Færsluflokkur: Bloggar

For(n)maður Framsóknar og viðhengi hans

Guðni í sleik við búkolluEinsog frægt er orðið þá rauk Guðni Ágústsson for(n)maður Framsóknarflokksins út úr þætti mínum "Miðjunni" á Útvarpi Sögu fyrir skömmu. Ég held að það hafi aldrei gerst fyrr að stjórnmálamaður hafi rifið af sér tólin og rokið á dyr í fússi úr miðju viðtali, og þá á ég náttúrulega við heyrnartólin. Það var tvennt sem ég tók eftir að honum mislíkaði stórlega, annarsvegar að ég skyldi hafa minnst á að hann væri sveitamaður og hinsvegar að ég skyldi ekki vera gapandi og slefandi af hrifningu yfir landbúnaðarkerfinu, semsé niðurgreiðslunum, beingreiðslunum, verndartollunum, ofurstyrkjunum, innflutningshöftunum og allri þeirri snilld.

 

Hann tók það afar skýrt fram að hann væri borgarbarn og neitaði því staðfastlega að hafa nokkurntíma átt belju og mér þykir það svolítið skrítin yfirlýsing af framsóknarmanni úr sveit, einu stærsta fjósi Suðurlands. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að vera sveitamaður og beljuhluthafi.

 

LandbúnaðarkerfiðGuðni fyrtist við þegar ég sagði að að íslenska landbúnaðarkerfið væri peningaklósett sem um 15 milljörðum af skattfé landsmanna væri sturtað niður í árlega. (Við eigum heimsmet í þessu einsog öðru gáfulegu). Hann sagði þessa upphæð kolranga en rökstuddi það ekki nánar heldur bifaðist af geðshræringu og hvolfdi í sig sjóðandi heitu kaffi. Hann fyrtist ennþá meira við og herti á kaffidrykkjunni þegar ég sagði að íslenskur landbúnaður hlyti að þola utanaðkomandi samkeppni úr því að hann væri svona stórkostlegur og allt væri baneitrað sem kæmi að utan. Neytendur ættu einfaldlega að fá að velja og hafna. Orðið „samkeppni" virtist fá þennan fyrrum lambbúnaðarráðherra „frjálshyggjustjórnarinnar" til að nötra af bræði. Hann lyftist upp úr stólnum yfir óskammfeilni minni þegar ég spurði hann hvort að landbúnaðurinn væri til fyrir okkur neytendur eða hvort að neytendur væru til fyrir landbúnaðinn. Kaffikannan hvarf ofan í hann. Það sem gerði útslagið varðandi flótta hans úr stúdíóinu var ekki beljudjók heldur einfaldlega skilningsleysi mitt á guðdómlegri framsóknarmennsku, afdalamennsku, einangrunarhyggju. Ég erÍslensk pólitík eins lítill framsóknarmaður og hægt er að hugsa sér svo það er kannski ekkert skrítið að ég skyldi fara í þær taugar á Guðna sem hann var ekki búinn á. En auðvitað átti hann ekki að flýja út úr stúdíóinu einsog ofverndað niðurgreitt fjallalamb á leið á grillið heldur bara að svara spurningum mínum og beina mér, afvegaleiddum sauðinum, á rétta braut, semsé á hinn beina og breiða framsóknarveg sem liggur til himnaríkis sérhagsmuna og afturhalds. Hann æddi rauðþrútinn af bræði fram á gang og fór fram á það við lögfræðing Sögu að þessi þáttur yrði aldrei endurfluttur og að ég yrði rekinn. Bíddu, er gæinn í kínverska kommúnistaflokknum? Vill hann hefta tjáningarfrelsið líkt og innflutning á búvörum? Er ekki nóg að þroski Framsóknar sé heftur? Kannski finnst Íslendingum sjálfsagt að stjórnmálamaður skipti sér af frjálsri útvarpsstöð með þessum hætti enda erum við vanir pólitískt skipuðu útvarpsráði frá því við kveiktum fyrst á varpinu, en þetta getur varla talist í lagi árið 2008.

 

Í kjölfar þáttarins geystist framsóknarþingmaðurinn Bjarni Harðarson fram á bloggvöllinn til að þrífa upp eftir for(n)manninn og sagði að ég hefði orðið mér til skammar en tók jafnframt fram að hann hefði ekki hlustað á þennan umrædda þátt og ætlaði sér aldrei að gera það. (Sjá:  http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/603970/). Greindarlegt.  Framsóknarlegt. Ef að Guðni og framsóknardindlarnir í kringum hann vilja meina að það hafi verið ég sem hafi orðið mér til skammar í þættinum en ekki Guðni hversvegna var Guðna þá svona mikið í mun að þátturinn yrði Guðni og Bjarniekki endurfluttur en mér ekki? Bjarni Harðarson laug því uppá mig á moggabloggi sínu að ég hefði viðhaft ærumeiðandi ummæli um Steingrím J., Árna Mathiesen og Sigurbjörn biskup. Þessu hefði Bjagni líklegast ekki logið ef hann hefði hlustað á þáttinn, en sumir kjósa að skjóta fyrst og spyrja svo, og þykir kúl. Hvað yrði sagt um bókagagnrýnanda sem rakkaði niður verk opinberlega eingöngu af afspurn nokkurra félaga? Hann yrði réttilega sagður sauðheimskur og rekinn á nóinu. 

 

Til fróðleiks fyrir Framsókn og aðra má geta þess að það má hlusta á þáttinn og hneykslast á undirrituðum á www.stormsker.net.

Eina sem gæti kallast ærumeiðandi ummæli viðvíkjandi þættinum er þessi lygi Bjarna Harðarsonar þingmanns að ég hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli. Það má skoða það mál. Endurtek: Þann dóm felldi hann í ofanálag án þess að hafa heyrt þáttinn, sem hlýtur að teljast heims(ku)met?! Mér finnst það ábyrgðarhluti af mönnum sem hafa þann starfa að setja okkur almúganum lög að þeir skuli í valdhroka sínum ljúga opinberlega uppá fólk Dæmigerður pólitíkussem þeir starfa í umboði fyrir. Ég, einsog aðrir Íslendingar, er að sjálfsögðu orðinn vanur því að stjórnmálamenn ljúgi mér en ég hef ekki átt því að venjast að stjórnmálamenn ljúgi uppá mig á opinberum vettvangi. En það má kannski venjast því frá þeim einsog öðrum. Ég veit ekki á hvaða vegferð Framsóknarflokkurinn er en hann sækir allavega ekki fram á við. Meiraðsegja nafn flokksins stenst ekki skoðun. Eftir fáein ár mun Guðni segja við Bjarna: „Þar sem 2 framsóknarmenn koma saman á flokksþingi, þar er 100% mæting." 

 

 

Þessi grein birtist í 24 Stundum, 12. ágúst. 


Þáttur Stormskers með Guðna ekki endurtekinn

Guðni gleðigjafiEinsog hlustendur Útvarps Sögu hafa eflaust tekið eftir þá var þátturinn með mér og Guðna Ágústssyni ekki endurtekinn klukkan 4 í dag einsog til stóð og búið var að auglýsa villt og galið. Ég hef sjálfur ekkert heyrt í Arnþrúði vinkonu minni og fæ yfirleitt síðastur manna að vita hvenær þáttur minn er endurtekinn, en ég trúi því ekki að óreyndu að Arnþrúður láti framsóknarforkólfana beygja sig og breyta sinni frjálsu og óháðu útvarpsstöð í ófrjálsa og háða. Ef að þátturinn verður endurtekinn þá vona ég fyrir hönd hlustenda að það verði ekki á einhverjum fáránlegum tíma þegar allir eru í móki. Ef hann verður hinsvegar ekki endurtekinn þá er ég hættur med det samme því ég  myndi aldrei undir nokkrum kringumstæðum vilja starfa á fjölmiðli sem væri í vasanum á stjórnmálamennum sem reyndu að hefta mitt tjáningarfrelsi. En sem ég segi: Ég trúi því ekki að kröftug spaugsöm manneskja einsog Arnþrúður láti einhverja grafalvarlega sveppi segja sér fyrir verkum.

Ég þykist vita að Halldór E og Markús Þórhallsson séu ekki beint ánægðir með það frekar en ég að hafa verið að kynna endurflutning þáttarins á tilteknum tíma sem svo var ekkert að marka, og ég hef aldeilis fengið að heyra það í mín eyru að hlustendur eru ekki par ánægðir heldur. En ég get því miður ekki beðist afsökunar á einhverju sem ég ræð engu um.

Guðni fór fram á það við Arnþrúði strax eftir viðtalið að þátturinn yrði ekki endurfluttur og að ég yrði rekinn. Ef að Guðni og litlu framsóknardindlarnir í kringum hann vilja meina að ég hafi orðið mér til skammar í þættinum en ekki Guðni sjálfur hversvegna er þeim þá svona mikið í mun að þátturinn verði ekki endurtekinn? Framsóknarmenn og aðrir stjórnmálamenn verða að fara að skilja að þeir eiga ekkert með að vera að grauta í frjálsum fjölmiðlum og reyna að hafa áhrif á hvað þar er sagt og gert. Læt meira heyra í mér síðar um þetta mál.

Þátturinn verður kominn inná heimasíðu mína á mánudaginn:  www.stormsker.net  hvað svo sem afturhaldssamir framsóknarstrumpar reyna að röfla í mér. 


Séríslensk galin verðlagning

MengunardollaÁður en þungaskattur var afnuminn á klakanum þá var dísilolían helmingi ódýrari en bensín. Núna er lítrinn af henni um 20 krónum dýrari þrátt fyrir að vera mun umhverfisvænna eldsneyti og margfalt ódýrara víðasthvar annarsstaðar í heiminum. Hvernig skyldi nú standa á þessum séríslenska verðmun? Jú dísilbílar eru nefnilega neyslugrennri og það er hægt að komast lengra á lítra af dísil en bensíni. Það skal sko enginn fá að græða á því að vera á dieselbíl jafnvel þótt hann mengi mun minna. Nei, ekki hér. Á sama tíma tala hugsuðirnir á Alþingi um að það beri að minnka loftmengun. Einmitt.

 

Með 10.000 króna gambraSama víðáttuvitlausa séríslenska verðlagningin er viðhöfð í Á.T.V.R. Þar eru vínin ekki verðlögð eftir gæðum heldur fyrst og fremst eftir alkóhólsmagni. Þannig getur t.d. handónýtt vín sem kostar 300 kall í siðmenntuðum löndum kostað hér á Íslandi 2000 kall. Víða erlendis getur gott rauðvín verið dýrara en rótsterkt vín, en hér er eingöngu rýnt í prósentustigið. Svona brennivínslegin alkóhólista„hugsun" í verðlagningu vína þekkist hvergi í veröldinni nema ef vera skyldi í Noregi og Svíþjóð, tveimur af þremur leiðinlegustu löndum heimsins.

 

Íslenskur séntilmaður Grænmeti er hér dýrast í heimi en ætti sem hollustufæði að vera hræódýrt. Með svona galinni verðlagningu og öfugsnúinni neyslustýringu á öllum sviðum er verið að framleiða vínmenningarlausa svínfeita umhverfissóða.

 

 

 (Þessi pistill minn birtist í 24 Stundum 26. júlí).

 

Í þætti mínum "Miðjunni" á Útvarpi Sögu Fm 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00 verður gestur minn enginn annar en Guðni Ágústsson sprelligosi og fyrrverandi lambbúnaðarráðherra. Við munum fara vítt og breitt yfir sviðið sviðið og líklegast mun hann taka sér stöðu fyrir aftan eldavélina og herma eftir Jóhannesi Kristjánssyni eftirhermu.

Fyrri þætti má finna á:  www.stormsker.net 


Frelsi til að gagnrýna "frjálshyggjuna"

Friedman bróðir bestiPólitíkin hér á Los Klakos er persónuleg og sveitó. Fólk límir sig á ákveðið lið og reynir síðan að aðlaga sannleikann að flokksskoðuninni í stað þess að aðlaga skoðanir sínar að sannleikanum.

Þegar ég segist t.d. líta á gjafakvótakerfið sem óréttlátt nonsens, landbúnaðarhaftakerfið sem peningaklósett og Íraksstríðið sem óráðsrugl þá halda sumir að maður hljóti að hafa eitthvað persónulega á móti Davíð Oddssyni.

 

Marx bróðirinnSumum ósjálfstæðum Sjálfstæðismönnum finnst að ég sem hægrisinni eigi helst að tapa allri sjálfstæðri hugsun um leið og Sjálfstæðisflokkurinn opnar munninn. Bush-syndromið: „Þeir sem ekki eru með mér í einu og öllu eru á móti mér." Styðja frjálshyggjumenn ekki frelsi til að gagnrýna „frjálshyggjuna?" Er hér kommúnísk "frjálshyggja?"

 

 
TrúmaðurStjórnmálakerfi umbreytast oft í trúarbrögð, hvort heldur spámaðurinn heitir Marx eða Friedman. Þeir sem halda að allur sannleikur heimsins rúmist í einni kenningu eru trúmenn, líkt og stalínistinn Þórbergur. Menn verða að halda gagnrýninni hugsun ef þeir vilja halda trúverðugleika því annars þurfa þeir að halda kjafti fyrir kosningar.

Hverskonar frjálshyggja er það sem tekur því sem árásum á Foringjann ef maður leyfir sér á stundum að vera á öðru máli en hann og Flokkurinn? Máski stendur hin séríslenska „frjálshyggja" of nálægt kommúnismanum um margt, sérstaklega hvað varðar útþenslu ríkisbáknsins og bælda skoðanatjáningu.

 

 

Þessi pistill minn birtist í 24 Stundum, 28. júní.

 

 

Minni vitaskuld á þátt minn "Miðjuna" á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur minn að þessu sinni er glaumgosinn og reiðhrókurinn Fjölnir Þorgeirsson. Honum hefur einstaka sinnum brugðið fyrir í Séð og Heyrt og í nýjasta heftinu segist hann vera búinn að fá sig fullsaddan af kellingum og öllu sem þeim tengist. Þetta alvarlega mál þarf að spyrja hann aðeins nánar út í. Ætlar hann alfarið að snúa sér að hryssunum og dýrunum í sveitinni eða ætlar hann bara að toga í rörið á sér það sem eftir er? Hver djöfullinn er eiginlega að gerast með þennan mann?! Ætlar hann að bregðast sínum skyldum einsog ríkisstjórnin?!!!

Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net 


Skriffinnska ofar mannúð

SkriffinnskublókPappírsapiInnflutningur manna og annarra dýra er ekki vel séður á Íslandi nema helst á vinnuþrælum og glæpaklíkum frá Austur Evrópu. Öldum saman hefur meiraðsegja innflutningur á hráum kjötvörum verið bannaður vegna „sýkingarhættu,“ sem þýðir á mannamáli: Vegna samkeppnishættu. Við neytendur erum nefnilega til fyrir íslenskan landbúnað en ekki öfugt. Á stríðsárunum var landflótta gyðingum vísað héðan beint í gasklefana af stjórn Hermanns Jónassonar. Ísland Ísland Uber Alles! Ísbirnir sem villast hingað eru tafarlaust skotnir í tætlur með blessun umhverfisráðherra, og nýverið var góðum Keníamanni, Paul Ramses, fleygt úr landi og fjölskyldu hans sundrað og drekkt í reglugerðarrugli. Á Íslandi er alltof mikið af ísköldum skriffinskublókum með reglustiku í hjartastað og þrætubók í heilastað.

ReglumaðurReglur reglumannsinsÁ meðan Ingibjörg Sólbrún er uppfyrir haus að sinna mannúðarmálum í Öfganistan þá eru mannréttindi fótumtroðin heimafyrir. Gjafakvótakerfið gott dæmi. Ramses hefur greinilega átt fárra kosta völ úr því hann ákvað að koma hingað á kaldan klakann; kaldasta og hjartakaldasta blýantanaggrísabæli á heimi. Hefði hann verið austur evrópskur sakavottorðslaus kaldrifjaður glæpon þá væri hann hér kominn með fasta búsetu og líklega orðinn ráðherra í ríkisstjórninni. Stjórnvöld eiga bara að ímynda sér að þau séu Davíð Oddsson og að Ramses sé Fisher og málið dautt.

 

 

 

 

 

Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 12. júlí

 

 

 

 

 

Í þætti mínum "Miðjunni" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag klukkan 16:00 verður gestur minn hin skelegga athafnakona Jónína Benediktsdóttir sem hefur lítið álit á Útvarpi Sögu og hefur munninn fyrir neðan nefið og hökuna fyrir neðan munninn og hálsinn fyrir neðan hökuna og svo mætti áfram telja þangað til maður væri orðinn dónalegur. Hún mun vafalaust tjá sig um Baugsmálið, stólpípur og margt annað þarft og þrifalegt. Þátturinn verður endurfluttur á laugardaginn klukkan 16:00 - 18:00. Þennan þátt sem og fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net á mánudaginn.


Reykingar og hávaðamengun

Hávaðamengun í formi einstaklingsÓlífræn hávaðamengunVið sátum um kvöld á rómó veitingastað hér í borg, ég og vinkona mín. Kertaljós, notaleg tónlist í bakgrunni, góður matur - og kelling með organdi smákrakka á næsta borði. Hún hefði allt eins getað mætt með loftbor. Ég spurði þjóninn hvort ég mætti kveikja mér í vindli, það væri örugglega minni mengun af honum en öskurapanum. Nei, ég mátti það ekki, ég yrði að Martröðsýna tillitssemi. Ég spurði þá hvort hann væri til í að sýna þá tillitssemi að biðja mömmuna við hliðina að sýna gestum þá tillitssemi að borða heima hjá sér með loftbornum sínum. Nei, það vildi hann ekki. Ég spurði: „Eru reykingar bannaðar en hávaðamengun leyfð á veitingastöðum þar sem fólk vill njóta næðis?“ Hann heyrði ekki hvað ég sagði fyrir öskrum og gekk í burtu. Stemman var í molum og við hröðuðum okkur út með hlustaverk.

 

 

 

 

FlugdólgurDaginn eftir skruppum við til útlanda. Flugvélin var þéttsetin. Langt flug fyrir höndum. Fyrir framan okkur sat kelling með hágrenjandi smákrakka í fanginu. Einmitt það sem vantaði. Farþegarnir hrylltu sig og fóru að raða í sig svefntöflum og róandi, allir nema litli loftborinn sem var í gangi á öskrandi ferð alla leiðina. Engum kom dúr á auga. Ein lítil róandi barnatafla í réttan munn og öll vélin hefði steinsofnað. Kannski vantar sérbása fyrir ómálga flugdólga? Ég ætlaði að fara að kveikja mér í vindli en mundi að ég varð að sýna tillitssemi.

 

 

                                                                                    (Þessi pistill birtist í 24 Stundum 14. júní)

 

 

 

Í þætti mínum "Miðjunni" í dag klukkan 16:00 á Útvarpi Sögu fm 99.4 verður gestur minn Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaskáld. Hann var í spjalli hjá mér fyrir fáeinum vikum og þar sem hann er mikill sagnabrunnur þá er ekki annað hægt en að rekja aðeins fleiri garnir úr honum, - allavega eina ósmurða görn.

Síðustu 4 þættir verða komnir inn á síðu mína  www.stormsker.net  fyrir helgi. Njótið vel. 


Nýskotinn nýbúi

Nýskotinn nýbúi

Í textavarpinu í gær stóð:

"Hvítabjörninn á Skaga hefur verið felldur" (fallegur feldur).
"Björninn var aldraður og kvenkyns."
 

Einmitt: Aldraður og kvenkyns. Semsagt tvær góðar og gildar ástæður til þess að skjóta hann.

Stefán (lík)Vagn Stefánsson yfirlögga á Sauðarkróki sagði að dýrið hefði tekið á rás í átt til sjávar "og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður."

Hefði dýrinu semsagt verið hlíft ef það hefði tekið á rás í átt til byggða? Í hvaða átt hefði dýrið átt að stefna til að sleppa lifandi? Það hafði vit á að yfirgefa klakann svo fljótt sem auðið var en var skotið á flótta. (Ekki gott til eftirbreytni fyrir nýbúa).

Meiraðsegja Björgólfur Thor bauðst til að standa straum af kostnaði við björgun dýrsins en allt kom fyrir ekki. Björninn reyndi að flýja land og það er nokkuð sem verður aldrei liðið. Þar að auki var hann aldraður og kvenkyns í þokkabót og þá segir það sig náttúrulega sjálft að hann var dauður um leið og hann steig á land.

Mér finnst að við eigum að taka vel á móti öldruðum dösuðum ísbjörnum. Við eigum að gefa þeim eitthvað annað í vömbina en kúlu. Við eigum ekki að fara með þá einsog gamla fólkið. Við eigum að svæfa þá og flytja úr landi, svona svipað og flestar þjóðir vilja gera við múslima.    


Íslenskt dýralíf

                                                                        Íslenskt dýralíf

 

 

 

Gestur þáttar míns, Miðjunnar, á Útvarpi Sögu í dag milli 16:00 og 18:00 verður hinn óumdeildi Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann var einnig gestur minn síðasta miðvikudag en þá rakti hann t.d. rómantískan vinskap sinn við Auði Laxness og Jón Ólafsson Skífubónda, en þau tvö hefur Hannes sem kunnugt er styrkt fjárhagslega og staðið við bakið á í gegnum þykkt og þunnt.

(Það má hlusta á fyrri þætti á www.stormsker.net. Síðustu 3 þættir eru ekki enn komnir inn en það gerist fljótlega). 

 

 


Bárujárnsbyltingin ríður húsum

Íslensk húsagerðarlistSkömmu eftir heimsstyrjöldina síðari kom hingað til lands bandarískur byggingaspesíalisti í “skemmtiferð.” Ekki veit ég hvernig honum datt það í hug, en hann fékk sér víst göngutúr um borgina og skoðaði “húsagerðarlistina.” Eftir upplifunina sagði hann við íslenskan blaðamann: “Djöfull hafiði farið illa út úr stríðinu maður!” Hann gapti af undrun þegar honum var tjáð að það hefði engin sprengja fallið á borgina önnur en sú sem býr í íslensku smekkleysi.
                                                                                   (Íslensk húsagerðarlist)

Þetta þarf að vernda

 

Nú er búið að ákveða að eyða milljarði í kaup og samantjöslun á tveimur þeim aumustu og stagbættustu óþverravinnuskúrum sem sést hafa á byggðu bóli, að skaðbrenndum indíánatjöldum meðtöldum. Í kjölfarið á svo að friða allt annað aldargamalt fúaspýtnarusl og bárujárnsdrasl sem finnst við Laugaveg og nágrenni, fyrir ófáa milljarða.

Sögufrægt ofvitahús Þórbergs Þórðarsonar að Skólavörðustíg 10 er hinsvegar að sjálfsögðu búið að flytja uppí Árbæ eða sprengja í loft upp. Allt samkvæmt alíslenskri smekkvísi og snilld.

 

MiðbæjarfjörÁ sama tíma og húsafriðunaræði ríður húsum þá er verið að buffa og brytja fólk í smátt í miðbænum og þar með talið á eftirlitsmyndavélalausum Laugaveginum því það eru ekki til peningar í almennilega löggæslu, nema þegar kemur að því að hakka niður vörubílstjóra og þeirra stuðningsmenn sem neita að borga hæsta elsdneytisverð í heimi.

 
Þetta mætti nú gera upp!Taðreyktir hippar væla um að það beri að friða einhverja rottuholu sem kallast Sirkus og fatta ekki að borgin er einn allsherjar Sirkus. Væri nokkuð galið að byrja á því að friða fólkið í bænum áður en við förum að friða hjallana í bænum? Við eigum ekki að friða kofana fyrr en við höfum efni á að friða fólkið því kofarnir eru til fyrir fólkið en ekki öfugt.

 

 

 

 

 (Þetta fallega hús mætti nú gera

 upp fyrir lítinn pening, svosem 1 milljarð)

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum 8. febrúar síðastliðinn)

 

Minni vitaskuld á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna," sem er í dag, miðvikudaginn 14. maí, á Útvarpi Sögu 99.4 milli 16:00 og 18:00. Gestur að þessu sinni er Helgi Hóseason, fyrsti og þrautseigasti mannréttindabaráttumaður Íslands. 

Fyrri þætti má heyra á www.stormsker.net 

 

 


Sofandi sauðir (Silence of the lambs)

Gas Gas Gas og meira GasVarúð! Lögrugla í grennd!Einhverjar hörðustu lögrugluaðgerðir Íslandssögunnar fóru fram fyrir 10 dögum. Og gegn hverjum beindust þær? Eiturlyfjabarónum? Glæpaklíkum? Fjöldamorðingjum? Nei, vörubílstjórum að sjálfsögðu. Hættulegustu djöflum landsins. Þessi fól vilja geta lifað af kaupinu sínu og neita að borga hæsta eldsneytisverð í heimi og hafa reynt að ná eyrum ráðamanna í aðeins þrjú ár. Svona öpum á sko ekki að sýna neina linkind. Þeir gætu skapað vont fordæmi og allt gæti hér farið úr böndunum.

ÍslendingarVÉR MÓTMÆLUM ÖLLU KLÁMI!Íslendingum er afar illa við ókurteisleg mótmæli og vilja helst bara mótmæla klámráðstefnum og nektarstöðum og það á penan hátt einsog teprulegum blævængjafrúm sæmir. Hafa þeir mótmælt Íslendingur rúinn inn að skinnikröftuglega stærsta ráni Íslandssögunnar, gjafakvótakerfinu? Nei, bara maldað í móinn. Hafa þeir mótmælt landbúnaðarkerfinu? Verndartollum? Innflutningshöftum? Nei, þeir elska heimspeki Bjarts í Sumarhúsum og dýrka allt sem íslenskt er og hafa illan bifur á öllu útlensku sem gæti bætt afkomu þeirra. Eru núna fyrst að fatta að krónan er jafn reikul og veik og þeir sjálfir.

Don´t Wake Me Up!

 

 

 

Hafa þeir mótmælt spillingarútsölu eignanna á varnarsvæðinu á Vellinum? Nei. Hafa þeir mótmælt hæsta matvöruverði í heimi? Hæstu bankavöxtum í heimi? Hæstu tryggingaiðgjöldum í heimi? Nei, bara dæst og unnið meira að hætti þrælslundaðra bláeygðra hlandaula. Kjörorð okkar Íslendinga er: Don´t Wake Me Up!  Kannski að vörubílstjórar séu að skapa gott fordæmi og nái að flauta svo hátt að við vöknum.

Þetta venst

 

 

       (Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 3. maí)

 

 

 

 

 

 

Það væri eitthvað mikið að ef ég myndi ekki minna á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna" á Útvarpi Sögu sem er í dag, miðvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur að þessu sinni er rithöfundurinn eldklári, Þórarinn Eldjárn.

Hægt er að hlusta á eldri þætti á www.stormsker.net 

       
 


Að geta haft lyst á listarleysi

BítlarnirFyrir skömmu var mér boðið á Sgt Peppers „Bítlatónleika“ í Háskólabíói. Um var að ræða dæmigerða íslenska eftirhermutónleika með Jóni gróða Ólafs og öllum hans Bítla"vinum." Ég afþakkaði að sjálfsögðu „gott“ boð, einfaldlega vegna þess að ég er Bítlaaðdáandi. Fólki þótti hinsvegar mjög fýsilegt að borga ca 10.000 kall fyrir að horfa á íslenska eftirapa stæla Bítlana í stað þess að hlusta á Bítlana sjálfa inní stofu. Þetta skrípó var flokkað sem „menningarviðburður“ en er allsstaðar í heiminum, nema á Íslandi, flokkað sem tíunda klassa ómenningarviðbjóður og er fluttur á krám og í sirkustjöldum.

Eftirapar

 
Þarna var ekki verið að reyna að túlka eitt eða neitt eða verið að gera hlutina eftir sínu höfði hvað varðar útsetningar og slíkt heldur var einfaldlega verið að reyna að kópíera Bítlanna út í hörgul. Það vill svo til að flutningur Bítlanna er til á plötum og hvað þarf maður þá að vera á lágu plani til að reyna að stæla þá á stórtónleikum og hvað þarf maður að vera á lágu plani til að sækja svona eftirhermuprumphænsnapíp?

 

                             Eftirapar 

 

HELP!

 Aðeins einn hópur fólks gerir minni kröfur en íslenskir tónlistareftirapar og það eru íslenskir hlustendur. Þeir klæða sig upp í sitt fínasta púss og hlusta á eftirapana andaktugir í virðulegum tónleikasal. 

Þegar ég hugsa um hina gríðarlegu eftirspurn Íslendinga eftir kópíeringaskrani þá get ég ekki annað en tekið undir með Bítlunum: HELP!

 

 

 

(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 19. apríl)

 

Minni svo á þátt okkar Halldórs E, "Miðjuna" á Útvarpi Sögu 99.4 sem er í dag milli 16:00 og 18:00. Gestur þáttarins verður sviðsleikarinn góði og klifurmúsin Árni Tryggvason. Það verður gaman að heyra í þessum skemmtilega "sviðakjamma."  Fyrri þætti má finna á www.stormsker.net 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband