitt svona í hausinn?"

Ertu alveg viss? Þú ert semsagt bara fæddur svona? En hver er frægasti homminn sem þú hefur hitt fyrir utan söngvarann Boner í U2?

„Elton John."

Veistu hversu margir erlendir söngvarar hafa verið skotnir í vömbina með afsagaðri haglabyssu á Íslandi sem spila ekki réttu lögin fyrir fólkið?

„Gomma."

Heldurðu að þú náir upp góðri stemningu á Hótel Íslandi eða áttu von á því að vera spreyaður með táragasi og fjarlægður með lögregluvaldi?

„Ég held að hvorugt muni gerast. Get ég átt von á því?"

Já, ef ert eitthvað ósáttur við íslenskt verðlag. Passaðu þig bara á að vera ekki með neitt múður á milli laga.

„Ókey, ég skal passa mig á því."

Hvar léstu sauma þessa hárkollu sem þú ert með?

"Þetta er ekta."

Ekta hárkolla?

"Nei, ekta hár."

Einmitt. Þú ert flottur brandarakarl. Hvort ætlarðu að syngja eða vera með stand up show í kvöld?

"Ég er söngvari."

Einmitt. Og ég er Spiderman. Þakka þér fyrir spjallið. Viltu ljúga einhverju meiru svona í lokin?

"Ég bara vona að allir skemmti sér vel í kvöld."

Þú vonar það já. Er þetta óraunsæi meðfætt eða þarf maður að hafa mokað í sig smjörsýru? Þú þarft ekki að svara þessu. Ég fer núna á sviðið og þú heldur bara áfram að lifa í voninni kúturinn minn. Þakka þér aftur fyrir spjallið. Ertu ekki bara annars happy?

"Jú jú, ég er mjög hamingjusamur."

Gott. Ég vildi að eg gæti sagt það sama um fólkið sem mun hlusta á þig á eftir. Vertu blessaður.

"Blessaður."

Vertu blessaður. Blessaður, blessaður, blessaður, blessaður.

"Blessaður."

stormsker_og_logan_23_05_08_jsm6588_847703.jpgVertu alveg hreint margblessaður í bak og fyrir.

"Já, takk. Vertu sæll."

Ég veit það nú ekki. Ég er að fara að hlusta á þig á eftir.

 

Við semsagt kvöddumst svona vel og vandlega og hittumst svo aftur klukkutíma síðar og fengum okkur í glas.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Hér er um ruddalega gott viðtal að ræða.

Berglind Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 15:04

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Alltaf gaman að þér Sverrir. þú ert svo ósnobbaður og hreinskilinn en ég myndi ekki vilja lenda í viðtali við þig. Ég er nefnilega langt frá því að hafa alltaf rétt fyrir mér og þú ert svo hittinn á veiku punktana. Tekur sjálfan þig ekki of alvarlega. Svona fólk er svo frjálst og selur ekki skoðanir sínar. þurfum fleiri svona íslandi.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Einkennilegt viðtal, jæja skítt með það, en það sem ég hjó eftir með Sverri, að hann vildi endilega fá Logan til þess að segja að þetta væri hommakeppni, Sverrir ertu ekki að skilja þetta, þetta er Eurovision song contest keppni, en auðvitað er til fólk sem vill hafa þetta "gay" keppni, mér er svo slétt sama, eina sem mér er annt um er Ísland, og hvernig er lagið sem mín ástkæra þjóð sendir, og okkar lag "hans Óskars Páls" er eitt það besta sem við höfum sent í þessa keppni, og Jóhanna skilar þessu af sér með sóma.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.5.2009 kl. 20:12

4 identicon

Þetta var virkilega fallegt viðtal 

Brúnkolla (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Hörður Halldórsson

„Hvað heitir félagsmálaráðherra Albaníu“? snilld.

Hörður Halldórsson, 14.5.2009 kl. 23:49

6 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berglind. Skal reyna að gera betur næst.

Anna Sigríður: Myndi nú gjarnan vilja taka þig í smá spjall á Sögu. Spjalla (við) þig aðeins.

Sverrir Stormsker, 15.5.2009 kl. 07:10

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berlind. Já, virkilega fallegt og smekklegt viðtal. Reyndi að vera eins kurteis og ég gat og þetta var útkoman.

Hörður: Kunni ekki við að spyrja hann hver væri borgarstjórinn í Reykjavík. Þar hefði ég líka staðið á gati, enda skipt út á klukkutima fresti. 

Sverrir Stormsker, 15.5.2009 kl. 08:31

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ægir: Þú trúir ekki hvað mér er slétt sama hvort þetta sé drullupumpukeppni eða hedró, þó ég hafi soldið gaman af að spauga með þetta. Dreg ekki fólk í dilka eftir kynhneigð. Er svo nákvæmlega sama hvar menn hafa sinn göndul kallinn minn.

Það er ekki hommismi sem mun ganga af heiminum dauðum heldur ALVARA og "ættjarðarást." Menn taka hlutina allt of alvarlega. Halda að sitt land sé það besta í heimi afþví að þeir fæddust þar. "Mér er annt um Ísland." "Mín ástkæra þjóð," einsog þú segir. Úúúúfffffff. Ættjarðarást er ekkert annað en sjálfsupphafning og sjálfsdýrkun. Gorgeir. Rörsýni. Heimska. Undirrót styrjalda. Við búum ekki bara í einhverju landi heldur á hnetti og hnötturinn er sandkorn í Vetrarbrautinni og Vetrarbrautin er sandkorn í alheiminum. Þetta er ekkert voðalega flókið ef menn ná að toga hausinn úr rassgatinu á sér.

Hvað um það. Þetta er fínt lag hjá honum Óskari Páli. Vinnur á við hlustun einsog ég sagði hér fyrir nokkrum mánuðum, og Jóhanna "litla" gerir þessu góð skil. Ég hef reyndar sagt í nokkra áratugi að það eina sem vanti í Júróið í dag séu flottar melódíur. Þær virðast einhvernveginn hafa gufað upp að megninu til á 9nda áratugum. Get þessvegna því miður ekki annað en verið sammála Abbadrengnum Benny Anderson, sem ég lít á sem einn besta lagasmið í heimi. Sjá HÉR.

Sverrir Stormsker, 15.5.2009 kl. 08:43

9 Smámynd: Stefán Jónsson

Hahahahaha, snilldar viðtal.
"What´s Another Air"
Nú skilur maður betur um hvað lög eins "Love is in the air" fjalla

Stefán Jónsson, 15.5.2009 kl. 09:42

10 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Hvað er að fólki?   það er bullandi kynvilla í þessari song contest.  Bullandi kynvilla.

Berglind Guðmundsdóttir, 15.5.2009 kl. 11:14

11 Smámynd: Sverrir Stormsker

Stefán. Já, það er rosaleg skítalykt af málinu.

Berglind: Það er þvílík bullandi sullandi drullandi kynvilla í þessu song contesti að það hálfa væri margfalt meira en nóg. Þetta bara gengur ekki. Ég hringi á lögregluna! Árni Johnsen hlýtur að vera okkur sammála.

Sverrir Stormsker, 15.5.2009 kl. 11:22

12 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Sverrir, þetta er flottar myndir af ykkur saman, þér og Jóni Lók.

Sölvi Arnar Arnórsson, 15.5.2009 kl. 23:03

13 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Kallinn myndast svo vel, hnarreistur og tígarlegur. Myndarlegur og laglegur. Stormurinn rokkar feitt.

Berglind Guðmundsdóttir, 16.5.2009 kl. 01:13

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Sölvi. Johnny Lókur hefur alltaf myndast vel. Tók sig sérstaklega vel út í 8 millimetra klámmyndunum, þar sem hann tók hann vel út. Síðan þá hefur hann verið kallaður Johnny 8 millimetra.


Sverrir Stormsker, 16.5.2009 kl. 10:13

15 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berlind. Johnny er vígalegur gosi enda með eina flottustu kolluna í bransanum. 20 punda girni. Ég fékk mína hinsvegar á flóamarkaði einsog sést. Eiginlega ekkert eftir af henni nema flösurnar. Get ekki einusinni losnað við hana á ebay.

Sverrir Stormsker, 16.5.2009 kl. 10:16

16 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Er ekki tímasóun að líta á svona hommaling? Hvað þá taka viðtal við hann?

Siggi Lee Lewis, 16.5.2009 kl. 13:51

17 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Bíddu er Evruvísukeppni núna eða?

Siggi Lee Lewis, 16.5.2009 kl. 13:52

18 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Ég býð kassa af öli fyrir kollukvikindið. Díll ?

Berglind Guðmundsdóttir, 16.5.2009 kl. 20:08

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Johnny er auðvitað lifandi goðsögn en það er Sókrates líka - aldrei hafa Íslendingar lagt aðra eins ofurást á nokkurt lag og aldrei urðu vonbrigðin sárari en einmitt þá. Það rann upp fyrir okkur þá að við erum ekki eins og annað fólk.

Baldur Hermannsson, 16.5.2009 kl. 22:00

20 Smámynd: Sverrir Stormsker

Siggi Lee. Neinei, það er engin tímasóun að spjalla við Johnny kallinn. Fínn náungi og alveg blessunarlega laus við stjörnustæla.

Já Júróið var víst í gær. Má til með að nota hér tækifærið og óska Jóhönnu og Óskari Páli til hamingju með gott gengi. Hún söng þetta helvíti vel. Sem betur fer var mikill reykur á sviðinu þannig að kjóllinn sást ekki vel. 

Sverrir Stormsker, 16.5.2009 kl. 23:46

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berglind. Johnny lagði allt sparifé sitt í Icesave þannig að ég er alveg viss um að hann myndi samþykkja einn bjórkassa fyrir kollukvikindið. Mína geturðu fengið á einn pakka af London Docks, og þá er ég að tala um efri kolluna, þessa sem ég er með á hausnum.

Sverrir Stormsker, 16.5.2009 kl. 23:52

22 Smámynd: Sverrir Stormsker

Baldur. Það er rétt, við erum ekki einsog annað fólk. Þeir sem segja að Íslendingar séu heilbrigðir eru geðbilaðir

Sverrir Stormsker, 16.5.2009 kl. 23:58

23 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Hvað viltu fá fyrir neðri skreytinguna?

Berglind Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 01:24

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

BWAHAHAHAHA

Baldur Hermannsson, 17.5.2009 kl. 01:38

25 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berglind. Læt neðri kolluna, þessa að framanverðu, á sky high prís: Tvo London Docks pakka. Ekki einum vindli minna.

Sverrir Stormsker, 17.5.2009 kl. 01:58

26 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

it´s a deal. Komdu kolluhelvítunu til mín á morgun og verð reddí með London Docks hommaretturnar tilbúnar.

Berglind Guðmundsdóttir, 17.5.2009 kl. 02:45

27 Smámynd: Sverrir Stormsker

Berglind. Kolluhelvítið er því miður í Asíu og er í mikilli notkun einsog eigandinn, en ég skal senda þér hana með hraðpósti. Kem henni í togara á morgun. Þú verður sjálf að kroppa flatlýsnar úr henni.

Sverrir Stormsker, 18.5.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband