20.12.2008 | 08:17
"Raddir fólksins" segja okkur að þegja
Við eigum öll að mæta niður á Austurvöll í dag klukkan 15 til að grjóthalda kjafti. Það margborgar sig. "Raddir fólksins" segja okkur að þegja og þá náttúrulega þegjum við. Við erum hlýðin og góð. Mótmæli hafa alltaf gert sig best með því að mæta stundvíslega á tilteknum degi á eitthvað fallegt torg eða víðáttumikla gresju einsog Austurvöll, með pípuhatt, einglyrni, montprik og vaxborið yfirvaraskegg (sé maður karlmaður eða trukkalessa), og grjóthalda sér saman í algerðri kyrrstöðu. Gæta verður ýtrustu kurteisi og háttprýði.
Blessuð jólabörnin mega ekki halda að það gangi eitthvað á í þjóffélaginu og við megum ekki raska svefnfriði alþingismanna og eftirlitsstofnanna. Þar að auki eru bankar þarna í kring og það er ekkert vit í því að vera að trufla þá við niðurfellingu á skuldum sægreifanna og stórlaxanna. Hinn ofurviðkvæmi og grátgjarni Sigurjón Árnason bankastjóri er með heila hæð í Apatehúsinu þarna við hliðina og hann gæti fengið taugaáfall við pappírstætarann ef einhver færi að öskra á úrbætur og réttlæti.
Hörður Torfa vill ekki sjá neitt egglos við Alþingishúsið og menn eiga að ganga hægt um Fjármálaeftirlitsins dyr. Við skulum standa þarna steinþegjandi og hnípin klukkutímum saman og lygna aftur augunum og svífa inní draumaland kommúnismans og ímynda okkur sæluna þegar Vinstri grænir taka við völdum og leiða okkur inní sumarhús forsjárhyggjunnar.
Þjóðin er búin að þegja og hlýða í 1000 ár og það er ekki glóra í að fara að breyta því úr þessu. Það gæti bara skapað vesen. Stjórnmálamenn gætu farið að halda að við værum eitthvað annað en kjarklausir þýlyndir hlandaular og það væri allsekki nógu gott fyrir orðspor þjóðarinnar. Þögn skal það vera. Þögn er besta vörnin. Hlustum á "Raddir fólksins" og þegjum ástandið í hel.
Farðu að sofa byltingarbleyðan smáa,
brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa.
Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður.
Heiðra skaltu landsins Stóra bróður.
(Káinn og Stormsker)
Boða þögul mótmæli á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.12.2008 | 20:58
Bush eldri móðgar sonarómyndina
"Sonur, þú ert að gera sömu mistök með herinn í Írak og ég gerði með mömmu þinni:
Ég dró hann ekki út í tíma."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2008 | 09:07
Hér er óstytta útgáfan af samtali Reynis Trausta og Jóns Bjarka
Reynir: Tylltu þér niður Jón minn. Ég þarf aðeins að létta á mér og láta vaðalinn ganga í 8 klukkutíma eða svo um innanbúðarleyndarmál DV. Viltu eitthvað að drekka? Ég er hérna með kaffi nú eða kók og svo eitthvað sannleikslyf sem allir eru fyrir löngu hættir að drekka hérna. Fáðu þér slurk. Ekki hef ÉG lyst á þessum óþverra. En heyrðu kallinn minn, ertu ekki bara hress?"
Jón Bjarki: Uhhh...sko ég bara ... ég bara ekki vita... sko bara eins og sko staðan í landið í dag. Þú veist ... maður er svo hræddur um sko ef eru komnir einhverjir sko ... Mig ekki átta sig á hversu stórt þetta er."
Reynir: Ertu að tala um slátrið á þér? Ég tala ekki indíánamál sko."
Jón Bjarki: Nei ég meina sko...eða þannig...þú veist...sko mig langa tala íslenskur...sko en maður einhvern veginn fer að hugsa, ég fór að hugsa náttúrulega sko, og einhvern veginn sko..."
Reynir: Í guðanna bænum ekki fara að taka upp á því að hugsa. Þú verður að skilja að þú vinnur fyrir Baug. Þú ert einn af okkar allra traustustu og heiðarlegustu rökkum og ég tek það skýrt fram á meðan þú ert að munda þessa míkrafóna hérna að þetta er algjörlega undir fjögur augu og þú getur aldrei farið út með það sem ég er að segja þér. Þetta er bara ég og þú."
Jón Bjarki: Og Kastljós."
Reynir: Hvað segirðu? Ég heyrði ekki...Óljós?"
Jón Bjarki: Uhhh, sko ég bara, þú veist, þetta horfir þannig við mér ... sko bara eins og sko staðan í Íslandið í dag. Þú veist ... mig svo hræddur um sko ef eru komnir einhverjir sko...ég bara ekki skilja....sko mig kúka buxur...mig finna prumpulykt sko eða þannig sko...."
Reynir: Jájá kallinn minn, það skíta allir einhverntíma á sig og snappa og fara á taugum og leggjast inná Klepp og allt það. Og það minnir mig á þessa smágrein sem þú skrifaðir um Sigurjón Þ. Árnason Landsbankakúkalabba sem er með skítakleprana á hálsinum aftanverðum. Kallinn bara bókstaflega fór yfir um og hringdi í mig hágrenjandi á barmi taugaáfalls og bað mig í lengstu lög að birta ekki svo mikið sem stafkrók um sig því þá væru öll hans glæpaverk unnin til einskis. Og svo sagði hann með ekkasogum að það sem hann væri að aðhafast í Landsbankanum ásamt fleirum sem settu bankana og þjóðina á hausinn væri svo svakalega subbulegt og svo obboslega mikill greiði við útrásardólgana að ef stjórnmálaöflin og fjármagnsöflin héldu ekki yfir honum hlífiskildi þá væri fyrir löngu búið að hengja hann í hæsta gálga, og ég mætti því bara ALLS EKKI minnast á hann einu einasta orði. Hann grenjaði svo hátt að ég hef ekki heyrt annað eins síðan Óli Bónusgrís, Baugur og þjóðin öll orgaði sig hása af reiði þegar Dabbi setti fram fjölmiðlalögin. Nú, í kjölfarið á þessu símtali við Sigurjón sveitta þá greip um sig einhver rosaleg hystería hjá öllu auðmannaliðinu því það er náttúrulega svona samtryggingarkerfi í gangi hjá þessu beinagrindaskápaslekti og þetta hafði einhver svona keðjuverkandi áhrif og fór að vinda uppá sig og þeir fóru að hringja í mig og hóta því að snúa mig úr hálsliðnum og sögðu að Sigurjón sveitti og fleiri bankahrunsmenn yrðu að fá að vinna sín myrkraverk í friði í bönkunum án afskipta fjölmiðla því annars yrði mér og DV troðið ofan í pappírstætara ásamt öðrum skítapappírum. Þú skilur. Og þeir sögðu að þeir fengju fullkominn frið fyrir stjórnmálamönnum því þeir sjálfir væru innvinklaðir í bankasorann í sambandi við niðurfellingu skulda o.s.fr. og að við fjölmiðlamenn yrðum einfaldlega líka að grjóthalda kjafti og aðhafast ekkert ef við vildum halda lífi. Þetta væri samspillingin í öllu sínu veldi, og almennileg spilling yrði að fá að þrífast í skjóli fjölmiðla og stjórnmálamanna sem sneru blinda auganu að þjóðarráninu."
Jón Bjarki: Þetta vera sko bara hreinn viðbjóður."
Reynir: Nei, veistu það að hann Hreinn er enginn viðbjóður skal ég segja þér. Hreinn er fair náungi sko. Ég myndi aldrei segja við hann: Ert þú Hreinn Viðbjóður? Hvað segirðu gott?" Sko, þú mátt ekki láta baugsstækjuna blekkja þig."
Jón Bjarki: Já en ég, þú veist sko...ég vilja hreint loft eða bara eitthvað sko en ekki hreinn viðbjóður. Mig hræddur við jólasveina og sko ég finna allskonar prumpulykt af málið og sko eða eitthvað...þú skilur...ha...þú veist. En bögg bögg bögg...."
Reynir: Böggólfur er bara aumingi og jólasveinn í röndóttum fangabúningi. Þessi djöfull á þetta prentaraskrapatól sem prentar Djöfulsins Vitleysu en so what?! Ég mun taka þennan djöfulsins apa niður úr trjánum og festa hann á endann á kústinum þarna við hliðina á kamerunni sem þú varst að stilla upp, og ég skal svoleiðis skúra með honum gólfið og sparka honum svo rakleitt til helvítis þar sem hann á lögheimili. Ekki málið kallinn minn. Ég og Baugsmenn höfum nú drepið í stærri stubbum en honum skal ég segja þér. Líttu bara á Dabba druslu! Við hjá Baugsmiðlunum höfum svoleiðis pönkast á honum og drullað svoleiðis yfir hann í gegnum árin að fólk er farið að trúa því að Hann sé landráðamaður og sorapoki númer eitt tvö og þrjú en ekki Útrásarræningjarnir. Múúú ha ha ha ha! Alveg frábært maður."
Jón Bjarki: Sko...ég skilja ekki...eða þannig... ég veit ekki, semsagt ef eigendurnir eru farnir eitthvað að...þú veist...eða eitthvað. Ég díla við mín samviska. Ég skipta um spólu núna sko svo þú tala meira undir þrjú augu."
Reynir: Samviskan á það sameiginlegt með ástinni að vera bara fyrir kellingar og homma. Ekki kjafta frá þér allt vit kallinn minn. Veistu það að það er alveg rosalega gott að tala við þig. Þú ert einn af allra heiðarlegustu og klárustu mönnum sem hafa nokkurntíma unnið hér á DV og mig langar að tala við þig hér í nokkra klukkutíma í viðbót ef þér er sama. Jafnvel nokkra daga. Þú getur lagt þig hérna á bekkinn við hliðina á sálfræðibeddanum mínum meðan ég læt móðann mása. Svona já. Flott. Hvar vorum við aftur?"
Jón Bjarki: Mig bara vera að spyrja um svar við þú veist eina spurningu sko...Mig bara vilja vita þú veist sko hvað klukkan vera."
Reynir: Vertu rólegur. Ég er ekki búinn. Við höfum allan heimsins tíma og ...."
Jón Bjarki: Já en spólan endast bara 2 daga og mér svangur sko og soleiðis."
Reynir: Hvaða helvítis spóla? Svona þegiðu nú aðeins apinn minn og hlustaðu og vertu ekki stöðugt að grípa frammí fyrir mér. Leyfðu mér að klára þetta. Þú þarft að fræðast um ritstjórnarstefnuna og innviði blaðsins og öll leyndarmálin sem mega alls ekki fara út fyrir hússins dyr. Sko, erum við á trúnó eins og fullorðnir menn inná kvennaklósetti eða ekki? Ókey. Flott. Ég held þá áfram. Sko málið er þetta: Við stóðum bara andspænis þú veist þessum hroðalegu örlögum, að birta þessa grein þína um Sigurjón sveitta og öll hans skítverk og keyra á þessu og þurfa þá þessvegna bara að pakka saman. Ef ég hefði birt þetta akkúrat núna með ekki meira í höndunum en þetta þá hefði mér og þér og öllum hérna verið slátrað einsog hverjum öðrum prumphænsnum þannig að þú sérð að þetta fjölmiðladjobb er ekkert grín hér á klakanum kúturinn minn. Og maður verður að líka að hugsa um eignarhaldið. Maður segir ekki hvað sem er um hvern sem er við hvern sem er. Hvað heldurðu að ég hafi oft vaknað upp með hrosshaus við hliðina á mér í rúminu þegar ég hef óvart minnst ógætilega á Jón Ásgeir í DV? Hvað heldurðu? EINU SINNI, og það var fyrir löngu síðan og það skal sko ekki gerast aftur. Þannig er þetta. Þetta er svona ... þannig að sko ég vildi allavega hafa það stærra mál ef það ætti að fara að láta reyna á líf eða dauða. Maður myndi þá falla með sæmd en ekki falla á einhverjum svona súkkulaðibúðingi. En svo ég trúi þér nú fyrir atvinnuleyndarmálunum hérna á DV sem eru merkt Top Secret. Sko, í fyrsta lagi þá.... Hvað, ertu sofnaður? Þú ert nú meira helvítis fíflið."
Jón Bjarki: Mér dottaði smá sko. Þú geta þú veist kannski skutlað mig í Ríkisútvarpið sko?"
Reynir: Jájá, ekki málið. En þú veist að ef þú opnar á þér trantinn við ömmu þína eða hvern sem er um þetta þá afneita ég þér gjörsamlega sem lygamerði og aumingja og níði af þér skóinn því þú hefur akkúrat ekkert í höndunum. EKKERT! Þetta verður bara orð gegn orði. Skilið? Taktu nú með þér þetta helvítis míkrafónadrasl og spólurusl. Átt þú þessa kameru á þrífætinum og alla þessa ljóskastara? Ókey. Helvíti eru þetta flott headphones sem þú ert með. Ég hélt við borguðum blaðamönnum ekki svona vel. Komum. Ég skal halda á mixernum fyrir þig."
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Gestir í þætti mínum Miðjan á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 til 18:00 verða þau Jón Gerald Sullenberger athafnaskáld og Jónína Benediktsdóttir viðskiptamógúll. Þau hafa bæði verið í þáttum hjá mér áður en þá í sitthvoru lagi. Einsog kunnugt er þá er Jónína genginn í Framsóknarflokkinn með stólpípuna að vopni og ætlar að ræsta sorann og spillinguna úr því fólki sem ennþá er eftir í flokknum. Það er ekki öfundsvert djobb. Skítadjobb. Jón Gerald er hinsvegar með það á prjónunum að opna lágvöruverslun hér á Los Klakos og fara í samkeppni við Bónus og ég held að margir yrðu fegnir þeirri nýbreytni. Báðar þessar manneskjur hafa fengið yfir sig drápsklyfjar af huggulegum svívirðingum og óbótaskömmum undanfarin ár en ég held það sé loksins farið að renna upp fyrir fólki að kannski hafi þau haft sitthvað til síns máls eftir alltsaman. Bæði eru þau með munninn fyrir nefið og ennið fyrir ofan augun svo ég held það sé óhætt að lofa fólki fyrirtaks skemmtun og fróðleik í dag.
Alla fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net
Stóðum andspænis þessum hroðalegu örlögum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.12.2008 | 06:50
Ráðherrann talar!
Ég tek ekki mikið mark á fuglahræðunum
sem mælast til ég ábyrgð taki á verkum mínum hér.
Ég komið hef mér fyrir vel í hæstu hæðunum,
- heimska að ég beri ábyrgð - hver kjósandi hana ber.
Ræsispakkið segir mér að misskipt sé gæðunum,
en mig það kaus, ég vinn mitt djobb, ég sker niður þetta sker.
Ég kæri mig ekk´um að aðlaga mig að kringumstæðunum,
- kringumstæðurnar ættu frekar að aðlaga sig að mér.
(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð" sem kom út árið 1997)
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -- - - - - - - - - - - - - -
Gestur í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 til 18:00 verður enginn annar en heimspekingurinn, ljóðskáldið, rithöfundurinn, mannkynsfræðarinn, spámaðurinn og sundlaugavörðurinn Gunnar Dal, einn elsti núlifandi Íslendingur jarðarkringlunnar. Gunnar, sem er einhver fremsti kaffihúsaspekingur landsins, hefur reynt margt um dagana, ferðast út um allan miðbæ og komið víða við á löngum ferli, t.d. á Mokka, Sólon, Hótel Borg, Café Milano, Café Paris, Goldfinger og svo mætti lengi áfram telja. Hann ætlar að segja mér frá svaðilförum sínum og ævintýrum á þessum framandi stöðum og fræða mig um flottar blöðrur sem flest okkar höfum aðeins séð á dagatölum bifreiðaverkstæðanna.
Einnig mun ég spyrja hann um hinstu rök tilverunnar, t.d. tilgang lífsins og hver sé grundvallarmunurinn á Íslandi og Helvíti fyrir utan hitastigið og hvort að Jón Násker sé tröllið sem stal jólunum og hvort það margborgi sig ekki að fá jólin lánuð hjá honum í Hagkaup og hvort að Steingrímur J. Sigfússon og kommúnisminn sé ekki það sem koma skal í Rústlandi, - semsagt Íslandi.
Fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2008 | 08:32
Kálfar og naut
ekki í vitið, þið vitið,
aðeins feilspor, aldrei heil-spor,
aldrei skrefið til fulls.
Ég skil mig ekki, þið skiljið,
ég veitekki hvað þið viljið
að ég skilji til fulls.
Ég er stjórnmálamiðlunarmaður
og marka spor í sandinn.
Gleymin þýlynd þjóðin
á við vanda að etja,
- ég er vandinn.
En fólkið á ekki að kvarta
og kalla mig vitleysing.
Það eru bara kálfar
sem kjósa naut á þing.
(Úr ljóðabók minni "Með ósk um bjarta framtíð," sem kom út 1997)
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Sem minnir mig á það: Vinstri grænir eru víst orðnir stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum. Íslendingar ætla aldrei að fá leið á flokkum. Þeir vilja enn einn flokkinn. Vilja sama horið, bara í annarri nös. Enginn kærir sig um persónubundnar kosningar. Undarlegt. Allir vilja sömu gömlu (g)óðu flokkana sem sváfu svefni hinna skinheilögu meðan útrásarhlandaularnir tróðu okkur í svaðið. Fólk vill kjósa á stundinni svo það geti fengið yfir sig enn einn flokkinn, enn eina græningjana í einum grænum og í þetta skiptið algjörða græningja í orðsins fyllstu merkingu. Ég fæ grænar. Einmitt það sem þjóðina vantar á þessum síðustu og allra verstu: Ennþá meiri forsjárhyggju og afturhald og víðáttuleiðindi.
Flestir hafa skiljanlega ógeð á hinu óréttláta eftirlaunafrumvarpi en fólk er búið að gleyma því að formaður Vinstri grænna skrifaði upp á það á sínum tíma slefandi af græðgi einsog Hómer Simpson hugsandi um kleinuhringi, og hljóp svo uppá fjöll með kúkinn í buxunum þegar fjölmiðlar reyndu að ná í hann til að krefja hann svara. Vinstri galnir hafa ekki lyft upp litla putta til að afnema frumvarpið frekar en aðrir gírugir hræsnarar Alþingis nema með einhverju innantómu meiningarlausu mjálmi. Breytingartillögur stjórnarflokkanna á frumvarpinu eru yfirmáta sérgæðingslegar og sjálfhverfar og í raun ekkert annað en Fuck-merki framan í þjóðina.
En ef fólk trúir því og treystir að Steingrímur Joð, Kolbrún Halldórsdóttir og Sóley Tómasdóttir, græningjar og öfgafemínistar, séu akkúrat rétta fólkið til að stjórna landinu og bjarga heiminum, getur þá ekki hugsanlega verið að þjóðin eigi skilið þær hörmungar sem hún horfist nú í augu við? Þjóðin virðist ekki geta lært nokkurn skapaðan hlut og síst af öllu af reynslunni. Ég fer bráðum að trúa því sem stendur í erlendum blöðum; að Íslendingar séu samansafn af fullkomnum fábjánum og froðuhausum. Burt með allt þetta handónýta lið úr Alþingishúsinu og alla þessa úr sér bræddu gerspilltu amatöra og örlagaasna og förum að kjósa almennilegar persónur, ekki ónýta flokka.
Um þetta og margt fleira ætlum við að ræða á Útvarpi Sögu fm 99.4 í þætti mínum Miðjan í dag, miðvikudag, kl. 16:00 til 18:00. Gestir mínir verða þeir Eiríkur Stefánsson sægreifabani sem fær ekki að tjá sig í Vinstri-grænum-mótmælum Harðar Torfasonar vegna þess að hann tengist Frjálslynda flokknum, og Ástþór Magnússon friðarhöfðingi og "þorpsfífl" sem fær ekki heldur að tjá sig í Vinstri-grænum-mótmælum Harðar Torfasonar vegna þess að hann tengist engum flokki en er hinsvegar "of frægur" einsog Hörður orðaði það. Það er nefnilega það! Báðir þessir menn hefðu flogið uppá pallinn og fengið að tala einsog þeim lysti ef þeir hefðu tengst Vinstri grænum einsog 70% þeirra sem þarna hafa haldið ræður fram að þessu. Hörður sér um að handvelja fólk sem má tala á þessum mótmælafundum á sama tíma og hann og aðrir fínir kommúnistar berjast fyrir "lýðræði."
Ég er að skrifa grein um stórkostlegt og stórkostulegt fyrirkomulag þessara mótmælafunda þar sem ég mun skýra mál mitt nánar og hún mun vonandi birtast fljótlega í Morgunblaðinu.
Nú, í seinni hluta þáttar míns á Útvarpi Sögu í dag, svona milli hálf 6 og 6, koma svo þeir félagar Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni úr hljómsveitinni þrælgóðu Jet Black Joe. Að mínu mati er Palli Rós einn besti söngvari landsins, ef ekki sá besti, og Gunnar Bjarni tvímælalaust einn af okkar albestu lagahöfundum.
Við ætlum t.d. að ræða tónleikana sem við verðum með á Steak and Play næstkomandi laugardag. Það er nefnilega ekki alveg á hverjum degi sem Stormskerið og Jet Black Joe spila saman og það í lögum hvors annars.
Fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.11.2008 | 06:05
Bjartur í Brunarústum og íslenskt þjóffélag
Það er auðskiljanlegt flestu ósködduðu fólki að Guðni Ágústsson sagði ekki af sér þingmennsku vegna þess að hann væri að axla ábyrgð" á ástandinu einsog margir eru að klifa á um þessar mundir. Skil ekki hvernig fólki dettur sú firra í hug að íslenskir stjórnmálamenn fari að taka upp á því að axla ábyrgð! Guðni sagði ekki af sér vegna ófara þjóðarinnar heldur vegna eigin ófara í Framsóknarflokknum. Einfalt. Honum var misboðið á miðstjórnarfundi flokksins þar sem fornaldarhugmyndir hans fengu ekki brautargengi og hann gerði sér að auki ljóst að hann myndi verða sleginn af í næsta for(n)mannsslag. Hann gekk ekki lengur í takt við aðra framsóknarstrumpa og fann að hann var að dragast afturúr, jafnvel hinum hæggengustu og afturhaldssömustu í flokknum. Hann vildi ekki breyta sínu þúfugöngulagi til samræmis við Evrópustaðla og var því svolítið á eftir, auk þess sem hann gekk afturábak. Hann vildi ganga út í öfgar og ganga á fjöll til hinna tröllanna og saltstólpanna en flokkurinn vildi ganga af honum dauðum og koma af fjöllum. Nú er bæði flokkurinn og Guðni genginn sér til húðar.
Guðni er mikill göngugarpur. Hann gekk út úr miðju viðtali hjá mér í sumar og gekk alveg af göflunum þegar ég minnti hann á að hann hefði í áratug staðið fyrir afturhaldssamasta, óhagkvæmasta og neytendafjandsamlegasta landbúnaðarkerfi í heimi, og núna gengur hann út af þingi og frá Framsóknarflokknum þegar hann sér að einangrunarhyggja hans og 19du aldar hugmyndir um afdalamennsku og beljurómantík ná ekki eyrum flokksmanna. Honum var komið í opna Skjöldu. Og nú er Guðni genginn.
(Þessi mynd er líklega fótósjoppuð)
Ef fólki finnst virkilega stórmannlegt" og ábyrgðarfullt" að stökkva út um gluggann úr brennandi þjóðarhlöðunni beint ofan í heitan ofureftirlaunapottinn einmitt þegar hlaðan logar stafna á milli og landsmenn brenna í skinninu eftir lausnum þá er eitthvað meira að en ég hélt.
Reyndar hefði Guðni aldrei getað bætt ástandið, ekki frekar en aðrir sem bera ábyrgð á því, enda segir hann í kveðjubréfi sínu að hann telji sig gera mest gagn með því að hætta að tjá sig. Hann segir jafnframt í bréfinu: "Ásamt skýrum hugsjónum og pólitískri staðfestu eru það einmitt eining og drengskapur sem fæða af sér stórar hreyfingar."
Nú vitum við afhverju Framsóknarflokkurinn er dvergflokkur.
Guðni vill að sjálfsögðu ekki ganga í nein alþjóðleg bandalög og einhver alþjóðleg sambönd einsog hið stórhættulega og óþjóðlega Evrópusamband. Hann vill séríslenskt þjóðlegt hagkerfi, séríslenskar reglugerðir, séríslenska krónu, séríslenskt afturhald, séríslenska bændamafíu, séríslenskt landbúnaðarkerfi, séríslenskt verðlag, séríslenskt gjafakvótakerfi, séríslensk mannréttindabrot, séríslenska okurvexti, séríslenskar embættisveitingar, séríslenskt eftirlitsleysi, séríslenskt samkeppnisleysi, séríslenskt ábyrgðarleysi, séríslenskt eftirlaunafrumvarp, séríslenska spillingu, séríslenska kreppu og séríslenska þjóðlega heimsku.
Guðni vill allsekki að þjóðin fari að taka við einhverjum útlenskum tilskipunum vegna þess að íslenskir stjórnmálasnillingar hafa sýnt það og sannað að þeim er sko treystandi fyrir efnahagsmálum landsins sem og öðrum málum. Veljum íslenskt. Íslensk kreppa, já takk. Íslenskt þjóffélag, já takk. Íslenskur heimalningsháttur, já takk.
Fyrirmynd Guðna er hinn sjálfstæði og þjóðlegi Bjartur í Sumarhúsum, eða öllu heldur Bjartur í Brunarústum, sem vildi frekar alíslenskar lýs á sínum skrokki en erlenda sápu.
Ég tek undir með bandaríska hagfræðiprófessornum Robert Aliber: Annaðhvort hafa Íslendingar látið stjórnast af græðgi eða heimsku undanfarin ár, - eða hvortveggja."
Tvímælalaust hvortveggja. Snemma árs sagði Aliber að allt myndi fara hér fjandans til ef ekki yrði gripið til skjótra og róttækra aðgerða en enginn aðhafðist. Á sama tíma sagði Ingibjörg Sólbrún að hér væri engin kreppa og allt væri í glimrandi velstandi, og aðrir íslenskir heyrnarlausir staurblindir stjórnmálaafglapar tóku í sama streng.
Nú er svo komið að velferðarkerfið er í tætlum og helferðarkerfið tekið við. Þegar ystu lögunum er flett ofan af áferðarfallegu þjóðfélaginu þá kemur í ljós að það er svo gegnumrotið og maðkétið og gjörspillt og dragúldið að Chicago á dögum Al Capone´s virkar sem himnaríki í samanburði. Þetta er ekki þjóðfélag heldur þjóffélag. En fólki finnst þetta þjóffélag gott, svo framarlega sem það er séríslenskt og án tilskipanna og afskipta erlendis frá. Við kunnum þetta jú alltsaman, einsog sést. Við megum ekki glata sjálfstæði" okkar. Við eigum öll að vera í séríslensku skuldafangelsi. Við eigum að vera alveg gríðarlega sjálfstæðir hnarreistir sauðþráir sjálfumglaðir þjóðernissinnissjúkir smákóngar einsog Bjartur í Brunarústum. Þó þjóðin sé bernsk þá má hún ekki heyra minnst á einhverja útlenska barnapíu. Okkur líður vel að vita af fiskimiðunum, olíufélögunum, tryggingarfélögunum, fjölmiðlunum, bönkunum og öðru í séríslenskum glæpamannagreipum. Engir skulu sko fá að stjórna okkur nema alíslenskir aular. Það er fyrir öllu.
17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga.
Á 50 ára lýðveldisafmæli okkar orti ég:
Loksins erum við laus úr dýflissuhlekkjum,
lengur ekkert helsi,
snara um engan háls.
Nú birgjum við okkur innan virkisveggja
til varnar okkar frelsi
og þykjumst vera frjáls.
(Morgunblaðið 21. nóvember)
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, kl. 16:00 - 18:00 verður endurtekið viðtal mitt við Guðna Ágústsson frá því 30 júlí þegar hann strunsaði út sællar minningar og fór fram á það við lögfræðing Sögu að þátturinn yrði aldrei endurtekinn og að ég yrði rekinn. Ekki mörgum þótti þessi framkoma Guðna bráðheppileg og sniðug fyrir flokkinn nema einna helst tölvusnillingnum Bjarna Harðarsyni sem hældi for(n)manninum á hvert reipi og rógbar mig hressilega í kjölfarið um leið og hann viðurkenndi að hann hefði ekki heyrt þáttinn og ætlaði sér aldrei að gera það!!
Stjórnmálamenn myndu kannski geta haldið djobbinu ef þeir væru með opin eyru og opinn huga og lokaðan kjaftinn.
Þessir gæar vildu mig út í hafsauga en nú er hinsvegar Bjarni búinn að dílíta sjálfum sér og búið að "reka" Guðna. For(n)mennska hans var "vinsamlegast" afþökkuð á miðstjórnarfundi flokksins fyrir skömmu og hann flýði í fýlu einsog fætur toguðu alla leið til Kanaríeyja þar sem hann nýtur ofureftirlaunanna í botn, enda studdi hann eftirlaunafrumvarpið áfjáður á sínum tíma því hann vildi ekki aðeins vera áfjáður heldur fjáður. (Það tók 5 mínútúr að koma þessu misréttisfrumvarpi í gegnum þingið með stuðningi ALLRA flokksformanna, en það mun taka heila eilífð að afnema það með Öllu einsog allan annan séríslenskan viðbjóð. Ingibjörg Sólbrún stendur þar sem einn stærsti steinninn í götu réttlætisins ásamt hrjótandi sjálfstæðismönnum).
Með banana í annarri hönd og hrútspung í hinni liggur nú Guðni, þessi einarði varðhundur bændamafíunnar og gjafakvótakerfisins á sólarströnd í áhyggjuleysi og ábyrgðarleysi með skottið á milli lappanna og óskar Íslendingum velfarnaðar og vonar að þeir komist út úr kreppunni og drullupyttinum sem hann og flokkur hans áttu svo drjúgan þátt í að koma okkur í.
Fyrri Miðjuþætti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt 28.11.2008 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
12.11.2008 | 06:05
Gefum þeim ævilangt frí
Fyrir kosningar nóg er um loforð þeir bjóð´okkur bónaða skóga og gull.
Kúgum við trúðum og trúðum þeim trúðum, jú lúðarnir ljúg´okkur full.
Blóðug er þjóðin og óþolinmóð en samt lætur hún bjóða sér bull.
Þeir skattana hækka en lofuð´að lækka þá, "efndirnar" smækka jú þá.
Skattstofan stækkar og verðlagið hækkar en launin þau lækk´okkur hjá.
Við erum svo feimin og dreymin og gleymin á stjórnmálaheiminn ó já.
Gefum þeim ævilangt frí,
kjósum þá ekki á ný.
Gefum þeim ævilangt frí,
ef ekki vill betur þá blý.
Klepptækir geggjaðir afturhaldsseggir þeir leggja hér veggi um allt.
Fari þeir asskotar allir í rassgat sem vilja sig pass´umfram allt.
Þeir komast til valda en starfin´ei valda en spjöllum þeir vald´útum allt.
Í siðferðisdoða þeir breytingar boða en engu er komið í kring.
Siðleysi hugleysi vitleysi dugleysi dugar hér durgum á þing.
Froðusnakksmoðhausar við okkur loða; við kjósum þá hring eftir hring.
Gefum þeim ævilangt frí,
kjósum þá ekki á ný.
Gefum þeim ævilangt frí,
ef ekki vill betur þá blý.
Þeir banna og boða, á réttindum troða, hér þykir það voðaleg snilld.
Við fögnum hér frelsi en erum í helsi því heimskan hún hefur hér fylgd.
Vort lýðræði felst í að ver´í fangelsi og velja sér klefa að vild.
Mér er öllum lokið, hef fengið uppí kokið, nú yfir þá mokiði leir.
Þeir atkvæði sníkja en þegar þeir ríkja þá loforðin svíkja jú þeir.
Við hvern einasta flokk jú nú segjum við Fuck You, nú lokkiði okkur ei meir.
Gefum þeim ævilangt frí,
kjósum þá ekki á ný.
Gefum þeim ævilangt frí,
ef ekki vill betur þá blý.
(Þessi texti minn, sem á nokkuð vel við í dag, er af hinni bönnuðu plötu minni Tekið stórt uppí sig sem kom út árið 1995. Þar sem þetta lag hefur hvorki fengist spilað á Rás 2 né á "frjálsu og óháðu" stöðvunum, nema Sögu, þá hef ég vegna margra góðra óska sett það inná tónlistarspilarann hér til vinstri á síðunni.
Til ofskýringa má geta þess að ég hef mjög lengi viljað rusla öllu þessu liði útúr Alþingishúsinu og fá hér utanþingsstjórn. Finnst löngu vera kominn tími til að förum að kjósa hér fólk en ekki flokka. Nú eru 13 ár síðan þetta lag kom út og allt er við það sama hér á Los Klakos. Smá fróðleikur: 17. júní er þjóðhátíðardagur Dana. Þann dag losnuðu þeir við Íslendinga).
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Gestir í þætti mínum Miðjan á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag miðvikudag kl. 16:00 til 18:00 verða rithöfundarnir snjöllu Guðrún Eva Mínervudóttir og Auður Jónsdóttir. Guðrún Eva hefur skrifað margar góðar bækur, t.d. Yosoy sem núna er verið að kvikmynda í Hollywood með Robert de Bangso og Appel Sino í aðalhlutverkum, og Auður hefur sömuleiðis skrifað margar góðar bækur, t.d. verðlaunabókina Fólið í kjallaranum og bókina um afa gamla, Halldór Laxness, sem margir Reykvíkingar kannast við fyrir ýmiskonar skrif í blöð og tímarit.
Þessar konur hafa komið víða við þó þær séu ekki aldnar að árum. Guðrún Eva vann t.d. sem barþjónn á Grikklandi sem unglingur og seinna í brugghúsi í Rússlandi og svo sem leikkona í Kardimommudropabænum í Vín og nú síðast sem eftirlitskona með Vodkasafninu á Stykkishólmi. Guðrún Eva Vínekrudóttir hefur semsé marga flösk....fjöruna sopið um dagana, enda við góðir vinir.
Hnútum Auðar er ég ekki eins vel kunnugur en öllum hennar æðahnútum mun ég kynnast betur í þættinum í dag. Veit bara að hún vann sem bíldælingur á bensínstöð uppá hálendi Danmerkur og síðan vann hún baki brotnu sem slöngutemjari, semsé pulsusali, í sjoppunni á Siglufirði og þaðan fór hún í útrás og rak svínakjötssölubás við Gyðingagrátmúrinn í Ísrael þar sem hún mokaði út beikoni og svínaskönkum og grísasteikum í massavís og græddi gommu af kúlum sem hún lagði svo inná hávaxtareikning hjá Icesave í Bretlandi, þannig að hún er í topp málum. Þetta skýrist allt betur í dag. Hún er núna í London og á pantaðan miða uppá Los Klakos í hádeginu með Sterling flugfélaginu.
Báðar þessar myndarlegu dömur eru að gefa út meiriháttar bækur fyrir jól og það verður gaman að forvitnast um þeirra líf, ef þær eiga eitthvað, og hvort þær séu á lausu.
Allir fyrri þættir eru komnir inn á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2008 | 07:21
Hussein forseti Bandaríkjanna
Rétt í þessu var Barack Hussein Obama kjörinn forseti Bandaríkjanna, sem er mjög gott mál. Eftir 8 ára langa bið fáum við nú loksins heilbrigðan viti borinn kolsvartan mann í Hvíta Húsið. Ég átti satt að segja ekki von á því að Kanar höfnuðu John CoCaine sáluga og hinni stríðsglöðu þræltrúuðu Söru Palin því sú blaðra er Bush með pjöllu, og Kanar elska allt kristilegt ofbeldi, en kannski hafa þeir fengið nóg af slíku í bili. Kannski er sigur Barokks að einhverju leiti Palin og allri hennar kristilegu morðfýsn og dellu að þakka. Veit það ekki. Svo datt amma hans dauð niður stundvíslega rétt fyrir kjördag, sem var náttúrulega alveg grá upplagt og mikil guðs mildi uppá samúðaratkvæðin að gera.
Þótt Bandaríkjamenn séu all íhaldssamir þá geta þeir greinilega verið líbó og eru kannski eitthvað að þroskast og hafa í raun með þessu vali sínu sannað að ennþá er eitthvað til sem heitir ameríski draumurinn. Við eigum bara íslensku martröðina. Ég efast um að svartur útlendingur" gæti verið kosinn forseti í nokkru öðru lýðræðisríki. Gæti Halim Al, óskabarn þjóðarinnar, einhverntíma orðið forseti á Íslandi, eða er það bara óskhyggja? Myndi blökkumaðurinn Mike Tyson eiga smugu á íslenska borgarstjórastólnum? Nebb. Hann fengi í mesta lagi rafmagnsstólinn eða þingsæti hjá Framsóknarflokknum, sem er kannski eitt og hið sama.
Nú er bara að vona að Barokk Osama verði ekki skotinn með basúku milli augnanna af rasistum sem bera enga virðingu fyrir niggurum. Maður á að bera virðingu fyrir kafarabúningum og ég held þetta sé vandaður og góður gæi en hann á mikið verk fyrir höndum; að þrífa upp allan skítinn eftir George White trash Bush. Barokk situr í rauninni í djúpum skít og að því leiti verður hann for-seti í tvennum skilningi næstu fjögur árin ef allar byssukúlurnar og örvarnar missa marks.
------------------------------------------------------------------------------
Gestur í þætti mínum Miðjan" á Útvarpi Sögu klukkan 16:00 - 18:00 í dag verður einn besti þingmaður okkar, Jón Magnússon í Frjálslynda flokknum. Hann er einn af örfáum á Alþingi sem t.d. varaði mikið við drullupyttinum sem við erum núna á bólakafi oní, án þess að hann hafi slysast á það með því að vera sjálfkrafa á móti öllum sköpuðum og ósköpuðum hlutum.
Við munum spjalla um forsetakosningarnar í Brandararíkjunum, séríslenskan heiðarleika, afskriftir, grafskriftir, nýja fjölmiðlafyrirtækið Rauðkál, og hvort það væri ekki sniðugt að afhenda Jóni Ásgeiri líka RÚV og selja honum svo Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitið fyrir slikk. Svo munum við að sjálfsögðu ræða um það hvernig í ósköpunum standi á því að hér þrífist engin spilling.
Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net
Obama kjörinn forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.10.2008 | 06:52
Ef miðað er við mannfjölda
afar miklir hagfræðingar,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru leiknir, liðugir,
léttir, klárir og sniðugir,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru fróðir, þeir eru seigir,
þeir eru frekar gáfulegir,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir eru vitrir sem vel má sjá,
vitrastir allra eftirá,
ef miðað er við mannfjölda.
Þeir bera höfuð og herðar yfir
allar þjóðir og allt sem lifir,
ef miðað er við mannfjölda.
Íslendinga ekkert hrjáir,
af því eru svona fáir.
(Ljóð þetta birtist í ljóðabók minni Kveðið í kútnum, 1982)
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 klukkan 16:00 - 18:00 í dag verða gestir mínir þeir Reynir Traustason rithöfundur og ritstjóri DV og Jónas Kristjánsson rithöfundur og fyrrv. ritstjóri DV. Þessir menn hafa sjaldan farið með skoðanir sínar á mönnum og málefnum einsog mannsmorð og þeir eru all þekktir fyrir að tala mannamál, enda báðir homo sapiens.
Við munum ræða hvort þeim finnist að það eigi að steypa Davíð Oddsson í gifs og planta styttu af honum niðrá Austurvöll í stað hinnar sjálfstæðishetjunnar, Jóns Sigurðarsonar. Eða á að setja hann í steypuskó og trilla honum fram af bryggju í seðlabankastjórastólnum? Á að steypa honum af stóli? Á að steypa hann við stólinn? Á að steypa honum fyrir ætternisstapa? Er allt sem hann segir tóm steypa? Getur verið að Atkins megrunarkúrinn hafi ekki virkað og hann hreinlega komist ekki uppúr stólnum?
Hvort finnst þeim að útrásarvíkingarnir eigi að bjóða sig fram til forseta eða gefa sig fram við lögregluna?
Hvort finnst þeim Geir Haarde koma vel fyrir eða þvælast vel fyrir? Eða finnst þeim kannski að það ætti að koma honum vel fyrir? Hvað finnst þeim um kattarnef?
Allt eru þetta spurningar sem alveg bráðnauðsynlegt er að fá svör við og það strax.
Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt 30.10.2008 kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
22.10.2008 | 13:51
Íslendingar orðnir ennþá geðveikari!
Ástandið hefur stundum verið skárra á Los Klakos. Allar bankalínur eru lokaðar og allar hjálparlínur rauðglóandi. Aðrar línur hafa útrásardólgarnir tekið í nefið. Geðdeildirnar eru yfirfullar og bankastarfsmenn fá daglega áfallahjálp sálfræðinga og prestar blessa bankastjóra í bak og fyrir og skvetta vígðu vatni frá Jóni Ólafssyni á tómar bankahirslurnar. Almúginn hímir í kílómetra löngum biðröðum eftir súpu og Bubbi er betlandi á torgum með apa og lírukassa og er kominn á tveggja ára Range Rover (eða Game Over einsog hann heitir víst í dag). Hummer er orðinn að Bummer og Landcruser að Grandlúser.
Útrásarfroskarnir eru flúnir land á einkaþotunum enda ekkert meira að hirða af landslýð sem er svo mergsoginn og vanaður að meiraðsegja Blóðbankinn og Sæðisbankinn eru farnir á hausinn. Pólverjar flýja í ofboði til friðsamlegri og manneskjulegri landa einsog t.d. Íraks, Afganistan og Vestmannaeyja. Á hverjum degi sér maður gjaldþrota fólk fleygja sér fram af byggingum í fallegum boga, en það er sívinsæl vandamálalausn á krepputímum. Fólki bókstaflega rignir niður á gangstéttirnar svo maður er í bráðri lífshættu á göngutúrum um bæinn.
Þegar maður hringir á Klepp þá kemur sjálfvirkur símsvari: Þú ert kominn í samband við Klepp. Ef þú hefur fjárfest í íslenskum bönkum, ýttu þá á einn. Ef þú ert farinn að hamstra matvæli í Bónus, ýttu á tvo. Ef þú heldur virkilega að einhver verði látinn sæta ábyrgð á hruninu, ýttu á þrjá. Ef þú treystir stjórnmálamönnum og öðrum íslenskum amatörapaköttum til að leysa úr vandanum, ýttu á fjóra. Ef þér finnst skynsamlegt að sömu hlandaularnir sem áttu stóran þátt í hruninu, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin, sjái um uppbygginguna, ýttu á fimm. Ef þú heldur að krónan sé gjaldgengur gjaldmiðill, ýttu á sex. Ef þú ert búinn að gleyma lofræðum forsetans um útrásarkrimmana, ýttu á sjö. Ef ekkert er valið þá verður þér gefið samband við útibúið við Austurvöll. Þú ert númer 168.537 í röðinni."
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Gestur minn í síðasta þætti "Miðjunnar" á Útvarpi Sögu fm 99.4 var Jón Baldvin Hannibalsson. Gestur minn í dag, miðvikudag, frá klukkan 16:00 til 18:00 verður hinsvegar enginn annar en Jón Baldvin Hannibalsson. Jón Baldvin er einsog Marteinn Mosdal; hann kemur alltaf aftur og aftur og aftur og aftur. Að þessu sinni munum við fjalla um alveg hreint stórmerkilega hluti. Sjá: HÉR.
Allir fyrri þættir eru komnir inná: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt 23.10.2008 kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
17.10.2008 | 10:28
Sofandi forseti og rotaðir fjölmiðlar
Þessi fræga mynd birtist fyrir stuttu í breska blaðinu Daily Mail og þar var fjallað um Jón Ásgeir og co undir fyrirsögninni: Djöflarnir að njóta síðustu daganna í helvíti."
Í greininni sagði að milljarðamæringurinn Jón Ásgeir, ljóshærða konan hans og vinir þeirra sem komu Íslandi á kaldan klaka, flissi og skemmti sér konunglega á eigin hóteli yfir rándýrum vínum, ósnortin af hrikalegu ástandinu í kringum þau. Gjaldþrota banki hans Glitnir skuldi breskum hlutabréfaeigendum milljónir punda, svo og fyrirtækjum og góðgerðarstofnunum. Meðan Ísland brenni og eignir séu frystar sé hr. Johannesson hinsvegar greinilega ekki á vonarvöl, um það vitni 85 punda flaska af hvítvíni á borðinu.
Hið skemmtilega Baugsblað DV (eru annars ekki öll blöð á landinu í dag í eigu Baugs?) kom að sjálfsögðu með leiðréttingu á þessari Daily Mail grein í gær og vitnaði í nýjasta Baugsblaðið Séð og heyrt en þar er viðtal við óþekktu ljóskuna á myndinni, Sybil Grétu Kristinsdóttur vinkonu Ingibjargar eiginkonu Jóns Náskers. Sybil segir að þetta hafi ekki verið neitt svall, fólk hafi drukkið vatn og hún ekið öllum heim á eftir."
Afhverju þurfti hún að keyra alla heim á eftir ef allir voru í vatni? Fólk er náttúrulega yfirleitt ekki í ökuhæfu ástandi eftir taumlausa vatnsdrykku. Auðvitað voru þau öll bara í vatni einsog sést á myndinni. Fólk fer yfirleitt á 101 barinn á kvöldin með félögunum til að þamba vatn. Segir sig sjálft. Og hvað er betra en vatn úr bjórflöskum og 17.000 króna hvítvínsflöskum? Þessu vatni hefði þurft að breyta í vín, en kannski var búið að breyta víninu í vatn og það hefur þá verið í fyrsta skipti.
Áður en þessi hugulsama og dagsanna leiðrétting birtist í Dagblaðinu þá hafði Jón Trausti ritstjóri skrifað mjög heiðarlegan og góðan leiðara í DV (10. okt.) undir fyrirsögninni Við brugðumst ykkur" þar sem hann segir m.a:
Þjóðfélagið hefði aldrei farið á fullri ferð fram af brúninni ef það hefði ekki verið gegnsýrt af blekkingu í áraraðir. Blekkingin kom frá stjórnmálamönnum, viðskiptamönnum og líka þeim sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni, fjölmiðlamönnum....Það eru ekki lygasjúkir stjórnmála- og viðskiptamenn sem eru rót vandræða okkar, heldur fjölmiðlarnir sem endurómuðu lygina gagnrýnislaust....Íslenskt efnahagslíf verður aldrei heilbrigt ef fjölmiðlarnir rækja ekki skyldur sínar. Þeir eru allt of mjúkhentir í samanburði við erlenda fjölmiðla. (Hvernig skyldi nú standa á því?!!). Skylda þeirra snýr að almenningi en ekki stjórnmálamönnum og viðskiptamönnum....DV brást þjóðinni, eins og aðrir fjölmiðlar....Þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli."
DV ætlar semsé að snúa frá villu síns vegar og gerir það með þessari blekkingarlausu frétt um vatnsdrykkju og iðrun útrásarsnillinganna. Einmitt. Að öðru leiti er ég alveg hjartanlega sammála Jóni Trausta, enda var ég einn af örfáum í þessu þjóðfélagi sem studdi fjölmiðlafrumvarpið opinberlega á sínum tíma sem Ólafur Ragnar, forsöngvari og klappstýra útrásardólganna, neitaði að skrifa undir. Heilaþveginni þjóðinni fannst best og eðlilegast að allir fjölmiðlar væru á einni og sömu höndinni, - lófaloðinni krumlu sem jafnframt héldi utan um flesta aðra markaði landsins og heilan banka í ofanálag. Ef einhver annar en Davíð hefði lagt frumvarpið fram þá hefði það kannski farið í gegn, en annars efast ég um það því forsetinn var svo gríðarlega önnum kafinn við að mæra og verðlauna Baugshetjurnar og útrásarvíkingana" einsog hann kallaði þá, og flakka með þeim um heimsbyggðina og kynna þá sem mennina sem myndu "auka hróður Íslands um ókomin ár." (Væri þjóðin ekki til í að kjósa yfir sig aðeins glámskyggnari forseta?) Ólafur Ragnar hefði sennilega alltaf neitað að skrifa undir frumvarp sem kæmi í veg fyrir að nábleik hönd Bónusgríssins hefði kverkatak á þjóðfélagsumræðunni.
(Ólafur Ragnar Grísson og Bónusgrísinn. Ólafur til hægri).
Nú er Bleika Höndin búinn að stinga Mogganum í vasann líka svo fólk hlýtur að vera afskaplega hamingjusamt og sátt. Og nú er forsetinn farinn að labba í skóla og fyrirtæki til að hugga fólkið sem útrásarfurstarnir og fjölmiðlaeigendurnir tóku svo kröftuglega í rassgatið að undan mun svíða næstu áratugina, - sömu mennirnir og hann studdi og styður dyggilega og þeir hann.
Bloggar | Breytt 19.10.2008 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
15.10.2008 | 10:29
Íslendingar fyrirlitnir og hataðir um allan heim
Vinur minn var í Köben fyrir stuttu og fór náttúrulega yfir Strikið. Þegar hann var að borga fyrir sig með korti í einni versluninni og afgreiðslukellingin sá frá hvaða landi hann var þá greip hún skæri og klippti kortið hans í strimla og þreif svo veskið hans af borðinu og tók íslensku seðlana upp úr því og tróð þeim í pappírstætara og svo klippti hún veskið vandvirknislega í þunnar í ræmur ekki ósvipaðar beikoni og öskraði hástöfum á hann að hann ætti að hypja sig aftur til helvítis, þeas til Íslands. Það var alveg sama þó hann reyndi að segja henni að hann væri alls óskyldur Bónusgrísum og Bjórúlfum og Bjarna Ármanns og Björk og öllum þessum Bé-um, hún hélt bara áfram að öskra á hann að hann skyldi drulla sér tafarlaust til helvítis. Þegar hún tók upp afsagaða haglabyssu þá skildi hann loksins svona nokkurnvegin hvað hún átti við og hraðaði sér út.
Hann sagðist vita um marga Íslendinga sem hefðu svipaða sögu að segja. Orðspor Íslendinga út um allan hinn stóra siðmenntaða heim er jafn ónýtt og íslenska krónan.
Það er orðið nokkuð algengt víða erlendis að það sé hrækt framan í Íslendinga vænum grænum slummum og jafnvel snýtt sér á þá og þeim hótað öllu illu, sérstaklega í Bretlandi, Hollandi og Danmörku. Sumstaðar er þeim vorkennt. Í Asíu er aðallega hlegið góðlátlega að þeim. Íslensk viðskiptasnilld" hefur t.d. verið all mikið til umfjöllunnar í tælenskum fjölmiðlum og þar er Íslendingum lýst sem broslegum flónum með minnimáttarkennd sem héldu að þeir gætu keypt upp allan heiminn með matadorpeningum. Það vill oft gleymast að það var náttúrulega ekki öll þjóðin sem stóð í þessu svínaríi heldur aðeins 20 - 30 óprúttnir fjárglæframenn með forsetann sem klappstýru.
Í gær kom fram í fréttum að tónleikaferð Sinfoníuhljómsveitar Íslands til Japans hefði verið frestað um óákveðinn tíma. Og afhverju? Jú, Japanir sögðu að vegna frétta af Íslandi undanfarna daga væri hljómsveitinni ekki treystandi fjárhagslega." Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri sveitarinnar bætti svo við: En síðan held ég að aðalástæðan hafi nú verið sú að orðspor landsins er orðið svo lélegt...að þeir hafi bara ekki getað selt miða eða að minnsta kosti ekki eins marga og þeir þurftu. En það er alveg ljóst að orðspor okkar er komið niður í kjallara."
Vinkona mín í Bretlandi, sem er svo þrælóheppin að vera Íslendingur, er búin að fá dobíu af hótunum frá bálreiðum Bretum. Húsið hennar er þakið eggjum og grænmeti einsog Geir Ólafs eftir tónleika. Hún er búin að vera í stofufangelsi dögum saman og húsið hennar er vaktað dag og nótt af breskum þungvopnuðum lögregluþjónum. Þeir vilja eflaust líka buffa hana en gera það ekki starfs síns vegna. Það eina sem hún hefur til saka unnið er að vera frá sama landi og útrásar"víkingarnir" orðumprýddu.
Og nú í fyrradag var frænka mín Halla Vilhjálms, söng - og leikkona í London, borin út úr íbúð sinni og fleygt út á götu í fallegum boga. Ástæðan? Jú, hún er Íslendingur. Enga íslenska hálfvita hér takk fyrir. Þið og ykkar getnumrotna viðskiptasiðferði! Veriði úti djöfulsins ræsisrotturnar ykkar og látið ekki sjá ykkur hér framar! Skítseiði!"
Við eigum enga vini, eða einsog segir í textanum Traustur vinur: "Þegar af könnuninni ölið fer, fljótt þá vinurinn fer." Frændþjóðirnar Noregur, Svíþjóð og Rússland ætla jú að henda í okkur apana nokkrum bönunum en þeir eru ekki uppí rass á nokkrum ketti. Osama bin Laden hefur neitað okkur um aðstoð og meiraðsegja gæðablóðið George W. Bush, sem má ekkert aumt sjá (án þess að sparka í það), hann fyrirlítur og hatar okkur og vill akkúrat ekkert fyrir okkur gera, ekki einusinni sprengja okkur í loft upp. Hann vill ekkert af okkur vita þrátt fyrir að hann viti að hann hefði aldrei getað unnið Íraksstríðið án okkar hernaðaraðstoðar, (man ekki í svipinn hvað stelpan hét sem við sendum á vettvang). Hann vill ekkert lána okkur og ekkert gefa okkur, nema puttann, og við þurfum síst á enn einum puttanum að halda núna. Það kemst allsekki einn putti í viðbót uppí ósmurt taðgatið á okkur. Útrásar"víkingarnir" hafa séð til þess og eru þar með drjólann á bólakafi fyrir.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Gestur í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 á milli klukkan 16:00 og 18:00 í dag, miðvikudag, verður enginn annar en Íslandsvinurinn og kyntröllið Jón Baldvin Hannibalsson.
Við munum ræða nýjustu flatskjáina, þriðju kindaslóð farsíma, flottustu Range Roverana og ísmeygilegustu kellingarnar og í hvaða íslensku bönkum sé best að kaupa hlutabréf um þessar mundir og hvort það væri ekki gróðavænlegt að breyta Stjórnarráðinu í spilavíti og Seðlabankanum í fyrsta klassa hóruhús. Við munum svo hugsanlega bjalla í Bubba og fá ráðgjöf í fjárfestingum og fræðslu í verðmyndun verðtryggðra viðskipta.
Það er engin hætta á að Jón hlaupi út úr miðju viðtali enda hefur hann marga fjöruna sopið og einnig margt annað sterkara á börum og í þjóðhöfðingjaveislum út um allan hinn stóra heim umhverfis Ísland.
Fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt 19.10.2008 kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.10.2008 | 14:23
Loksins tekur Egill Helgason almennilegt viðtal
Endurtek: Loksins tekur Egill Helgason almennilegt viðtal. Spurningarnar sem hann pundaði á Jón Násker í Silfrinu í dag voru ákveðnar og beinskeyttar enda var hann marg manaður í að taka ekki á þessum sleipa pilti með latexhönskum. Spurningarnar voru stórar og þungar og svörin lítil og léttvæg að sama skapi. T.d. sé ég ekki alveg fyrir mér Jón í jakkafötunum á lyftara í Bónus, einsog hann lýsti framtíðarstarfi sínu. Ábyrgð hans og annarra útrásarstrumpa á hörmulegu ástandi landsins er nákvæmlega engin af orðum hans að dæma. Allt er að sjálfsögðu ennþá Davíð að kenna.
Egill, þessi hægláti snobbaði maður sem alltaf er með sömu elítuna í sínum þáttum, bætti einum í safnið, en sýndi jafnframt og sannaði að hann getur tekið öflug og "kjörkuð" viðtöl ef þjóðin öll er á móti viðmælandanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
10.10.2008 | 08:26
Kaupþingshrunið var því miður ekki Davíð að kenna
Fyrir nokkrum dögum hrópuðu Glitnismenn að Davíð væri bankaræningi og hefði rænt Glitni. Í dag eru Glitnismenn að íhuga mál á hendur ríkinu afþví að Davíð rændi ekki bankann. Almenningur trúði Glitni. Davíð var vondi kallinn einsog endranær.
Dögum saman hefur almenningur verið harðákveðinn í að trúa því að það hafi verið "helvítið hann Davíð" sem hafi komið Kaupþingi til andskotans með "gaspri" sínu í Kastljósi, nú eða að það hafi verið "andskotinn hann Davíð" sem hafi komið Kaupþingi til helvítis. Nú er hinsvegar komið á daginn að það var dýralæknirinn Árni Mathiesen sem þarna var að verki. Hann ætti nú að vita manna best að orð geta verið "dýr."
Úr Mogganum 9. okt:
" Darling, fjármálaráðherra Bretlands mat það þannig eftir símtalið (við Árna Mathiesen) að ekki fengjust bætur vegna innistæðna á Icesave reikningum. Efnislega hafi hann skilið íslenska fjármálaráðherrann þannig að breskir sparifjáreigendur myndu tapa peningum sínum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það á grundvelli þessa samtals sem breski ráðherrann tjáði sig um þessi mál í gærmorgun og ákvað að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi, en ekki vegna þess sem Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í samtali við Kastljós Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld."
Þetta var semsagt ekki Davíð að kenna einsog allt annað í þessari veröld, því miður, heldur fjármálaráðherranum, annaðhvort þeim breska eða íslenska, nú eða báðum að Gordon Brown viðbættum, og ekki má gleyma snillingunum í Icesave og þeirra stórfelldu peningaflutningum til Íslands, en þessar upplýsingar munu að sjálfsögðu í engu breyta þeirri bjargföstu trú manna að þetta hafi engaðsíður alltsaman verið Davíð að kenna. Árni talaði óvart íslensku við breska ráðherrann sem gerði það að verkum að smá misskilningur komst í gang sem flýtti fyrir jarðarför Kaupþings. Þessi Davíðshistería fer að minna soldið á fjaðrafokið og móðursýkina í kringum steindauða hundinn Lúkas sem hefur alltaf verið við góða heilsu.
Það eru fyrst og fremst útrásarænstænarnir sem hafa sökkt klakanum með "dugnaði sínum og áræði" einsog Forsetinn orðaði það fyrir 2 árum þegar hann var að heiðra Jón Násker fyrir "vel heppnuð útrásarverkefni," - þó að stjórnmálamenn hafi þar að sjálfsögðu einnig lagt gjörva hönd á plóginn.
Auðvitað hefur Dabbi gert einhver mistök í gegnum tíðina, enda mannlegur einsog við hin, en við ættum eingöngu að kenna honum um það sem raunverulega er honum að kenna, einsog t.d. morðið á Kennedy og heimsstyrjöldina síðari, - en ekki ALLT.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
8.10.2008 | 06:35
Jón Násker og stórasta rán Íslandssögunnar
Það er búið að vera mikið um rán og gripdeildir að undanförnu. Gjafakvótakerfið heppnaðist fullkomlega sem stærsta rán Íslandssögunnar og fyrir nokkrum dögum upplýsti Jón Ásgeir að það hefði verið framið bankarán, hvorki meira né minna en stærsta bankarán Íslandssögunnar, jafnvel heimsins. Þetta er um margt sögulegt bankarán því forsvarsmenn bankans leituðu til bankaræningjans og samþykktu ránið með undirskrift.
Jón Násker sýnir sína löngu fingur
Þetta gerðist svona: Davíð gekk inní reyklaust bakherbergið og beindi byssu að gagnauga Þorsteins Más og sagði: Velkominn til Vítis, auli. Ég heiti Davíð og ég er bankaræningi. Glitnir er að fara til andskotans, þ.e.a.s. til mín. Ég ætla að hirða bankann af ykkur. Ég er með ríkisstjórnina hérna í rassvasanum og nú er lag að dúndra hraustlega í punginn á Jóni Ásgeiri drulludela. Skrifaðu undir eða þú færð eitthvað annað en flugu í höfuðið, motherfucker!"
Þorsteinn Már Baldvinsson
Fólk elskar samsæriskenningar. Allt sem miður fer í þessum heimi er að sjálfsögðu Davíð að kenna. Hann og Satan eru tvíburar. Jón Ásgeir, sem bráðum mun breyta nafni sínu í Jón Násker, vill meina að Davíð sé handrukkari ríkisins og einn mesti ræningi sögunnar, fyrir utan matvörukaupmenn. Ég vil hinsvegar meina að stærsta bankarán Íslandssögunnar sé rán bankanna á landsmönnum í formi glæpsamlega hárra vaxta. Bankalán = bankarán. Þetta Glitnis"rán" er smotterí í samanburði við það raunverulega rán og það mun standa yfir um ókomin ár.
Bankaræninginn ógurlegi
(24 Stundir, 4. október)
Gestur í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00 verður Jón Gerald Sullumberger eða hvað hann heitir nú annars sá ágæti maður. Jón þessi Kerald Shullendvergur er nýbúinn að skella tveimur mögnuðum sannsögulegum bíómyndum um fjárhúsið Glitni inná youtube í dolby steríó og þrívídd (http://www.youtube.com/watch?v=ffaLd1dkq2U). Þegar maður horfir á þessar óhugnanlegu glæpamyndir þá dettur manni í hug skammstöfunin S.O.S., - Sukk Og Svínarí. Verður þessi syrpa í þremur hlutum einsog The Godfather eða ætlar hann að hætta á toppnum? Er Jón Násker búinn að kaupa kvikmyndaréttinn að ævisögu Jóns Gímalds eða var Jóhannes í Bóner fyrri til? Við þessum áleitnu spurningum þarf að fá skýr svör. Það er við hæfi að ræða þessar óhugnanlegu kvikmyndir og margt annað bisnesstengt við Jón Rekald Spielberger eða hvað hann heitir nú annars þessi ágæti maður.
Svo mun Geiri á Goldfinger kíkja við með vel sleiktar skonsur undir arminum og ræða fjárfestingarfyrirtæki sitt Straumur Hurðarás um öxl en það kompaní var einmitt að festa kaup á nokkrum gámum af flottum blöðrum frá Litháen og Léttlandi.
Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
1.10.2008 | 09:05
Vonlaus fegrunaraðgerð
Jakob Frímann miðborgarstjóri á ekki létt verk fyrir höndum. Hann á að breyta ljótustu miðborg norðan Suðurpóls í ljótustu miðborg norðan Alpafjalla.
Og hvernig á þessi lýtaaðgerð að fara fram? Með því að brenna borgina til grunna? Nei, það væri vissulega góð byrjun, en það á semsé að taka spreibrúsa af listrænum unglingum. Það á að vera fyrsta skrefið. (Væri ekki nær að taka spreibrúsana af lögreglunni?)
Svo á að setja sæta plástra á opin svöðusár sem eru út um allt í miðbænum. Alltsaman tilgangslausar bráðabirgðaaðgerðir.
Íslensk húsagerðarlist
Vandinn er ekki fólginn í spreibrúsakrökkum heldur skipulags"sérfræðingum" borgarinnar og íslenskum arkitektum og almennu séríslensku smekkleysi. Hér ægir öllu saman: Litlir ljótir Hans-og-Grétu-kofar við hliðina á ennþá smekklausari og andlausari glerbyggingum. Hverjir aðrir en Íslendingar hefðu plantað stíllausum glerklumpi á milli Apóteksins og Hótel Borgar? Eða bankaklumpi í Lækjargötu á milli Iðnó og fjörgamals krúttlegs piparkökuhúss? Eða nútíma tannlæknabyggingu við sömu götu við hliðina á gamla hornhúsinu sem brann?
Lækjargata er líklega hlæjilegasta gata í Evrópu. Þar ægir saman öllum stílum í fullkominni dellu, en þetta á víst að heita Main Street Reykjavíkur, sú gata sem hér áðurfyrr skipti borginni í vestur og austur.
Það er engin heildarmynd á neinu, bara hryggðarmynd. Borgin er rugl. Meiraðsegja sjálft Óráðhúsið er einsog blanda af stórkallalegum hermannabragga og grísku hofi og rústar alveg heildarmynd hinnar snotru Tjarnargötu. Hofbragginn sem slíkur er ókey en rímar ekki við umhverfið, í raun alveg úr tengslum við umhverfið einsog fólkið sem þar er innandyra. Perlan er með því smartara hér í borg en hún myndi varla sóma sér vel niðrí Aðalstræti frekar en gamla Mogga"höllin."
Borgir mættu gjarnan vera í uppbyggingu og stíl einsog ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Maður segir helst ekki:
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,
við erum gestir sem dá sig.
Einir koma og aðrir fara í dag
og ég er að skíta á mig.
After Before
Það verður að vera eitthvert vitrænt og listrænt samræmi í hlutunum og einhver heildar strúktúr sem gengur upp einsog krossgáta.
Þessi nýja fegrunaraðgerð miðborgarinnar er einsog að ráða mann til að ryksuga öskuhaugana. Hvað stoðar að meika herfu? Borgin er einsog greppitrýnið á Michael Jackson og við verðum bara að feisa" það. Hún er vonlaust tilfelli sem hvorki Kobbi né hans hægri hönd, guð almáttugur, getur fegrað úr þessu.
(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 17.maí síðastliðinn. Hefur borgin eitthvað fríkkað síðan þá?)
Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag milli kl. 16:00 og 18:00 verður gestur minn enginn annar en stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Þó ég hafi sagt í málsháttabók minni: "Betri eru kynórar en tenórar," þá slagar Stjáni langt uppí rakan draum enda með bestu söngvurum sem Akureyri hefur alið. Hann er um þessar mundir að syngja óperuna Ommolettó í Nýja Bíói fyrir fullum kofa og ég ætla t.d. að spyrja hann út í það ævintýri og hvort hann væri til í að halda styrktartónleika fyrir íslensku "auðkýfingana" (ofurbótaþegana) sem nú eru að missa allt sitt, - og meira til í buxurnar. Er Dabbi saklaus englakrullóttur sprelligosi á einhjóli með lúður eða er hann kaldrifjaður bankaræningi sem vill vaða í Jón Ásgeir með vélsög og gleypa hann með húð og hári, einsog Jón sjálfur vill meina? Er Dabbi með stærra gin en Ljón Ásgeir? Þessu getur að sjálfsögðu enginn svarað nema Kristján Jóhannsson stórtenór og stórlax, innsti koppur í búri íslenskra yfirmafíósa.
Fyrri þætti má finna á síðu minni: www.stormsker.net
3 síðustu verða komnir inn annað kvöld.
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.9.2008 | 06:31
Sannkristnir fjöldamorðingjar í Hvíta Húsinu
Senn lætur Bush af embætti forseta Bandaríkjanna. Hann segist útvalinn af guði til að leiða mannkynið í ljósið, - og er þá líklega að tala um hið skæra ljós kjarnorkusprengjunnar. Gáfnaljósið Bush hefur ekki drepið nema um nokkra tugi þúsunda óbreyttra borgara í Írak, sem þykir frekar slappur árangur hjá svo trúuðum leiðtoga.
Ljós heimsins
Næsti forseti Bandaríkjanna verður John McCain sálugi sem er með annan fótinn í gröfinni. Þegar báðir fæturnir verða komnir þangað þá tekur varaforsetinn Sarah Palin við en hún er sannkristin mannvitsbrekka einsog Bússi.
Hún vill engin höft á byssueign. Segir að stríðið í Írak sé verk guðs. (Það er reyndar verk Bússa en hann er handbendi guðs). Hún hafnar gróðurhúsaáhrifunum. Er á móti hjónaböndum samkynhneigðra. Er fylgjandi dauðarefsingum. Er afar stolt af því að sonur sinn sé slátrari í Írak. Drepur dýr, sem skotveiðisjúklingur, sér til skemmtunnar. Er skilyrðislaust á móti fóstureyðingum. Vill bara drepa fædda einstaklinga, enda sannkristin manneskja. Segir að stríð við Rússa komi vel til greina. Hafnar þróunarkenningunni og vill að við förum 200 ár aftur í tímann og förum að kenna sköpunarsögu Biblíunnar sem vísindi í skólum. (Ætli hún sé Íslendingur?) Hún sagðist hafa notað Gamla testamentið sem leiðarvísi um það hvernig hún ætti að stjórna Alaska. (Er Palin galin?) Þetta kallast víst í USA að vera til hægri. Ég kalla þetta að vera með hausinn á bólakafi uppí borunni á sér.
(Vel að merkja: Þótt ótrúlegt megi virðast þá er allt sem hér er sagt um Palin satt og rétt. Engar lygar. Engar blogdylgjur og rugl!)
Þessi pistill birtist í 24 stundum, 20. september.
Gestur minn í síðasta þætti "Miðjunnar" á Útvarpi Sögu fm 99.4 var Jóhann Helgason. Í dag milli kl. 16:00 og 18:00 kemur hinn helmingurinn, semsé Magnús Þór Sigmundsson. Þau eru ófá góðu lögin sem steinliggja eftir Magga. Spurningarnar eru ekki færri sem brýnt er að fá svör við: Eru álfar kannski menn? Hvar er sveitin mín? Hvar er hóllinn minn? Hvar er húfan mín? Er Ísland land þitt eða mitt? Hvenær býstu við að Hómer Simpson verði forseti Bandaríkjanna?
Síðustu 2 þættir verða komnir inn á: www.stormsker.net í þessari viku.
Bloggar | Breytt 2.10.2008 kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
17.9.2008 | 06:46
Dagbækur Matthíasar og Framsóknarflokkurinn
Dagbækur Matthíasar eru um margt mikil skemmtilesning þó það hafi eflaust ekki verið ætlun hans, enda fv. ritstjóri Moggans. Ein fyndnasta færslan er þegar framsóknarmaðurinn Helgi S. Guðmundsson fv. formaður bankaráðs Landsbankans kemur áhyggjufullur á fund þeirra Matta og Styrmis til að fá ráð hjá þeim við því hvernig hann eigi að hrista af sér þær fullyrðingar Sverris Hermannssonar sem ýmsir virtust taka trúanlegar, að hann væri hálfviti." Matti og Styrmir sögðu honum að það væri erfitt að hrista slíkt af sér." Þar töluðu reynsluríkir menn. Konan mín segir að ég sé ekki hálfviti, sagði Helgi."
Og Matti heldur áfram: Þess má geta til gamans að Helgi sagði okkur að hann hefði verið í Heimdalli á sínum tíma en farið úr honum vegna þess að honum leizt ekki á blikuna, taldi að þar væru of margir ofjarlar hans og hann mundi ekki komast neitt áfram þar í flokki!! Einn þessara ofjarla var víst Styrmir Gunnarsson sem hafði gegnt formennsku í Heimdalli! Helgi sneri sér þá að Framsóknarflokknum og þar hefur honum vel vegnað."
Dvergar fara í lítil föt. Matti er þarna að lýsa á raunsæan hátt hverskonar fólk það er sem gengur í Framsóknarflokkinn. Lagið "I´m a loser" með Bítlunum kemur ósjálfrátt uppí hugann, svo og bókin "Aulabandalagið" eftir John Kennedy Toole.
Þar eð ég var heimagangur hjá Matta þegar ég var polli þá vil ég nota hér tækifærið og færa honum og fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur.
Dverga(úr)kast
Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 23. ágúst.
Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu fm 99.4 milli kl. 16:00 og 18:00 verður gestur minn söngvarinn og lagasmiðurinn góðkunni Jóhann Helgason. Eftir Jóa liggja fjölmörg frábær lög, svosem Karen Karen Karen Karen Karen Karen, Ástarsorg, Ég gef þér allt mitt líf, Söknuður og fleiri. Nú hefur einhver vondur maður útí heimi rænt laginu Söknuður og þess er ákaft saknað. Ég ætla að forvitnast um þetta skuggalega mál svo og mörg önnur glæpamál, t.d. hvort honum finnist koma til greina að sameina Kaupþing og Búnaðarbankann, nú eða Glitni og Lýsingu, nú eða jafnvel Seðlabankann og Sparisjóð Vestfirðinga.
Fyrri þætti má nálgast á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.9.2008 | 07:18
Hjálpum útlendingum, ekki Íslendingum
Það hefur margt jákvætt verið í fréttum undanfarna daga. Paul Ramses var t.d. heimtur úr viðbjóðslegu ítölsku hóteli þar sem hann þurfti að borða pizzur og pastaóþverra og fara í sturtu þrisvar á dag. Hræðilegt.
Þegar hann lenti hér á klakanum þá kyssti hann að sjálfsögðu flugstöðina og flugvöllinn í bak og fyrir einsog aðrir páfar. Ég hélt fyrst að þetta væri opinber heimsókn einhvers heimsfrægs blökkumannaleiðtoga en svo kom uppúr dúrnum að þetta var Paul Ramsens eða Ramstein eða Rambó eða hvað hann heitir nú þessi frómi sannsögli flóttamaður. Hefði hann verið sendur til Kenya, paradísar skotveiðimannsins, þá hefði hann vitaskuld verið eltur uppi af safaríveiðimönnum á jeppum og plaffaður niður.
Fleira jákvætt: Jóhanna Kristjónsdóttir safnaði tugum milljóna handa fátæku fólki hinumegin á hnettinum. Ekkert hefði komið í kassann hefði hún reynt að safna aurum handa fátækum Íslendingum, nema náttúrulega ef þeir hefðu misst allt sitt í snjóflóði. Þá hefði opnast fyrir flóðgáttir seðla.
Sjálfur er ég búinn að vera að hjálpa Nígeríunegrum með ómældum fjárframlögum svo þeir geti leyst út einhvern milljarðaarf eða eitthvað þessháttar. Þarf endilega að fá Bubba með mér í þessa arðbæru fjárfestingu.
Fleira jákvætt: Íslenskir utangarðsmenn í Reykjavík hafa fundið sér huggulegan ruslagám í miðbænum sem svefnstað svo það mun því pottþétt ekki væsa um þessa ágætu starfsstétt í vetur.
(Þessi pistill birtist í 24 Stundum, 6. september)
Í þætti mínum "Miðjan" á Útvarpi Sögu FM 99.4 í dag, miðvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00, verður gestur minn enginn annar en tónlistarmaðurinn og sjóræninginn síkáti Gylfi Ægisson. Gylfi hefur átt mörg klassísk lög einsog t.d. Í sól og sumaryl, Minning um mann og Stolt siglir fleyið mitt, en hann hefur einnig átt kærustur í hverri höfn enda siglt um öll heimsins höf. Hann mun segja mér af svaðilförum sínum í rúminu og úti á rúmsjó þar sem hann hefur margoft þurft að berjast við allskyns skrímsl. Þær eru ófáar hámerarnar sem hann hefur glímt við og þeir eru ófáir mannætuhákarlarnir sem hann hefur snúið úr hálsliðnum.
Fyrri þætti má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt 11.9.2008 kl. 04:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.8.2008 | 07:03
Feministur
Feministar hafa barist fyrir mörgu greindarlegu síðustu ár, t.d. því að börn á fæðingardeildum klæðist fötum í kynlausum litum; drengir skulu allsekki vera í bláum fötum og stúlkur allsekki í bleikum því þetta geti haft gríðarleg áhrif á afkomumöguleika stúlknanna í framtíðinni að sögn feminista. Augljóst.
Fleiri dæmi: Feministum finnst mjög niðurlægjandi að konur kallist ráðherrar." Konur tilheyri nefnilega ekki mannkyninu heldur kvenkyninu. Ég stakk uppá starfsheitinu ráðherfa" og þær hljóta að vera mjög ánægðar með það. Feministar kvörtuðu mikið yfir Smáralindarbæklingi en þar sást stúlka beygja sig eftir dóti. Stúlkur eiga ekki að beygja sig á myndum því þá er auðvitað verið að gefa til kynna að þær séu hórur.
Feministar fóru fram á að svæsin Toyota auglýsing yrði bönnuð en þar sást kona með pilsið svo langt upp um sig að það sást meiraðsegja í hnén á henni. Ógeðslegt. Feministar sögðu að það væri verið að hlutgera líkama kvenna. Einmitt. Toyota fór að tilmælum feminista og fjarlægði auglýsinguna, sem sýnir að það er til nokkuð sem heitir karlkellingar. Svoleiðis tuskur lúffa fyrir hverskyns rugli af ótta við að vera stimplaðar karlrembusvín. Ef fólki finnst öfgafeministar slæmir og allar þeirra hugmyndir, þá myndi ég nú segja að karlkellingarnar sem framfylgja kröfum þeirra væru 10 sinnum verri, - því slæm hugmynd er bara slæm hugmynd, en það að framkvæma slæma hugmynd af ótta við karlrembusvínsstimpilinn er alveg yfirmáta aulalegt. Öfgafeminismi er vondur í orði, en verri á borði.
Feministum hefur tekist að breyta sjálfri Biblíunni á þann hátt að ef Krissi segir t.d: Hey bræður, eru ekki allir í stuði?" þá er það í dag: Hey bræður og systur, eru ekki allir í stuði?," jafnvel þó engar systur hafi verið á svæðinu.
Orðið feministi" er karlkyns orð og því ber að breyta á stundinni í feminista," - hún femínistan. Must! Algjört Must!
Þessi pistill birtist í 24 stundum 9. ágúst, án djókmyndanna.
Minni á þátt minn "Miðjuna" á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag, miðvikudag, milli kl. 16:00 og 18:00. Gestur minn að þessu sinni verður enginn annar en söngvaskáldið hárprúða Bjartmar Guðlaugsson. Munum spjalla um allt milli himins og jarðar, t.d. afhverju mömmur geifli alltaf á sér munninn þegar þær maskara augun og hvort borgarstjórinn í Reykjavík megi láta sjá sig á kaffihúsum í borginni eða eingöngu á Goldfinger í Kópavogi og hvort það eigi að grafa göng milli Vestmannaeyja og Grímseyjar.
Fyrri "Miðjur" má finna á: www.stormsker.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)